Sćnskunámskeiđ í Piteĺ - umsóknarfrestur til 1. apríl

  • Fréttir
  • 4. mars 2019

Viltu kynnast jafnöldrum þínum á Norðurlöndunum, taka þátt í skemmtilegu sumarnámskeiði og prófa eitthvað nýtt? Norræna félagið í Grindavík, í samstarfi við Grindavíkurbæ, vinabæinn Piteå í Svíþjóð og Norðurlandaráð, býður upp á námskeið í sænsku sem sérstaklega er ætlað fyrir vinabæi Piteå. Námskeiðið fer fram dagana 28. júlí til 7. ágúst n.k. Innifalið er flug, gisting, matur og námskeiðið sjálft. 

Í boði eru tvö sæti á námskeiðinu fyrir ungmenni í Grindavík fædd á árunum 1998 til 2002. Þeir sem ekki eru orðnir 18 ára þurfa skriflegt leyfi frá forráðamönnum. Innifalið í boðinu er flug, gisting og námskeiðið sjálft. Æskilegt er að umsækjandi hafi bakgrunn og/eða góðan námsárangur í einhverju af Norrænu tungumálunum. 

Þeir sem hafa áhuga að sækja námskeiðið eru beðnir að senda tölvupóst með eftirfarandi upplýsingum á netfangið frida@grindavik.is:

• Nafn, heimilisfang
• Góður rökstuðningur hvers vegna þú viltu fara á námskeiðið og hvernig það nýtist þér?
• Hvernig metur þú kunnáttu þína í Norrænum tungumálum?
• Það styrkir umsóknina að senda með einkunnir úr grunnskóla og/eða framhaldsskóla í Norrænu tungumáli.

Umsóknarfrestur er til 1. apríl nk. 

Norræna félagið í Grindavík


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir