Mannamót 2019: frábćr vettvangur fyrir ferđaţjónustuna ađ efla tengslin

  • Fréttir
  • 18. janúar 2019

Í gær fór fram stór viðburður á vegum markaðsstofa landshlutanna, Mannamót 2019. Um er að ræða kynningarvettvang ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Öll fyrirtæki á Reykjanesi sem eru aðilar að Markaðsstofu Reykjaness hafa möguleika á að vera með á sýningunni en hún hefur aldrei verið stærri en í ár. Um 260 sýnendur frá markaðsstofum landshlutanna komu saman í Kórnum í Kópavogi. Þeirra á meðal voru tvö fyrirtæki úr Grindavík, Fjórhjólaævintýri og Geo Hótel en þeir fyrrnefndu hafa verið með frá upphafi. Kjartan Sigurðsson einn eigenda Fjórhjólaævintýra segir Mannamót vera frábæran vettvang til að halda tengslum við aðila sem kaupi af þeim ferðir og til að kynnast nýjum aðilum. 

"Þarna fær maður tækifæri á því að kynna hvað er nýtt í gangi og skerpa á því gamla góða.Sýningin er alltaf vel sótt þar sem hún er á hárréttum tíma. Á þessum árstíma hafa bæði seljendur og kaupendur tíma þar sem janúar er alltaf frekar rólegur í ferðaþjónustu.
Við höfum mætt frá upphafi og munum halda því áfram og mælum með því við alla sem eru í ferðaþjónustu að mæta og taka þátt. "

Yfir 800 fyrirtæki eru í samstarfi við markaðsstofur landshlutanna, en markaðsstofurnar starfa með 65 sveitarfélögum á landsbyggðinni. Á Mannamót mæta vel yfir 600 gestir og því kjörið tækifæri fyrir ferðaþjónustuaðila til að kynna hvað svæðin hafa upp á á bjóða, hvort sem um er að ræða söfn, mat, afþreyingu eða aðra skemmtun. 

Á  meðfylgjandi mynd eru f.v. Gunnur Magnúsdóttir, hótelstýra á Geo Hotel og Kjartan og Jakob Sigurðssynir, eigendur Fjóthjólaævintýra. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!