Jólin 2018

  • Höfnin
  • 15. janúar 2019
Jólin 2018

Grindavíkurbær, félagasamtök og fyrirtæki bjóða upp á ýmsa viðburði tengda jólunum á aðventunni. Við hvetjum fólk til að kynna sér þá og höfum til hægðarauka tekið saman helstu viðburði á einn stað. Ef að þinn viðburður á heima hér getur þú sent póst á heimasidan@grindavik.is. 

Jóladagskrá í Grindavík 2018

Föstudagurinn 30. nóvember: Fjörugur föstudagur á Hafnargötunni
Fyrirtæki við Hafnargötuna standa fyrir hinum árlega Fjöruga föstudegi með fjölda góðra tilboða, opnum húsum, tónlist, kynningum o.s.frv. Sjá nánar hér.

Laugardagur 1. desember kl. 17:00: Ljósin tendruð á jólatré Grindavíkurbæjar
Kveikt verður á jólatré Grindavíkurbæjar á torginu fyrir framan Íþróttamiðstöðina laugardaginn 1. desember kl. 17. Að venju verður gestkvæmt við þá athöfn. Nemendur úr Tónlistarskóla Grindavíkur leika jólalög og Langleggur og Skjóða kíkja í heimsókn ásamt jólasveinum. Unglingadeildin Hafbjörg mun bjóða gestum upp á heitt súkkulaði og piparkökur.

Sunnudagurinn 2. desember kl. 18:00: Krossljóastund í kirkjugarðinum
Kveikt verður á krossljósunum og tendrað ljós á jólatrénu í kirkjugarðinum sunnudaginn 2. desember kl. 18. Sr. Elínborg Gísladóttir leiðir stundina ásamt Kór Grindavíkurkirkju.

Fimmtudagurinn 27. desember: Jólaball Grindvíkinga
Hið árlega jólaball Grindvíkinga fer fram í Gjánni fimmtudaginn 27. desember. Ballið er samstarfsverkefni Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Grindavíkurbæjar.

Mánudagur 31. desember kl. 13:00: Útnefning á íþróttamanni og íþróttakonu Grindavíkur 2018
Kjöri á íþróttamanni og íþróttakonu Grindavíkur fyrir árið 2018 verður lýst í Gjánni á gamlársdag kl. 13. Einnig verða veittar viðurkenningar til einstaklinga fyrir Íslandsmeistaratitla, fyrsta landsleik auk sérstakra hvatningarverðlauna sem veitt eru ungum og efnilegum íþróttamönnum Grindavíkur.

Sunnudagur 6. janúar: Þrettándagleði 
Grindvíkingar kveðja jólin á þrettándanum. Þá fara púkar á stjá og safnast saman ásamt öðrum Grindvíkingum Gjánna þar sem fram fer hátíðardagskrá. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR