Fundur 1505

  • Bćjarráđ
  • 23. janúar 2019

1505. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 22. janúar 2019 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrúi  og  Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, áheyrnarfulltrúi. 

Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.     Starfaflokkun hjá Grindavíkurbæ - 1901052
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram gögn um fjölda starfsmanna og kostnaðaráhrif. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.
        
2.     Stofnun öldungaráðs: Erindi frá Félagi eldri borgara í Grindavík - 1705058
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram tillaga að breytingum á samþykkt Grindavíkurbæjar um stjórn og fundarsköp. Felld inn ákvæði um öldungaráð. 

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
        
3.     Fyrirspurn um geymsluhúsnæði - 1901008
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Minja- og sögufélag Grindavíkur óskar eftir varanlegu geymsluhúsnæði til að hýsa muni í eigu félagsins og Grindavíkurbæjar. Áætlað er að um 2.000 munir séu í geymslu á vegum félagsins og tæpur helmingur þeirra í eigu Grindavíkurbæjar. Frístunda- og menningarnefnd vísaði erindinu til bæjarráðs á 79. fundi sínum. 

Bæjarráð felur sviðsstjóra að óska eftir frekari gögnum.
        
4.     Gönguleið um sjávartengdar minjar - 1810058
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Grindavíkurbæ var úthlutað styrk að upphæð kr. 3.000.000 úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja vegna verkefnisins Gönguleið um sjávartengdar minjar í Grindavík. Óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 3.000.000 vegna verkefnisins. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 3.000.000 kr. á rekstrareininguna 05421 Menningarminjar sem fjármagnaður verði með 3.000.000 kr. tekjum á sömu rekstrareiningu.
        
5.     Refa- og minkaveiðar í Grindavík - 1705121
    Lagðar fram tillögur að reglum um refa- og minkaveiðar í Grindavík. 

Bæjarráð vísar reglunum til samþykktar í bæjarstjórn. 

Bæjarstjóra er falið að hafa samband við þá veiðimenn sem voru með leyfi bæjarins til veiðanna.
        
6.     Tækifærisleyfi - Knattspyrnudeild UMFG - 1901042
    Sótt er um leyfi til að halda þorrablót í íþróttahúsinu þann 26. janúar nk. Fyrir liggur samþykki Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja og Slökkviliðs Grindavíkur. 

Bæjarráð samþykkir veitingu leyfisins.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 26. maí 2020

Fundur 507

Skipulagsnefnd / 18. maí 2020

Fundur 72

Frćđslunefnd / 20. maí 2020

Fundur 97

Bćjarráđ / 19. maí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1548

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. maí 2020

Fundur 44

Bćjarráđ / 12. maí 2020

Fundur 1547

Frćđslunefnd / 7. maí 2020

Fundur 96

Frístunda- og menningarnefnd / 6. maí 2020

Fundur 95

Frístunda- og menningarnefnd / 24. apríl 2020

Fundur 94

Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2020

Fundur 93

Frístunda- og menningarnefnd / 4. mars 2020

Fundur 92

Frístunda- og menningarnefnd / 5. febrúar 2020

Fundur 91

Bćjarráđ / 5. maí 2020

Fundur 1546

Bćjarstjórn / 28. apríl 2020

Fundur 506

Bćjarráđ / 7. apríl 2020

Fundur 1544

Bćjarráđ / 21. apríl 2020

Fundur 1545

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2020

Fundur 71

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. apríl 2020

Fundur 44

Bćjarstjórn / 31. mars 2020

Fundur 505

Skipulagsnefnd / 23. mars 2020

Fundur 70

Bćjarráđ / 24. mars 2020

Fundur 1543

Bćjarstjórn / 16. mars 2020

Fundur 504

Bćjarráđ / 11. mars 2020

Fundur 1542

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 11. mars 2020

Fundur 43

Afgreiđslunefnd byggingamála / 23. janúar 2020

Fundur 43

Frćđslunefnd / 5. mars 2020

Fundur 95

Bćjarráđ / 3. mars 2020

Fundur 1541

Bćjarstjórn / 25. febrúar 2020

Fundur 503

Bćjarráđ / 11. febrúar 2020

Fundur 1539

Skipulagsnefnd / 17. febrúar 2020

Fundur 69