Dagskrá heilsu- og forvarnarviku

  • Fréttir
  • 4. október 2018

Vikan 1. - 7. október er  Heilsu- og forvarnarvika á Suðurnesjum. Markmiðið með heilsu- og forvarnarvikunni er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingar geta staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa og því er leitað til ykkar. 

Grindavíkurbær hvetur bæjarbúa til að gera eitthvað gaman saman og vera dugleg að nota græn svæði í samfélaginu þessa viku sem og allar vikur ársins.

Bókasafn Grindavíkur hefur lagt metnað sinn í að eiga bækur sem tengjast heilsueflingu, heilsurækt og mataræði. Starfsfólk bókasafnsins hvetur bæjarbúa til að nýta heilsuvikuna í að skreppa á bókasafnið og kynna sér þær fjölmörgu bækur sem við eigum um þessi mál.

Dagskrá vikunnar:

Mánudagurinn 1. október:

Opinn tími kl. 09.30 í boði Grindavíkurbæjar fyrir eldri borgara (60+) í GYM-Heilsa. Umsjón: Arna Þórunn Björnsdóttir. A.T.H. Vinsamlegast biðja um dagmiða í afgreiðslu til að komast í gegnum hliðið. 

Keppniskvöld í félagsmiðstöðinni Þrumunni kl. 20.00-22.00. Unglingar í 8.-10. bekk keppa í hinum ýmsum hreystikeppnum. Umsjón: Nemenda- og Þrumuráð.

Þriðjudagurinn 2. október:

Kyrrðarbæn í Grindavíkurkirkju kl. 12.00. Einföld hugleiðsla sem er góð fyrir sálina. Umsjón: Elínborg Gísladóttir.

Boccia fyrir eldri borgara kl. 14:00-15:00 í íþróttahúsinu.

Hjólatúr kl. 17.30 fyrir alla áhugasama. Hjólamenn hittast við Gjánna. Umsjón: Ingólfur Ágústsson og Sandra Dögg Guðlaugsdóttir. 

Miðvikudagurinn 3. október:

Núvitund á yngsta stigi í Hópskóla kl. 08.00. Allir foreldrar eru velkomnir að taka þátt með börnunum. Umsjón: Halldóra Halldórsdóttir.

Stólaleikfimi fyrir eldri borgara kl. 10:00-10:40 í Miðgarði.

Útileikjadagur á Heilsuleikskólanum Króki kl. 10:30. Krókur tekur fullan þátt í vikunni með sínu fólki þar sem lagðar verða áherslur á ævintýraferðir/vettvangsferðir með börnunum.

Forvarnardagurinn 2018 fyrir alla nemendur í 9. bekk. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.

Fyrirlestur um heilsueflingu fyrir eldri borgara kl. 14.00 í Miðgarði. Eftir fyrirlesturinn verður boðið upp á blóðþrýstings- og blóðsykurmælingar. Umsjón: Heilsugæslan.

Heilsubótaganga á Þorbjörn kl. 17.00. Hittast við rætur Þorbjarnar. Umsjón: Grindvíkingur ársins 2017, Arnar Már Ólafsson göngugarpur.

Fimmtudagurinn 4. október:

Grindavíkurkirkja/KFUM & KFUK: Vinadeild kl. 17:00-17:45 – útileikir. Yngri deild kl. 18.00-19:00 – Brennó. UD kl. 20:00-21:00 – Boðhlaup og skotbolti. Ef veður leyfir fer starfið fram utandyra. Umsjón: KFUM & KFUK.

Opinn tími í Zumba fitness kl. 17.30 í Kvennó. Allir velkomnir. Umsjón: Jeanette.

Opinn tími í Betri lífstíl kl. 19.10 í GYM-heilsa. Umsjón: Gerður og Alda.

Margfaldur íslandsmeistari í hjólreiðum, María Ögn Guðmundsdóttir, heldur hjólreiðafyrirlestur í Gjánni kl. 20.00. Allir eru hvattir til að mæta, hjólaáhugamenn og þeir sem hafa áhuga á að byrja í hjólreiðum. Fyrirlesturinn er í boði hjólreiðahópsins Löðrandi sveittra og hjólreiðanefnd Grindavíkur. 

Föstudagurinn 5. október:

Núvitund á miðstigi í grunnskólanum Ásabraut kl. 08.00. Allir foreldrar eru velkomnir að taka þátt með börnunum. Umsjón: Halldóra Halldórsdóttir.

Stólaleikfimi fyrir eldri borgara kl. 10:00-10:40 í Miðgarði. 

Boccia fyrir eldri borgara kl. 13:00-14:00 í íþróttahúsinu.

Fótboltamót hjá 8.-10. bekk á sparkvellinum við Ásabraut kl. 20.30-22.00. Mæting í Þrumuna kl. 20.00. Umsjón: Nemenda- og Þrumuráð.

Laugardagurinn 6. október:

Frítt fyrir almenning í sundlaug Grindavíkur. Opnunartími frá kl. 09.00-16.00.

Sunnudagurinn 7. október:

Opinn spinningtími kl. 11.15. Allir velkomnir. Tilboð verður á árskortum í GYM-heilsa þennan dag á einungis 39.990 kr. Hlökkum til að sjá sem flesta. Umsjón: Birgitta og Rannveig.

Heilsubótaganga á Þorbjörn kl. 14.00. Hittast við rætur Þorbjarnar. Umsjón: Grindvíkingur ársins 2017, Arnar Már Ólafsson göngugarpur.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!