Bjarni Rúnar nýr byggingafulltrúi

  • Fréttir
  • 11. janúar 2019

Bjarni Rúnar Einarsson hefur verið ráðinn byggingarfulltrúi Grindavíkurbæjar og tók hann við starfinu af Sigmari B. Árnasyni. Bjarni Rúnar er borinn og barnfæddur Grindvíkingur á 38. aldursári. Samhliða námi á iðnbraut í húsasmíði hóf hann störf hjá Grindinni og starfaði þar til ársins 2005. Bjarni Rúnar hélt utan til Danmerkur í 4 ára nám í byggingarfræði. Við heimkomu 2008 hóf hann störf hjá ALARK arkitektum og starfaði þar fram að síðustu áramótum.  Bjarni Rúnar er í sambúð og á 3 börn. 

Bjarni Rúnar hóf störf 2. janúar og er óskað til hamingju með nýja stöðu og boðinn velkominn til starfa. Jafnframt er Sigmari þakkað fyrir vel unnin störf í þágu bæjarfélagsins og óskað velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi. Þá er þökkum komið líka til Péturs Bragasonar, sem var starfandi byggingafulltrúi þar til Bjarni Rúnar tók við starfinu. Skipulagssvið þakkar veitta aðstoð. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!