Íbúð í Víðihlíð er laus til umsóknar

  • Fréttir
  • 14. nóvember 2018

Laus er til umsóknar 36 fm einstaklingsíbúð á 1. hæð í Víðihlíð. 

Forsenda þess að geta sótt um íbúðina er að umsækjandi uppfylli öll eftirfarandi skilyrði: 
a. Umsækjendur um íbúðir skulu hafa náð 72 ára aldri. 
b. Umsækjandi skal hafa átt lögheimili samfellt í sveitarfélaginu í 12 mánuði. 
c. Umsækjandi sé í þörf fyrir félagslega aðstoð og stuðning til að geta búið á eigin heimili.

Heimilt er að veita undanþágur frá ofangreindum skilyrðum við ákveðnar aðstæður samkvæmt reglum Grindavíkurbæjar sem nálgast má í heild sinni hér.

Áætlað verð íbúðarréttar er kr. 2.376.878,- og áætluð mánaðarleg leigugreiðsla í upphafi leigutíma er kr. 91.377,-.  Ef umsækjandi á ekki handbæra þá fjárhæð sem nemur íbúðarréttinum getur hann sótt um undanþágu til bæjarráðs frá greiðslu íbúðarréttarins. Ef undanþága er veitt af greiðslu íbúðarréttar að hluta eða öllu leyti greiðir leigutaki hærri leigu.

Frestur til að leggja inn umsókn er tvær vikur eða til og með 20. nóvember nk. Félagsmálanefnd Grindavíkur úthlutar íbúðinni á grundvelli mats á þörfum umsækjenda og er m.a. horft til andlegra, líkamlegra, fjárhagslegra og félagslegra aðstæðna umsækjenda, auk húsnæðisaðstæðna.

Til að leggja fram umsókn um íbúðina þá smelltu hér.  

Eingöngu er tekið á móti rafrænum umsóknum á netfangið midgardur@grindavik.is og í afgreiðslu bæjarskrifstofa að Víkurbraut 62 í Grindavík.


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum