Athugiđ
Upplýsingar vegna landris viđ Ţorbjörn Sjá nánar

Undanúrslitum spurningakeppninnar lokiđ

  • Grunnskólafréttir
  • 15. desember 2018
Undanúrslitum spurningakeppninnar lokiđ

Undanúrslitum spurningakeppni unglingastigsins lauk í gær og tryggðu tveir bekkir sér sæti í úrslitum keppninnar. 9A sigraði 9.AÞ og fer því í úrslit og í hinni viðureigninni hafði 9.E betur gegn 10.P. Það verða því tveir 9.bekkir sem mætast í úrslitunum þann 19.desember.

Keppnin hefur verið spennandi og skemmtileg líkt og ávallt. Bekkirnir hafa verið duglegir að hvetja sína fulltrúa áfram og auk þess hjálpað til þegar á þarf að halda, en hvort lið getur fengið aðstoð frá bekknum í eitt skipti í hverri keppni.

Þær Rannveig, Valdís og Hrafnhildur hafa séð um að allt fari vel fram og fengið aðstoð frá fleiri kennurum við spurningagerð. Það verður vafalaust mikil spenna þann 19.desember klukkan 10:20 þegar úrslitaviðureignin fer fram en þá mætir allt unglingastigið til að fylgjast með.


Deildu ţessari frétt