112 dagurinn í dag: Leikskólarnir heimsóttir

  • Fréttir
  • 11. febrúar 2019

112 dagurinn er haldinn um allt land í dag en í ár er áherslan lögð á öryggismál heimilisins. Að venju fara bæði slökkvilið Grindavíkur og lögreglan í heimsókn á leikskóla bæjarsins og kynna fyrir krökkunum þann búnað sem notaður er við vinnu þessara viðbragðsaðila þegar hætta steðjar að. Meðfylgjandi myndir voru teknar í morgun, í mjög hressandi veðri, við báða leikskólana. Reyndar voru börnin á Króki farin inn þegar slökkviliðið mætti til þeirra en þau fylgdust með úr gluggum leikskólans. Fleiri myndir eru á Facebook síðu bæjarins af deginum. 

 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir