Sam og Rio valin best á lokahófi knattspyrnudeildarinnar

  • Knattspyrna
  • 2. október 2018

Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG fór fram með glæsibrag nú á laugardagskvöldið. Um 270 manns mættu í mat að hætti Bíbbans og Atla Kolbeins og enn fleiri stigu dans fram á nótt við tóna Helga Björns og reiðmanna vindanna/SSSól. Sigga og Agnar fóru á kostum sem veislustjórar, Bjarni Arason mætti og söng með fólkinu og happdrættið var á sínum stað. 

Verðlaunahafar kvöldsins voru eftirfarandi:

Leikmenn ársins í meistaraflokki kvenna og karla:
Rio Hardy og Sam Hewson.
Markahæstu leikmenn:
Rio Hardy og Will Daniels 
Efnilegustu leikmennirnir:
María Sól Jakobsdóttir og Sigurjón Rúnarsson
Mikilvægustu leikmennirnir:
Ísabel Jasmín Almarsdóttir og Björn Berg Bryde

Í 2. flokki karla voru þessir drengir verðlaunaðir:
Besti leikmaðurinn: Sigurður Bjartur Hallsson.
Markahæsti leikmaðurinn: Sigurður Bjartur Hallsson
Efnilegasti leikmaðurinn: Sigurjón Rúnarsson

Ólafur Sigurðsson var heiðraður fyrir óeigingjarnt starf fyrir deildina í gegnum árin.

Arnar Már og Guðmundur Ingi fengu viðurkenninguna: Liðsstjórar ársins 2018

Óli Stefán fékk blómvönd frá stjórn í kveðjugjöf með þökk fyrir samstarfið.

Þökkum við öllum stuðningsmönnum, leikmönnum, sjálfboðaliðum, ráðum, stjórnum, styrktaraðilum, starfsmönnum deildarinnar, foreldrum og öllum þeim sem gera okkar starf að því sem það er, fyrir samstarfið og hlökkum til næsta knattspyrnutímabils.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!