Evrópski tungumáladagurinn

  • Grunnskólafréttir
  • 27. september 2018

Evrópski tungumáladagurinn var í dag 26. september en haldið hefur verið upp á hann frá árinu 2001. Þennan dag er lögð áhersla á fjölbreytni tungumála í Evrópu og mikilvægi tungumálanáms og er hann haldinn hátíðlegur meðal 45 Evrópuþjóða. Markmiðin eru m.a. að gera almenningi ljóst mikilvægi tungumálanáms, auka fjölbreytileika þeirra tungumála sem lögð er stund á og vekja almenna athygli á tilveru og gildi allra þeirra tungumála sem töluð eru í Evrópu.

Í 3. bekk í Hópsskóla var ýmislegt skemmtilegt gert í tilefni dagsins.  Settar voru upp  stöðvar og 5 tungumál kynnt.  Þetta voru enska, danska, pólska, íslenska og spænska.  

Sumar stöðvarnar voru aðallega með leik og tónlist en á öðrum stöðvum voru bóka og spilakynningar.   Krökkunum fannst þetta skemmtilegt og voru mjög áhugasöm.
Það kom ansi skrýtin svipur á marga foreldra þegar þau komu að sækja börnin og þá var bara töluð við þau spænska eða danska.   Skemmtilegt framtak hjá kennurunum.  Fleiri myndir eru á Facebook síðu skólans, hér.  

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál