Upplestrarkeppni 7.bekkjar

  • Grunnskólafréttir
  • 2. mars 2019

Í gærmorgun fór fram upplestrarkeppni 7.bekkjar þar sem valdir voru þeir sem keppa munu fyrir hönd skólans í Stóru upplestrarkeppninni. Áður höfðu farið fram bekkjarkeppnir sem umsjónarkennararnir og Alexander og Dagný höfðu séð um.

Alls voru það 14 nemendur sem tóku þátt í morgun og voru þrír valdir sem keppendur í liðinu og einn þar að auki til vara. Augljóst var að nemendur höfðu lagt mikið á sig við æfingar og komu þau vel undirbúin til keppni. Svava Agnarsdóttir kennari og Guðbjörg skólastjóri sáu um að dæma lesturinn.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá keppninni í morgun.





Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir