Fundur 1501

  • Bćjarráđ
  • 5. desember 2018

1501. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 4. desember 2018 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrúi og Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, áheyrnarfulltrúi. 

Einnig sátu fundinn: 
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.     Knattspyrnudeild UMFG - beiðni um styrk til fasteignakaupa - 1811058
    Til fundarins voru mættir frá knattspyrnudeild UMFG Gunnar Már Gunnarsson og Haukur Guðberg Einarsson. 

Bæjarráð óskar eftir að knattspyrnudeildin ræði við aðalstjórn UMFG um erindið.
        
2.     Fjárhagsaðstoð - Grunnur 2019 - 1810059
    Félagsmálanefnd samþykkir breytingu á grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar, þ.e. hækkun úr kr. 135.000 í 150.000. Ekki þörf á breytingum á fjárhagsáætlun 2019 gangi tillagan eftir. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu félagsmálanefndar.
        
3.     Upplýsinga- og markaðsfulltrúi - 1810021
    Kristín María Birgisdóttir hefur verið ráðin upplýsinga- og markaðsfulltrúi Grindavíkurbæjar. 
        
4.     Túngata 15-17: Ósk um viðauka - 1812001
    Lögð fram ósk um viðauka vegna starfsemi Túngötu 15-17, að upphæð 3.280.823. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.
        
5.     Slökkvilið Grindavíkur - Samantekt og áætlun um eldvarnaeftirlit - 1812005
    Slökkviliðsstjóri óskar eftir 340.000 kr. viðauka við fjárhagsáætlun 2018 til að greiða fyrir aðkeypta þjónustu vegna eldvarnareftirlits sem ljúka á fyrir nk. áramót. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.
        
6.     Sjómannagarður: útikennslusvæði. - 1608002
    Erindið er lagt fyrir að beiðni Hallfríðar G. Hólmgrímsdóttur bæjarfulltrúa. 

Bæjarráð óskar eftir upplýsingum frá sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs um notkun á útikennslusvæðinu. 

Jafnframt vísar bæjarráð málinu til umfjöllunar í umhverfis- og ferðamálanefnd. 
        
7.     Frágangur við Hópið - sandfok af plani - 1812002
    Erindið er lagt fyrir að beiðni Hallfríðar G. Hólmgrímsdóttur bæjarfulltrúa. 

Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að skoða hvort hægt sé að malbika bílastæðið að hluta á árinu 2019. 
        
8.     Computer Vision ehf - Myndavélakerfi - 1811090
    Computer Vision ehf býður myndavélakerfi sem greinir umferð bifreiða. 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir kynningu á möguleikum kerfisins og kostnaði.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 18. nóvember 2020

Fundur 48

Skipulagsnefnd / 16. nóvember 2020

Fundur 79

Bćjarráđ / 10. nóvember 2020

Fundur 1563

Frístunda- og menningarnefnd / 11. nóvember 2020

Fundur 99

Hafnarstjórn / 9. nóvember 2020

Fundur 474

Frćđslunefnd / 5. nóvember 2020

Fundur 103

Hafnarstjórn / 14. september 2020

Fundur 473

Hafnarstjórn / 8. júní 2020

Fundur 472

Hafnarstjórn / 6. mars 2020

Fundur 471

Bćjarráđ / 3. nóvember 2020

Fundur 1562

Hafnarstjórn / 6. desember 2019

Fundur 470

Hafnarstjórn / 18. nóvember 2019

Fundur 469

Hafnarstjórn / 9. september 2019

Fundur 468

Hafnarstjórn / 18. júní 2019

Fundur 467

Bćjarstjórn / 27. október 2020

Fundur 511

Bćjarráđ / 20. október 2020

Fundur 1561

Skipulagsnefnd / 19. október 2020

Fundur 78

Afgreiđslunefnd byggingamála / 15. október 2020

Fundur 48

Afgreiđslunefnd byggingamála / 7. júlí 2020

Fundur 46

Bćjarráđ / 13. október 2020

Fundur 1560

Frístunda- og menningarnefnd / 7. október 2020

Fundur 98

Bćjarráđ / 6. október 2020

Fundur 1559

Frćđslunefnd / 1. október 2020

Fundur 102

Bćjarstjórn / 29. september 2020

Fundur 510

Bćjarráđ / 22. september 2020

Fundur 1558

Skipulagsnefnd / 21. september 2020

Fundur 77

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 17. september 2020

Fundur 47

Bćjarráđ / 15. september 2020

Fundur 1557

Afgreiđslunefnd byggingamála / 9. september 2020

Fundur 47

Bćjarráđ / 8. september 2020

Fundur 1556