32. fundur umhverfis- og ferðamálanefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 21. nóvember 2018 og hófst hann kl. 16:15.
Fundinn sátu: Sigurveig Margrét Önundardóttir, formaður, Klara Bjarnadóttir, aðalmaður, Teresa Björnsdóttir (TB) var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Margrét Kristín Pétursdóttir, varamaður, Sigríður Etna Marinósdóttir, aðalmaður og Unnar Á Magnússon, aðalmaður.
Fundargerð ritaði: Sigurður Ólafsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Dagskrá:
2. Minja- og sögufélag - Sjóskaðar við Grindavík - 1811068
Umhverfis- og ferðamálanefnd fagnar framtaki Minja- og sögufélagsins varðandi uppsetningu skilta og samþykkir verkefnið.
3. Verndarsvæði í byggð: Þórkötlustaðahverfi - 1704021
Lagt er til að Þórkötlustaðahverfi verði verndarsvæði í byggð samkvæmt lögum nr. 87/2015. Drög að verndaráætlun lögð fram.
Umhverfis- og ferðamálanefnd fagnar ítarlegri skýrslu og leggur til við bæjarstjórn að áætlunin verði samþykkt.
1. Fundargerðir: Reykjanes Geopark 2018 - 1803035
Fundargerð 44. fundar dags. 23. maí, 45. fundar dags. 17. september og 46. fundar dags. 5. október ásamt fundargerð aðalfundar dags. 17. september sl. lögð fram til kynningar.