Umferđarfrćđsla fyrir 10. bekk

  • Grunnskólafréttir
  • 28. september 2018

Bernt Karl Hafsteinsson kom í heimsókn til nemenda í 10. bekk í gær og hélt fyrirlestur fyrir þau um erfiða lífsreynslu sína í kjölfarið á alvarlegu umferðarslysi sem hann lenti í á mótorhjóli sínu.

Benni Kalli eins og hann er kallaður náði vel til krakkanna með hispurslausri frásögn sinni af slysinu og þeim erfiðleikum og hindrunum sem hann hefur þurft að takast á við vegna slyssins. Hann er ekkert að fegra hlutina en notar kímni þegar við á.

Hann kemur sterkt inn á það sem unglingar eru að fást við í dag þar sem mörg þeirra aka um á vespum, stundum án hjálma og með aðra með sér á hjólinu. Hann fór vel yfir þá ábyrgð sem því fylgir að stjórna ökutæki í umferðinni og hversu mikilvægt það er að sýna ábyrga hegðun.

Forvarnarteymi Grindavíkur styrkti heimsókn Benna Kalla til okkar í skólann og er þeim þakkað kærlega fyrir því þetta er mikilvægur þáttur í umferðarforvörn til nemenda á unglingastigi.





Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun