Fundur 491

 • Bćjarstjórn
 • 19. desember 2018

491. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 18. desember 2018 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Sigurður Óli Þórleifsson, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Guðmundur L. Pálsson, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður, 
Einnig sátu fundinn: Fannar Jónasson, bæjarstjóri og Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Áður en gengið var til dagskrár óskaði forseti eftir heimild að taka mál á dagskrá með afbrigðum, sem 15. mál: 
 
1812037 Ályktun um samgöngumál. 
 
Málið fellt þar sem ekki náðist samþykki 2/3 viðstaddra fundarmanna.

Dagskrá:

1.     Endurskoðun Aðalskipulags Grindavíkur 2010-2030. - 1501158
    Til máls tók: Sigurður Óli 

Tekin fyrir skipulagslýsing, Breyting á aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030 og deiliskipulagi miðbæjar- hafnarsvæði og Gamla bæjarins. Dags. 11.12.2018. Breytingin gerir ráð fyrir breyttri landnotkun á reit við Verbraut og stækkun hans vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar. Eftir breytingu verður núverandi reitur fyrir hafnsækna starfsemi að athafnasvæði. Reitur fyrir samfélagsþjónustu verður eftir breytingu að verslun og þjónustu og mun sá reitur minnka. Settir verða skilmálar um að núverandi starfsemi verði áfram heimil á svæðinu. Breytingin er í takt við núverandi landnotkun á svæðinu. Skipulagsnefnd hefur samþykkt lýsinguna og einnig hefur hafnarstjórn tekið hana fyrir á 463. fundi hafnarstjórnar án athugasemda. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða skipulagslýsinguna til kynningar skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga 123/2010.
        
2.     Götulýsing - ósk um viðauka - 1812017
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar óskar eftir viðauka á fjárhagsáætlun 2018 að fjárhæð 2.732.000 kr. til að fara í nauðsynlegt viðhald á ljósastaurum vegna óvenjumikilla bilana undanfarið. 
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka vegna ársins 2018 að fjárhæð 2.732.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
        
3.     Þjónustumiðstöð - þakklæðning - 1812018
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar óskar eftir að flytja fjárheimildir af árinu 2018 yfir á árið 2019 að fjárhæð 4.000.000 kr. til viðhalds á þaki Hafnargötu 34. Á árinu 2018 hafa ekki fengist verktakar til þessara hluta. Auk þess er óskað eftir til viðbótar 6.000.000 kr. til framkvæmdanna á árið 2019. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2019 að fjárhæð 10.000.000 kr. sem fjármagnaður verður með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
        
4.     Mat á áhrifum fjárfestinga, sbr. 66. gr. sveitarstjórnarlaga - 1811117
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

66. gr. sveitarstjórnarlaga kveður á um að meta skuli sérstaklega, af sérfróðum aðila sem ekki er tengdur sveitarfélaginu, áhrif einstakra fjárfestinga á rekstur og efnahag sem nemur hærri fjárhæð en 20% af skatttekjum á yfirstandandi reikningsári. 

PricewaterhouseCoopers var fengið til að meta áhrif framkvæmdanna og er niðurstaða þeirra að fjárhagsstaða sveitarfélagsins ráði fyllilega við þá fjárfestingu sem fyrirhuguð er við nýjan leikskóla og viðbyggingu við Hópsskóla.
        
5.     Áhrif kjarasamninga 2018 - beiðni um viðauka á árið 2018 - 1812014
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2018 vegna áhrifa kjarasamninga á árinu. 
Óskað er eftir viðauka að fjárhæð 20.055.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun áætlunar launa á starfsmannakostnaði, deild 21611, að fjárhæð 19.462.000 kr. og lækkun á handbæru fé að fjárhæð 593.000 kr. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2018 að fjárhæð 20.055.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á launalið deildar 21611 að fjárhæð 19.462.000 kr. og mismuninn með lækkun á handbæru fé að fjárhæð 593.000 kr. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
        
6.     Aðalstjórn UMFG: Samstarfssamningur 2019-2021 - 1710022
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Frístunda- og menningarnefnd leggur til að samningur milli Grindavíkurbæjar og aðalstjórnar UMFG um eflingu íþróttastarfs verði framlengdur út árið 2019. Upphæðir hækka um 2,908% fyrir utan framlag til barna og unglingastarfs sem hækkar um 1.200.000 kr. frá árinu 2018. Aðilar munu setjast niður á árinu 2019 og endurskoða gildandi samning. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlengingu á núverandi samningi til eins 31.12.2019 með þeim hækkunum sem frístunda- og menningarnefnd leggur til. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
        
7.     Beiðni um viðauka vegna samstarfssamnings milli Grindavíkurbæjar og aðalstjórnar UMFG 2019 - 1812016
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að fjárhæð 794.000 kr. vegna hækkunar á samstarfssamningi við aðalstjórn UMFG sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
        
8.     Slysavarnardeildin Þorbjörn, nýr samstarfssamningur - 1810046
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Samningi við Björgunarsveitina Þorbjörn er vísað til bæjarstjórnar til samþykktar. 

Bæjarstjórn samþykkir samninginn samhjóða. 
        
9.     Fjárhagsaðstoð - Grunnur 2019 - 1810059
    Til máls tók: Sigðurður Óli. 

Félagsmálanefnd samþykkir breytingu á grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar, þ.e. hækkun úr kr. 135.000 í 150.000. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu félagsmálanefndar. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs. 
        
10.     Túngata 15-17: Ósk um viðauka - 1812001
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Lögð fram ósk um viðauka vegna starfsemi Túngötu 15-17, að upphæð 3.281.000 kr. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
        
11.     Slökkvilið Grindavíkur - Samantekt og áætlun um eldvarnaeftirlit - 1812005
    Til máls tók: Sigurður Óli 

Slökkviliðsstjóri óskar eftir 340.000 kr. viðauka við fjárhagsáætlun 2018 til að greiða fyrir aðkeypta þjónustu vegna eldvarnareftirlits sem ljúka á fyrir nk. áramót. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
        
12.     Kosning í nefndir samkvæmt B-lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar - 1806026
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Tillaga 
Sigurður Ólafsson, sviðsstjóri skipulags og umhverfissviðs taki sæti í almannavarnarnefnd í stað Ármanns Halldórssonar, fyrrverandi sviðsstjóra. 

Samþykkt samhjóða.
        
13.     Endurskoðun sameiginlegrar menningarstefnu - Erindi frá SSS - 1811094
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Samstarfshópur um menningarmál á Suðurnesjum hefur lagt það til við stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum að sameiginleg menningarstefna sveitarfélaganna fjögurra verði tekin til endurskoðunar. 

Frístunda- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að Grindavíkurbær taki þátt í verkefninu. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu frístunda- og menningarnefndar.
        
14.     Samband íslenskra sveitarfélaga - Kjarasamningsumboð - 1812008
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Sveitarfélögin veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga umboð til kjarasamninga vegna hvers og eins stéttarfélags sem starfsmenn þess eiga aðild að. Endurnýja þarf kjarasamningsumboð til samræmis við núverandi stöðu. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningagerðar fyrir sína hönd við tilgreind stéttarfélög. 

Jafnframt er bæjarstjóra falið að rita undir samkomulag um kjarasamningsumboð.
        
15.     Fundargerðir: Samband íslenskra sveitarfélaga 2018 - 1803070
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, bæjarstjóri, Hallfríður og sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs 

Fundargerð 865. fundar, dags. 30.11.2018, er lögð fram til kynningar.
        
16.     Fundargerðir: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2018 - 1801031
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hjálmar, Helga Dís, Guðmundur, Hallfríður, Birgitta og bæjarstjóri. 

Fundargerð 738. stjórnarfundar, dags. 21.11.2018, er lögð fram til kynningar.
        
17.     Fundargerðir: Heklan 2018 - 1802019
    Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Helga Dís, Birgitta, Guðmundur, Hallfríður og Hjálmar. 

Fundargerð 68. fundar, dags. 30.11.2018, er lögð fram til kynningar.
        
18.     Fundargerðir: Sorpeyðingarstöð Suðurnesja 2018 - 1801048
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Birgitta, Guðmundur, Hjálmar, Hallfríður, Páll Valur, Helga Dís og bæjarstjóri. 

Fundargerð 498. fundar, dags. 6.12.2018, er lögð fram til kynningar.
        
19.     Fundargerðir - Reykjanesfólkvangur - 1811033
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, bæjarstjóri, Hallfríður og Páll Valur. 

Fundargerð, dags. 28.11.2018, er lögð fram til kynningar.
        
20.     Bæjarráð Grindavíkur - 1501 - 1812001F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Páll Valur, Birgitta, bæjarstjóri, sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hjálmar, Guðmundur, bæjarstjóri og Helga Dís. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
21.     Bæjarráð Grindavíkur - 1502 - 1812007F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Helga Dís, Hallfríður, bæjarstjóri, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Páll Valur, Birgitta og Hjálmar. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
22.     Skipulagsnefnd - 48 - 1812004F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli og Guðmundur. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
23.     Skipulagsnefnd - 49 - 1812006F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Páll Valur, Hjálmar og Hallfríður. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
24.     Frístunda- og menningarnefnd - 78 - 1811018F 
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
25.     Fræðslunefnd - 82 - 1811016F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Birgitta, Helga Dís, Páll Valur, Guðmundur, Hallfríður og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
26.     Hafnarstjórn Grindavíkur - 463 - 1812011F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Guðmundur, Hjálmar og Birgitta. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
27.     Félagsmálanefnd - 96 - 1812012F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, bæjarstjóri, Guðmundur, Birgitta, Páll Valur og Hjálmar. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10.


Deildu ţessari frétt

A?RAR FUNDARGER?IR

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 8. júlí 2020

Fundur 46

Bćjarstjórn / 30. júní 2020

Fundur 508

Öldungaráđ / 15. júní 2020

Fundur 7

Öldungaráđ / 23. janúar 2020

Fundur 6

Bćjarráđ / 23. júní 2020

Fundur 1552

Skipulagsnefnd / 22. júní 2020

Fundur 74

Bćjarráđ / 16. júní 2020

Fundur 1551

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. júní 2020

Fundur 45

Frístunda- og menningarnefnd / 10. júní 2020

Fundur 96

Afgreiđslunefnd byggingamála / 11. júní 2020

Fundur 45

Bćjarráđ / 9. júní 2020

Fundur 1550

Frćđslunefnd / 4. júní 2020

Fundur 98

Skipulagsnefnd / 3. júní 2020

Fundur 73

Bćjarráđ / 2. júní 2020

Fundur 1549

Bćjarstjórn / 26. maí 2020

Fundur 507

Skipulagsnefnd / 18. maí 2020

Fundur 72

Frćđslunefnd / 20. maí 2020

Fundur 97

Bćjarráđ / 19. maí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1548

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. maí 2020

Fundur 44

Bćjarráđ / 12. maí 2020

Fundur 1547

Frćđslunefnd / 7. maí 2020

Fundur 96

Frístunda- og menningarnefnd / 6. maí 2020

Fundur 95

Frístunda- og menningarnefnd / 24. apríl 2020

Fundur 94

Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2020

Fundur 93

Frístunda- og menningarnefnd / 4. mars 2020

Fundur 92

Frístunda- og menningarnefnd / 5. febrúar 2020

Fundur 91

Bćjarráđ / 5. maí 2020

Fundur 1546

Bćjarstjórn / 28. apríl 2020

Fundur 506

Bćjarráđ / 7. apríl 2020

Fundur 1544

Bćjarráđ / 21. apríl 2020

Fundur 1545

Nýjustu fréttir

Tónlistarveisla í kvöld

 • Fréttir
 • 11. júlí 2020

Allir á völlinn í kvöld

 • Fréttir
 • 9. júlí 2020

Gúrmé í Grindavík - Papas

 • Fréttir
 • 9. júlí 2020

Nágrannaviđureign í kvöld

 • Fréttir
 • 8. júlí 2020

Hagkvćmar leiguíbúđir vćntanlegar

 • Fréttir
 • 8. júlí 2020