Fundur 492

 • Bćjarstjórn
 • 30. janúar 2019

492. fundur Bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 29. janúar 2019 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:Sigurður Óli Þórleifsson, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Guðmundur L. Pálsson, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, aðalmaður og Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður. 

Einnig sátu fundinn: Fannar Jónasson, bæjarstjóri og Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.


Dagskrá:

1.     Endurskoðun Aðalskipulags Grindavíkur 2010-2030. - 1501158
    Til máls tóku: Sigurður Óli og Guðmundur. 

Lögð fram drög frá Eflu verkfræðistofu að tillögu á endurskoðun aðalskipulags Grindavíkurbæjar 2018 - 2030. 

Skipulagsnefnd samþykkir drög að tillögu til forkynningar á endurskoðun aðalskipulags 2018 - 2030 samkv. 2. mgr. 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010. 

Skipulagsnefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki drögin samkvæmt ofangreindum texta. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
        
2.     Ægisgata 2a - umsókn um byggingarleyfi - 1812024
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Erindi frá PGV framtíðarform ehf. varðandi breytta notkun á starfsemi Ægisgötu 2a og umsókn um byggingarleyfi lagt fram. 

Skipulagsnefnd samþykkir breytta notkun á starfsemi við Ægisgötu 2a úr mjölgeymslu í verksmiðju og geymslur. 
Hafnarstjórn gerði ekki athugasemd við breytingarnar. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Byggingarleyfi verður gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi hönnunargögn berast. 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að ofangreind erindi verði samþykkt. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar. 
        
3.     Hafnargata 18 - Umsókn um byggingarleyfi - 1901074
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Erindi frá Vísi ehf varðandi umsókn á byggingarleyfi vegna Hafnargötu 18 lagt fram. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Byggingarleyfi verður gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi hönnunargögn berast. 

Skipulagsnefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki byggingaráformin. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
        
4.     Búðir - Umsókn um byggingarleyfi - 1901076
    Til máls tóku: Sigurður Óli og Guðmundur. 

Erindi frá Jakobi Einarssyni varðandi umsókn um byggingarleyfi lagt fram. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Byggingarleyfi verður gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi hönnunargögn berast. 

Skipulagsnefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki byggingaráformin. 

Lagt er til að fresta málinu. 
Samþykkt samhljóða. 
        
5.     Hraðfrystihús Þórkötlustaða - Umsókn um byggingarleyfi - 1901079
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Erindi frá Fjórhjólaævintýri ehf. um breytta notkun á starfsemi og umsókn um byggingarleyfi fyrir Þórkötlustaðarveg 3 lagt fram. 

Skipulagsnefnd samþykkir breytta notkun á starfsemi við Þórkötlustaðarveg 3. Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Byggingarleyfi verður gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi hönnunargögn berast. 

Skipulagsnefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki byggingaráformin. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
        
6.     Hólmasund 6 - Stækkun á byggingarreit - 1901073
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Erindi frá H.H. Smíði ehf um stækkun á byggingarreit við Hólmasund 6 lagt fram. 

Skipulagsnefnd samþykkir stækkun á byggingarreit og óverulegri breytingu á deiliskipulagi sem greidd verður af lóðarhafa. Byggingarleyfi verður gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi hönnunargögn berast. 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja erindið. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
        
7.     Víkurhóp 16 - 22 - Breyting á deiliskipulagi - 1901075
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Erindi frá Bolafelli ehf um leyfi til að fara í deiliskipulagsbreytingu á Víkurhópi 16 - 22 lagt fram. 

Skipulagsnefnd samþykkir beiðni lóðarhafa um að fara í breytingu á deiliskipulagi við Víkurhóp 16 - 22. Leggja þarf breytingar á deiliskipulagi fyrir skipulagsnefnd. Allur kostnaður sem af þessum breytingum hlýst, skal lóðarhafi bera. 

Skipulagsnefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki erindið. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
        
8.     Víkurhóp 59 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi - 1901077
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Erindi frá Verkbæ ehf varðandi umsókn um leyfi til deiliskipulagsbreytingar á Víkurhópi 59 lagt fram. 

Skipulagsnefnd heimilar Verkbæ ehf að fara í breytingu á deiliskipulaginu við lóð Víkurhóps 59. Umsækjandi skili fullnægjandi gögnum fyrir skipulagsnefnd. 

Skipulagsnefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki erindið. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
        
9.     Verbraut 1: breyting á skipulagi - 1712026
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Fyrirhuguð er uppbygging á lóð við Verbraut 1. Teknar eru fyrir tillögur að óverulegum breytingum á skipulagsáætlunum: aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030 og deiliskipulagi miðbæjar- hafnarsvæði og Gamla bæjarins, dags. janúar 2019. 
Breytingarnar eru gerðar vegna breyttrar landnotkunar og fyrirhugaðrar uppbyggingar á Verbraut 1. 

Skipulagsnefnd samþykkir breytingarnar og að farið verði með þær sem óverulegar og grenndarkynntar í fjórar vikur skv. 2. mgr. 36. gr. og 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010. 

Skipulagsnefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki óverulegu breytingarnar á skipulagsáætlunum samkv. ofangreindum texta. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
        
10.     Kalka - Sorpeyðingarstöð Suðurnesja: Kynning á mögulegri sameiningu SS og Sorpu - 1704029
    Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Guðmundur, Hjálmar og Páll Valur. 

Eftirfarandi var bókað á 499. stjórnarfundi Kölku: 
Viðræðunefndir Kölku og SORPU ásamt ráðgjöfum Capacent og stjórnum fyrirtækjanna hafa unnið að sameiningarviðræðum frá miðju ári 2016. Eftir þessar ítarlegu viðræður og yfirferð er stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. sammála um að sameining fyrirtækjanna geti verið mjög góður kostur fyrir sveitarfélögin með framtíðarhagsmuni og umhverfissjónarmið að leiðarljósi. 
Nú er málið komið á það stig að góðar upplýsingar og hugmyndir liggja fyrir um á hvaða grundvelli hægt er að kynna mögulega sameiningu fyrir bæjarstjórnum sveitarfélaganna. Á þeim forsendum samþykkir stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. fyrir sitt leyti að vísa frekari ákvörðunum um framhald málsins til bæjarstjórna sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Fyrirkomulag um kynningu á málinu verði framkvæmd í samráði við fulltrúa bæjarstjórnanna. 

Reykjanesbær hefur samið við ráðgjafa um að gefa álit á stöðu mála í sameiningarviðræðum Kölku og Sorpu. Grindavíkurbæ býðst að gerast aðili að þessum ráðgjafarstörfum. 

Tillaga 
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og afla frekari gagna. 
Samþykkt samhljóða
        
11.     Breyting á samþykkt um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar - 1901086
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Á 1505. fundi bæjarráðs var lögð fram tillaga að breytingu á samþykktinni þannig að á eftir 2. tl., III. kafla í 47. gr. B verður fellt inn ákvæði um öldungaráð. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar. 

Tillagan er nú tekin til fyrri umræðu. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa tillögunni til síðari umræðu í bæjarstjórn. 
        
12.     Félag eldri borgara í Grindavík - Samstarfssamningur 2019 - 1812012
    Til máls tóku: Sigurður Óli og bæjarstjóri. 

Fyrir liggur samningur milli Grindavíkurbæjar og Félags eldri borgara um skipulagt félagsstarf fyrir eldri borgara í Grindavík til 31. desember 2019. 
Bæjarráð hefur samþykkt samninginn og er hann lagður fyrir bæjarstjórn til staðfestingar. 

Bæjarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.
        
13.     Beiðni um viðauka vegna samstarfssamnings milli Grindavíkurbæjar og Félags eldri borgara í Grindavík 2019 - 1901044
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Varðar samstarfssamning við Félag eldri borgara í Grindavík. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 50.000 kr. og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs samhljóða.
        
14.     Refa- og minkaveiðar í Grindavík - 1705121
    Til máls tóku: Sigurður Óli og Hjálmar. 

Fyrir liggja tillögur að reglum um refa- og minkaveiðar í Grindavík. 
Bæjarráð vísar reglunum til samþykktar í bæjarstjórn. 

Bæjarstjórn samþykkir reglurnar samhljóða.
        
15.     Gönguleið um sjávartengdar minjar - 1810058
    Til máls tóku: Sigurður Óli og Helga Dís. 

Grindavíkurbæ var úthlutað styrk að upphæð kr. 3.000.000 úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja vegna verkefnisins Gönguleið um sjávartengdar minjar í Grindavík. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 3.000.000 kr. á rekstrareininguna 05421 Menningarminjar sem fjármagnaður verði með 3.000.000 kr. tekjum á sömu rekstrareiningu. 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráð samhljóða.
        
16.     Vegagerðin - Minnispunktar vegna fundar - 1901049
    Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri og Páll Valur. 

Lagðir fram minnispunktar vegna fundar með Vegagerðinni þann 10.01.2019.
        
17.     Kynnisferð varðandi félagsaðstöðu eldri borgara - 1901099
    Til máls tóku: Sigurður Óli og Hjálmar. 

Fyrir liggur að fara í Borgarnes næstkomandi fimmtudag til að skoða aðstöðuna þar. 
        
18.     Fundargerðir: Samband íslenskra sveitarfélaga 2018 - 1803070
    Til máls tóku: Sigurður Óli og bæjarstjóri. 

Fundargerð 866. fundar, dags. 14. desember 2018 er lögð fram til kynningar. 
        
19.     Fundargerðir: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2018 - 1801031
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hjálmar, Hallfríður, Páll Valur, Helga Dís, Birgitta og Guðmundur. 

Fundargerð 739. fundar, dags. 19. desember 2018 er lögð fram til kynningar. 
        
20.     Fundargerðir: Reykjanes Geopark 2018 - 1803035
    Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Birgitta, Hallfríður, Páll Valur og Guðmundur. 

Fundargerð 48. fundar, dags. 14. desember 2018, er lögð fram til kynningar. 
        
21.     Bæjarráð Grindavíkur - 1503 - 1901004F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Birgitta, Páll Valur, Hallfríður, Guðmundur, Hjálmar, Helga Dís og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar. 
        
22.     Bæjarráð Grindavíkur - 1504 - 1901009F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Guðmundur, Birgitta, bæjarstjóri, Páll Valur, Helga Dís og Hjálmar. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar. 
        
23.     Bæjarráð Grindavíkur - 1505 - 1901012F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur, Hallfríður, Birgitta, Helga Dís, Guðmundur og Hjálmar. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar. 
        
24.     Skipulagsnefnd - 50 - 1901011F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hallfríður, Hjálmar, Páll Valur og Birgitta. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
25.     Frístunda- og menningarnefnd - 79 - 1901003F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hjálmar, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hallfríður, bæjarstjóri, Páll Valur og Birgitta. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
26.     Hafnarstjórn Grindavíkur - 464 - 1901008F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Birgitta, Páll Valur, Hallfríður, Guðmundur, Hjálmar, Helga Dís og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
27.     Fræðslunefnd - 83 - 1901001F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Helga Dís, Páll Valur, Hallfríður, Hjálmar og Birgitta. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar. 
        
28.     Afgreiðslunefnd byggingarmála - 33 - 1901013F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli og Guðmundur. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar. 
        


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:50.


Deildu ţessari frétt

A?RAR FUNDARGER?IR

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 8. júlí 2020

Fundur 46

Bćjarstjórn / 30. júní 2020

Fundur 508

Öldungaráđ / 15. júní 2020

Fundur 7

Öldungaráđ / 23. janúar 2020

Fundur 6

Bćjarráđ / 23. júní 2020

Fundur 1552

Skipulagsnefnd / 22. júní 2020

Fundur 74

Bćjarráđ / 16. júní 2020

Fundur 1551

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. júní 2020

Fundur 45

Frístunda- og menningarnefnd / 10. júní 2020

Fundur 96

Afgreiđslunefnd byggingamála / 11. júní 2020

Fundur 45

Bćjarráđ / 9. júní 2020

Fundur 1550

Frćđslunefnd / 4. júní 2020

Fundur 98

Skipulagsnefnd / 3. júní 2020

Fundur 73

Bćjarráđ / 2. júní 2020

Fundur 1549

Bćjarstjórn / 26. maí 2020

Fundur 507

Skipulagsnefnd / 18. maí 2020

Fundur 72

Frćđslunefnd / 20. maí 2020

Fundur 97

Bćjarráđ / 19. maí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1548

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. maí 2020

Fundur 44

Bćjarráđ / 12. maí 2020

Fundur 1547

Frćđslunefnd / 7. maí 2020

Fundur 96

Frístunda- og menningarnefnd / 6. maí 2020

Fundur 95

Frístunda- og menningarnefnd / 24. apríl 2020

Fundur 94

Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2020

Fundur 93

Frístunda- og menningarnefnd / 4. mars 2020

Fundur 92

Frístunda- og menningarnefnd / 5. febrúar 2020

Fundur 91

Bćjarráđ / 5. maí 2020

Fundur 1546

Bćjarstjórn / 28. apríl 2020

Fundur 506

Bćjarráđ / 7. apríl 2020

Fundur 1544

Bćjarráđ / 21. apríl 2020

Fundur 1545

Nýjustu fréttir

Tónlistarveisla í kvöld

 • Fréttir
 • 11. júlí 2020

Allir á völlinn í kvöld

 • Fréttir
 • 9. júlí 2020

Gúrmé í Grindavík - Papas

 • Fréttir
 • 9. júlí 2020

Nágrannaviđureign í kvöld

 • Fréttir
 • 8. júlí 2020

Hagkvćmar leiguíbúđir vćntanlegar

 • Fréttir
 • 8. júlí 2020