Fundur 1502

 • Bćjarráđ
 • 13. desember 2018

1502. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 11. desember 2018 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrúi og Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, áheyrnarfulltrúi.
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.     Götulýsing - ósk um viðauka - 1812017
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og forstöðumaður þjónustumiðstöðvar sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar óskar eftir viðauka á fjárhagsáætlun 2018 að fjárhæð 2.732.000 kr. til að fara í nauðsynlegt viðhald á ljósastaurum vegna óvenjumikilla bilana undanfarið. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka vegna ársins 2018 að fjárhæð 2.732.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.
        
2.     Þjónustumiðstöð - þakklæðning - 1812018
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og forstöðumaður þjónustumiðstöðvar sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar óskar eftir að flytja fjárheimildir af árinu 2018 yfir á árið 2019 að fjárhæð 4.000.000 kr. til viðhalds á þaki Hafnargötu 34. Á árinu 2018 hafa ekki fengist verktakar til þessara hluta. Auk þess er óskað eftir til viðbótar 6.000.000 kr. til framkvæmdanna á árið 2019. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2019 að fjárhæð 10.000.000 kr. sem fjármagnaður verður með lækkun á handbæru fé. 
        
3.     Þjónustumiðstöð - vélakaup - 1812019
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og forstöðumaður þjónustumiðstöðvar sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Bæjarráð samþykkir að fresta málinu þar til frekari gögn berast.
        
4.     Starfsumhverfi leikskóla og menntun kennara - 1809013
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjórum bæjarins að skoða hvaða leiðir eru til meiri menntunar lægstu starfshópanna sem þar með gæfi hækkun í launaflokki.
        
5.     Reglur um lyfjagjafir barna í skólum Grindavíkurbæjar - 1812006
    Fræðslunefnd óskar eftir staðfestingu bæjarráðs á reglum um lyfjagjafir barna í skólum Grindavíkurbæjar. 

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við reglurnar. 
        
6.     Rekstraryfirlit janúar - september 2018 - Grindavíkurbær og stofnanir - 1811115
    Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir helstu frávik rekstrar frá fjárhagsáætlun 2018 fyrir tímabilið janúar - september 2018.
        
7.     Mat á áhrifum fjárfestinga, sbr. 66. gr. sveitarstjórnarlaga - 1811117
    Lagt fram mat PWC á áhrifum áætlaðra fjárfestinga í leik- og grunnskóla næstu ára á fjárhag Grindavíkurbæjar. 

Niðurstaða PWC er að fjárhagsleg staða Grindavíkurbæjar ráði fyllilega við þá fjárfestingu sem fyrirhuguð er við nýjan leikskóla og viðbyggingu við Hópsskóla, bæði hvað varðar fjárfestinguna sjálfa og áhrifa á rekstur Grindavíkurbæjar.
        
8.     Áhrif kjarasamninga 2018 - beiðni um viðauka á árið 2018 - 1812014
    Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2018 vegna áhrifa kjarasamninga á árinu. 
Óskað er eftir viðauka að fjárhæð 20.055.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun áætlunar launa á starfsmannakostnaði, deild 21611, að fjárhæð 19.462.000 kr. og lækkun á handbæru fé að fjárhæð 593.000 kr. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2018 að fjárhæð 20.055.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á launalið deildar 21611 að fjárhæð 19.462.000 kr. og mismuninn með lækkun á handbæru fé að fjárhæð 593.000 kr.
        
9.     Aðalstjórn UMFG: Samstarfssamningur 2019-2021 - 1710022
    Frístunda- og menningarnefnd leggur til að samningur milli Grindavíkurbæjar og aðalstjórnar UMFG um eflingu íþróttastarfs verði framlengdur út árið 2019. Upphæðir hækka um 2,908% fyrir utan framlag til barna og unglingastarfs sem hækkar um 1.200.000 kr. frá árinu 2018. Aðilar munu setjast niður á árinu 2019 og endurskoða gildandi samning. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlengingu á núverandi samningi til eins 31.12.2019 með þeim hækkunum sem frístunda- og menningarnefnd leggur til.
        
10.     Beiðni um viðauka vegna samstarfssamnings milli Grindavíkurbæjar og aðalstjórnar UMFG 2019 - 1812016
    Lögð er fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að fjárhæð 794.000 kr. vegna samnings við aðalstjórn UMFG. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að fjárhæð 794.000 kr. vegna hækkunar á samstarfssamningi við aðalstjórn UMFG sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.
        
11.     Umferðaröryggi er okkar mál! - Niðurstöður málþings og þakkir - 1812015
    Niðurstöður málþingsins "Umferðaröryggi er okkar mál" sem Ungmennaráð Grindavíkurbæjar stóð fyrir 8.-9. nóvember sl. lagðar fram ásamt þökkum fyrir stuðning og þátttöku.
        
12.     Stofnun öldungaráðs: Erindi frá Félagi eldri borgara í Grindavík - 1705058
    Bæjarráð vísar málinu til sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs.
        
13.     Félag eldri borgara Suðurnesjum - Viðmiðunartekjur vegna fasteignagjalda - 1812003
    Félag eldri borgara á Suðurnesjum skorar á sveitarstjórnir á Suðurnesjum að hækka viðmiðunartekjur hjá eldri borgurum þegar afsláttur er reiknaður. 

Bæjarráð bendir á að Grindavíkurbær hefur hækkað tekjuviðmið ársins 2019 um allt að 34% frá því sem gilti fyrir árið 2018.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:25.


Deildu ţessari frétt

A?RAR FUNDARGER?IR

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 8. júlí 2020

Fundur 46

Bćjarstjórn / 30. júní 2020

Fundur 508

Öldungaráđ / 15. júní 2020

Fundur 7

Öldungaráđ / 23. janúar 2020

Fundur 6

Bćjarráđ / 23. júní 2020

Fundur 1552

Skipulagsnefnd / 22. júní 2020

Fundur 74

Bćjarráđ / 16. júní 2020

Fundur 1551

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. júní 2020

Fundur 45

Frístunda- og menningarnefnd / 10. júní 2020

Fundur 96

Afgreiđslunefnd byggingamála / 11. júní 2020

Fundur 45

Bćjarráđ / 9. júní 2020

Fundur 1550

Frćđslunefnd / 4. júní 2020

Fundur 98

Skipulagsnefnd / 3. júní 2020

Fundur 73

Bćjarráđ / 2. júní 2020

Fundur 1549

Bćjarstjórn / 26. maí 2020

Fundur 507

Skipulagsnefnd / 18. maí 2020

Fundur 72

Frćđslunefnd / 20. maí 2020

Fundur 97

Bćjarráđ / 19. maí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1548

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. maí 2020

Fundur 44

Bćjarráđ / 12. maí 2020

Fundur 1547

Frćđslunefnd / 7. maí 2020

Fundur 96

Frístunda- og menningarnefnd / 6. maí 2020

Fundur 95

Frístunda- og menningarnefnd / 24. apríl 2020

Fundur 94

Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2020

Fundur 93

Frístunda- og menningarnefnd / 4. mars 2020

Fundur 92

Frístunda- og menningarnefnd / 5. febrúar 2020

Fundur 91

Bćjarráđ / 5. maí 2020

Fundur 1546

Bćjarstjórn / 28. apríl 2020

Fundur 506

Bćjarráđ / 7. apríl 2020

Fundur 1544

Bćjarráđ / 21. apríl 2020

Fundur 1545

Nýjustu fréttir

Tónlistarveisla í kvöld

 • Fréttir
 • 11. júlí 2020

Allir á völlinn í kvöld

 • Fréttir
 • 9. júlí 2020

Gúrmé í Grindavík - Papas

 • Fréttir
 • 9. júlí 2020

Nágrannaviđureign í kvöld

 • Fréttir
 • 8. júlí 2020

Hagkvćmar leiguíbúđir vćntanlegar

 • Fréttir
 • 8. júlí 2020