9.A vann spurningakeppni unglingastigs

  • Grunnskólafréttir
  • 19. desember 2018

9.A tryggði sér sigur í spurningakeppni unglingastigsins í morgun þegar þau lögðu jafnaldra sína í 9.E í úrslitaleik. Leikar voru æsispennandi og tryggði 9.A sér sigurinn í lokaspurningunni þegar spurt var um annað heiti yfir búfræðing. Fögnuðurinn var mikill þegar svarið kom en svekkelsið að sjálfsögðu mikið hjá nemendum 9.E sem samt sem áður stóðu sig með mikilli prýði.

Eins og áður segir var viðureignin æsispennandi nær allan leikinn. Í lokaflokknum, sem kallast áhættuspurningar, velja liðin hversu mörg stig þau vilja reyna við og fá svo spurningu. Eins og svo oft áður var það í þessum hluta keppninnar sem úrslitin réðust og það ekki fyrr en á allra síðustu spurningu.

Það er því 9.A sem situr uppi sem sigurvegari þetta árið. Petrína deildarstjóri afhenti keppendum rós í viðurkenningarskyni og auk þess fengu starfsmenn keppninnar, Þær Rannveig spyrill, Valdís dómari og Hrafnhildur stigavörður fengu einnig þakkir fyrir vel unnin störf:














Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir