Fundur 489

  • Bćjarstjórn
  • 31. október 2018

489. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 30. október 2018 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Sigurður Óli Þórleifsson, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Guðmundur L. Pálsson, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, aðalmaður og Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður. 
Einnig sátu fundinn: Fannar Jónasson, bæjarstjóri og Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs..

Dagskrá:

1.     Víkurhóp 30 - Umsókn um byggingarleyfi - 1810025
    Fráfarandi sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti málið. 

Aðrir sem til máls tóku: Sigurður. 

Lagt fram erindi frá Grindinni ehf. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi með 12 íbúðum á þremur hæðum. Erindinu fylgja teikningar unnar af JeES arkitektum dags 13.08 2018. 
Skipulagsnefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki byggingaráformin. Byggingarleyfi verður gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi hönnunargögn berast. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
        
2.     Víkurhóp 32 - Umsókn um byggingarleyfi - 1810026
    Fráfarandi sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti málið. 

Aðrir sem til máls tóku: Sigurður. 

Lagt fram erindi frá Grindinni ehf. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi með 6 íbúðum á þremur hæðum. Erindinu fylgja teikn. unnar af JeES arkitektum dags 13.08 2018. 
Skipulagsnefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki byggingaráformin. Byggingarleyfi verður gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi hönnunargögn berast. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
        
3.     Ísland ljóstengt: framkvæmd - 1712077
    Fráfarandi sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti málið. 

Aðrir sem til máls tóku: Sigurður. 

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs óskar eftir 35,5 mkr. viðauka vegna 5 km. vatnslagnar sem lögð yrði samhliða ljósleiðara. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að fjárhæð 35,5 milljónir sem fjármagnaðar verði með ónýttri fjárheimild annarra framkvæmda. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
        
4.     Ljósastaurar - Hópsvegur - 1810030
    Fráfarandi sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti málið. 

Aðrir sem til máls tóku: Sigurður og Guðmundur. 

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs óskar eftir viðauka upp á 3. mkr. vegna uppsetningar á ljósastaurum við Hópsveg. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 3 milljónir kr. vegna ársins 2018 sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
        
5.     Eldvörp:Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknaboranir - 1510081
    Fráfarandi sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti málið. 

Aðrir sem til máls tóku: Sigurður, Páll Valur, Hjálmar og Guðmundur. 

HS orka hf. óskar eftir framlengingu á framkvæmdaleyfi fyrir tilraunaborunum í Eldvörpum. 
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
        
6.     Fjárhagsáætlun 2019-2022: Grindavíkurbær og stofnanir - 1808201
    Til máls tók: Sigurður 

Forseti leggur til að áætluninni verði vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 27. nóvember næstkomandi. 

Samþykkt samhljóða.
        
7.     Afrekssjóður: ósk um viðauka fyrir árið 2018 - 1809067
    Til máls tók: Sigurður 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að fjárhæð 250.000 kr. og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.
        
8.     Siðareglur kjörinna fulltrúa Grindavíkurbæjar - 1810001
    Til máls tóku: Sigurður, Páll Valur og Guðmundur. 

Núgildandi siðareglur kjörinna fulltrúa Grindavíkurbæjar voru lagðar fyrir á 1494. fundi bæjarráðs. Bæjarráð taldi að ekki þurfi að gera breytingar á ákvæðum reglnanna og vísaði þeim til samþykktar í bæjarstjórn. 

Bæjarstjórn samþykkir siðareglurnar samhljóða.
        
9.     Lögmælt verkefni sveitarfélaga - 1809116
    Til máls tók: Sigurður. 

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gefið út yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga. Yfirlitinu er ætlað sveitarfélögum til leiðbeiningar við stefnumótun og áætlanagerð, en einnig mun það nýtast ráðuneytinu vegna áætlanagerðar sem því er nú ætlað að sinna vegna málefna sveitarstjórnarstigsins. 

Í yfirlitinu eru verkefni sveitarfélaga flokkuð eftir málaflokkum og hvort þau eru lögskyld eða lögheimil. Í lögheimilum verkefnum felst að sveitarfélag hefur svigrúm til þess að ákveða hvort verkefninu er sinnt. Ef sú ákvörðun er tekin gildir um verkefnið tiltekinn lagarammi.
        
10.     Veiðileyfagjöld - Umsögn Grindavíkurbæjar - 1810064
    Til máls tóku: Sigurður, Hallfríður, Hjálmar, Helga Dís, Guðmundur og Páll Valur. 

Fundarhlé tekið kl. 18:05 - 18:25 

Tillaga að umsögn 
Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur í Grindavík. Það er því fjöldi fjölskyldna og fyrirtækja sem leggur allt sitt traust á að rekstur útgerðafyrirtækja sé stöðugur. Margir eru uggandi yfir þeirri þróun sem hefur átt sér stað undanfarin ár með því að útgerðir séu nauðbeygðar til að draga saman seglin vegna hárra veiðigjalda. 
Á síðastliðnu kvótaári greiddu félög í Grindavík yfir 1,1 milljarð króna í veiðigjöld. Það liggur fyrir að þessir fjármunir verða þá ekki nýttir í rekstri þeirra, sem annars hefðu verið þeim og bæjarfélaginu til hagsbóta. 
Með hóflegu veiðigjaldi myndi skapast grundvöllur til uppbyggingar og endurnýjunar á búnaði og skipaflota Grindavíkur, sem við teljum sérstaklega mikilvægt, til dæmis með tilliti til aðbúnaðar og öryggis sjómanna. 
Til að draga úr þeirri óvissu sem heilu bæjarfélögin búa við er mikilvægt að Alþingi merki alvarleika málsins og bregðist við á trúverðugan hátt, eins og það hefur jafnan gert fyrir aðrar atvinnugreinar. Með óbreyttu ástandi er hætt við að óafturkræft tjón verði fyrir fjölda samfélaga hringinn í kringum landið. 
                 Tillagan er samþykkt samhljóða. 

Bókun 
Fulltrúi S-lista hefði viljað að í umsögn Grindavíkurbæjar hefði verið tekið undir umsögn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga þar sem segir: 
Í 3. gr. samþykkta segir að tilgangur samtakanna sé m.a. sá, að taka þátt í mótun reglna um gjaldtöku vegna nýtingar sjávarauðlindarinnar og skiptingu á því gjaldi milli ríkis og sveitarfélaga, ásamt öðrum fjárhagslegum og umhverfislegum atriðum sem tengjast nýtingu sjávarauðlindarinnar. 
                     Páll Valur Björnsson, fulltrúi S-lista 
        
11.     Kosning í nefndir samkvæmt B-lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar - 1806026
    Til máls tók: Sigurður. 

Lagt er til að Arna Björg Rúnarsdóttir verði varamaður í fræðslunefnd í stað Evu Bjargar Sigurðardóttur. 

Samþykkt samhljóða.
        
12.     Vinnuumhverfi á bæjarskrifstofunni - 1808023
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hann málið. 

Til máls tóku: Sigurður, Hallfríður, Helga Dís, Páll Valur, Birgitta, Guðmundur og Hjálmar. 

Óskað er eftir því að bæjarstjórn tilnefni bæjarfulltrúa til að vera í fyrirsvari fyrir bæjarstjórn gagnvart þeim aðila sem fenginn verður til að vinna málið áfram. 

Tillaga 
Lagt er til að Sigurður Óli Þórleifsson, forseti bæjarstjórnar verði í fyrirsvari fyrir bæjarstjórn í málinu. 

Bæjarstjóri, sviðstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs viku af fundi við umræður undir þessum lið. 

Tillagan er samþykkt samhljóða. 
Fundarhlé tekið kl. 19:02 - 19:30
        
13.     Fundargerðir: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2018 - 1801031
    Til máls tóku: Sigurður og Hjálmar 

Fundargerð 735. fundar, dags. 10. október sl. lögð fram til kynningar.
        
14.     Fundargerðir: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2018 - 1801031
    Til máls tóku: Sigurður, Hjálmar, Birgitta, Páll Valur, Guðmundur og bæjarstjóri. 

Fundargerð 736. fundar, dags. 2. október sl. lögð fram til kynningar.
        
15.     Fundargerðir: Samband íslenskra sveitarfélaga 2018 - 1803070
    Til máls tóku: Sigurður, Guðmundur og Hjálmar. 

Fundargerð 863. fundar, dags. 26. september sl. lögð fram til kynningar.
        
16.     Fundargerðir: Samband íslenskra sveitarfélaga 2018 - 1803070
    Til máls tóku: Sigurður, Páll Valur, Guðmundur, Birgitta og Helga Dís. 

Fundargerð 864. fundar, dags. 10. október sl. lögð fram til kynningar.
        
17.     Fundargerðir: Reykjanes Geopark 2018 - 1803035
    Til máls tóku: Sigurður, bæjarstjóri, Helga Dís, Hjálmar, Páll Valur, Guðmundur, Hallfríður og Birgitta. 

Fundargerð 44. fundar, dags. 23. maí sl. lögð fram til kynningar.
        
18.     Fundargerðir: Reykjanes Geopark 2018 - 1803035
    Til máls tóku: Sigurður, bæjarstjóri, Helga Dís, Hjálmar, Páll Valur, Guðmundur, Hallfríður og Birgitta. 

Fundargerð 45. fundar, dags. 17. september sl. lögð fram til kynningar.
        
19.     Fundargerðir: Reykjanes Geopark 2018 - 1803035
    Til máls tóku: Sigurður, bæjarstjóri, Helga Dís, Hjálmar, Páll Valur, Guðmundur, Hallfríður og Birgitta. 

Fundargerð 46. fundar, dags. 5. október sl. lögð fram til kynningar.
        
20.     Fundargerðir: Reykjanes Geopark 2018 - 1803035
    Til máls tóku: Sigurður, bæjarstjóri, Helga Dís, Hjálmar, Páll Valur, Guðmundur, Hallfríður og Birgitta. 

Fundargerð aðalfundar, dags. 17. september sl. lögð fram til kynningar.
        
21.     Fundargerðir: Heklan 2018 - 1802019
    Til máls tóku: Sigurður, bæjarstjóri, Helga Dís, Guðmundur, Hjálmar, Birgitta, Hallfríður og Páll Valur. 

Fundargerð 67. fundar, dags. 5. október sl. lögð fram til kynningar.
        
22.     Fundargerðir: Sorpeyðingarstöð Suðurnesja 2018 - 1801048
    Til máls tóku: Sigurður, Guðmundur, Páll Valur, Hallfríður, Birgitta, bæjarstjóri, Hjálmar og Helga Dís. 

Fundargerð 496. stjórnarfundar, dags. 4. október sl. lögð fram til kynningar.
        
23.     Fundargerðir: Heilbrigðisnefnd Suðurnesja 2018 - 1801077
    Til máls tóku: Sigurður, Birgitta, bæjarstjóri, Guðmundur, Páll Valur, Hjálmar og Hallfríður. 

Fundargerð 270. fundar, dags. 27. september sl. lögð fram til kynningar.
        
24.     Fundargerðir: Heilbrigðisnefnd Suðurnesja 2018 - 1801077
    Til máls tóku: Sigurður, Birgitta, Helga Dís, Hallfríður, Guðmundur, Hjálmar, Páll Valur og bæjarstjóri. 

Fundargerð 271. fundar, dags. 4. október sl. lögð fram til kynningar.
        
25.     Bæjarráð Grindavíkur - 1494 - 1810001F 
    Til máls tóku: Sigurður, Hjálmar, Hallfríður og Guðmundur. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
26.     Bæjarráð Grindavíkur - 1495 - 1810006F 
    Til máls tóku: Sigurður, Guðmundur, Páll Valur, Hjálmar, Hallfríður, Birgitta, Helga Dís og bæjarstjóri. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
27.     Bæjarráð Grindavíkur - 1496 - 1810010F 
    Til máls tóku: Sigurður, Guðmundur, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Birgitta, Hallfríður, Helga Dís, Hjálmar og Páll Valur. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
28.     Bæjarráð Grindavíkur - 1497 - 1810014F 
    Til máls tóku: Sigurður, Hjálmar, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Páll Valur. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
29.     Skipulagsnefnd - 45 - 1809015F 
    Til máls tóku: Sigurður, Guðmundur, Hallfríður, Páll Valur, Helga Dís og bæjarstjóri. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
30.     Skipulagsnefnd - 46 - 1810011F 
    Til máls tóku: Sigurður, Guðmundur, bæjarstjóri, Páll Valur, Hallfríður, Birgitta og Helga Dís. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
31.     Félagsmálanefnd - 94 - 1809011F 
    Til máls tók: Sigurður 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
32.     Frístunda- og menningarnefnd - 76. - 1810002F 
    Til máls tóku: Sigurður, Hallfríður og bæjarstjóri. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
33.     Fræðslunefnd - 80 - 1809022F 
    Til máls tók: Sigurður. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
34.     Umhverfis- og ferðamálanefnd - 31 - 1810008F 
    Til máls tóku: Sigurður, bæjarstjóri, Hallfríður og Birgitta. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
35.     Hafnarstjórn Grindavíkur - 461 - 1810005F 
    Til máls tóku: Sigurður, Hjálmar, Birgitta, Hallfríður og Guðmundur. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
36.     Afgreiðslunefnd byggingarmála - 30 - 1809019F 
    Til máls tók: Sigurður 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
37.     Afgreiðslunefnd byggingarmála - 31 - 1810009F 
    Til máls tók: Sigurður 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:15.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Bćjarstjórn / 27. október 2020

Fundur 511

Bćjarráđ / 20. október 2020

Fundur 1561

Skipulagsnefnd / 19. október 2020

Fundur 78

Afgreiđslunefnd byggingamála / 15. október 2020

Fundur 48

Afgreiđslunefnd byggingamála / 7. júlí 2020

Fundur 46

Bćjarráđ / 13. október 2020

Fundur 1560

Frístunda- og menningarnefnd / 7. október 2020

Fundur 98

Bćjarráđ / 6. október 2020

Fundur 1559

Frćđslunefnd / 1. október 2020

Fundur 102

Bćjarstjórn / 29. september 2020

Fundur 510

Bćjarráđ / 22. september 2020

Fundur 1558

Skipulagsnefnd / 21. september 2020

Fundur 77

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 17. september 2020

Fundur 47

Bćjarráđ / 15. september 2020

Fundur 1557

Afgreiđslunefnd byggingamála / 9. september 2020

Fundur 47

Bćjarráđ / 8. september 2020

Fundur 1556

Frćđslunefnd / 17. september 2020

Fundur 101

Bćjarráđ / 1. september 2020

Fundur 1555

Bćjarráđ / 1. september 2020

Fundur 1555

Skipulagsnefnd / 31. ágúst 2020

Fundur 76

Frístunda- og menningarnefnd / 3. september 2020

Fundur 97

Frćđslunefnd / 20. ágúst 2020

Fundur 99

Bćjarstjórn / 25. ágúst 2020

Fundur 509

Skipulagsnefnd / 17. ágúst 2020

Skipulagsnefnd, fundur 75

Bćjarráđ / 11. ágúst 2020

Fundur 1554

Bćjarráđ / 15. júlí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1553

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 8. júlí 2020

Fundur 46

Bćjarstjórn / 30. júní 2020

Fundur 508

Öldungaráđ / 15. júní 2020

Fundur 7

Öldungaráđ / 23. janúar 2020

Fundur 6