Sumarstörf hjá Grindavíkurbć 2019

  • Fréttir
  • 27. febrúar 2019
Sumarstörf hjá Grindavíkurbć 2019

Grindavíkurbær óskar eftir að ráða sumarstarfsmenn í fjölbreytt störf sumarið 2019. Upplýsingar um störfin og umsóknareyðublöð má finna á www.grindavik.is/atvinna. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Grindavíkurbæjar eða á netfangið grindavik@grindavik.is. Umsóknarfrestur er til 10. mars.

Sumarafleysing í íþróttamiðstöðinni
Grindavíkurbær auglýsir eftir kvenmanni í 100% starf við gæslu, afgreiðslu og þrif, frá 20. maí til 31. ágúst. Leitað er að einstaklingum 18 ára og eldri sem hafa:

- þekkingu í skyndihjálp og standast kröfur sem gerðar eru til sundvarða sem felast í því að taka sundpróf samkvæmt reglugerð um öryggi á sundstöðum
- hafa góða færni í mannlegum samskiptum
- góða skipulagshæfileika, geta unnið sjálfstætt og haft frumkvæði

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Grindavíkur.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hermann Guðmundsson forstöðumaður íþróttamannvirkja í síma 660-7304, netfang: hermann@grindavik.is

Flokksstjórar við Vinnuskóla Grindavíkur
Vinnuskóli Grindavíkur auglýsir eftir flokksstjórum til að starfa við skólann sumarið 2019. Starfstímabil er frá 15. maí til 20. ágúst. Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri og hafi;

- ríka þjónustulund,
- góða skipulagshæfileika, geta unnið sjálfstætt og tekið frumkvæði,
- góða hæfni í mannlegum samskiptum,
- mikla ábyrgðartilfinningu og síðast en ekki en síst ánægju að því að vinna með og leiðbeina unglingum.

Flokkstjórar stjórna daglegu starfi vinnuflokka skólans og stuðla að reglusemi, ástundun og góðri umgengni starfsmanna. Flokkstjórar vinna með unglingunum og sýna þeim hvernig staðið skuli að verki og leiðbeina um notkun á áhöldum og tækjum.

VINNUSKÓLI GRINDAVÍKURBÆJAR ER TÓBAKSLAUS VINNUSTAÐUR.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Grindavíkur.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Eggert Sólberg Jónsson sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar í síma 420 1100, netfang: eggert@grindavik.is

Leiðbeinendur við leikjanámskeið Grindavíkurbæjar
Grindavíkurbær auglýsir eftir leiðbeinendum til að starfa við leikjanámskeið bæjarins sumarið 2019. Starfstímabil er frá 3. júní til 10. ágúst (möguleiki að byrja fyrr). Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri og hafi;

- ríka þjónustulund,
- góða skipulagshæfileika, geta unnið sjálfstætt og tekið frumkvæði,
- góða hæfni í mannlegum samskiptum og síðast en ekki síst reynslu og ánægju af því að vinna með börnum og unglingum.

Leiðbeinendur hafa umsjón með starfsemi leikjanámskeiðanna í samráði við sviðssstjóra frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Grindavíkur.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar í síma 420 1100, netfang: eggert@grindavik.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 17. október 2019

Hvalreki viđ Grindavík

Fréttir / 17. október 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 21. október 2019

Lokađ á bókasafni 23. október frá 12:00

Fréttir / 11. október 2019

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 11. október 2019

Zeba áfram međ Grindavík

Fréttir / 10. október 2019

GG leitar ađ ţjálfara

Fréttir / 10. október 2019

Ţyrla Landhelgisgćslunnar kemur á Laut

Fréttir / 8. október 2019

Magnađ brim viđ Brimketil: Myndband

Fréttir / 8. október 2019

Bjartmar á Bryggjunni á föstudaginn

Fréttir / 7. október 2019

Truflun í gatnalýsingu nćstu sólarhringa