Fundur 488

 • Bćjarstjórn
 • 26. september 2018

488. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 25. september 2018 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Sigurður Óli Þórleifsson, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, bæjarfulltrúi, Guðmundur L. Pálsson, bæjarfulltrúi,  Hjálmar Hallgrímsson, 1. varaforseti, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, bæjarfulltrúi, Páll Valur Björnsson, bæjarfulltrúi, Helga Dís Jakobsdóttir, bæjarfulltrúi. 
Einnig sátu fundinn: Fannar Jónasson, bæjarstjóri og Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.     Umsókn um byggingarleyfi: Bílskúr við Hólavellir 3 - 1809068
    Til máls tók: Sigurður Óli 

Erindi frá Siggeiri F. Ævarssyni lagt fram. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir 30 m2 bílskúr við Hólavelli 3. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja byggingaráformin með fyrirvara um fullnægjandi hönnunargögn og grenndarkynningu fyrir eigendum að Höskuldarvöllum 19-25 og Hólavöllum 1 og 5. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
        
2.     Deiliskipulag á Keflavíkurflugvelli: beiðni um umsögn - 1809091
    Til máls tók: Sigurður Óli 

Erindi frá Isavia lagt fram. Í erindinu er óskað eftir umsögn um breytingu á deiliskipulagi Keflavíkurflugvallar - vestursvæði/flugvallasvæði og breytingu á aðalskipulagi. 
Breytingarnar lúta að auknu byggingarmagni á svæði FLE2 úr 65.000 m2 í 190.000 m2 

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytingarnar.
        
3.     Leikskólinn Laut: Beiðni um viðauka 2018 - 1809002
    Til máls tók: Sigurður Óli 

Skólastjóri leikskólans Lautar óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2018, að fjárhæð 400.000 kr. vegna samvinnu við Heilsuvernd. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
        
4.     Hættumat vegna jarðvár í landi Grindavíkur. - 1809092
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur og Guðmundur 

Samkvæmt mati Þorvaldar Þórðarsonar eldfjallasérfræðings hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, telur hann verulegar líkur á hraungosi á Reykjanesskaga í framtíðinni og má í raun búast við því hvenær sem er. Því er mikilvægt að meta áhættu á svæðinu og hvernig bregðast skuli við henni. 

Forseti leggur til vísa málinu til almannavarnarnefndar Grindavíkur. 

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
        
5.     Íbúðalánasjóður: tilraunaverkefni í húsnæðismálum - 1809090
    Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Páll Valur og Hjálmar. 

Erindi frá íbúðalánasjóði lagt fram. í erindinu er kynnt tilraunaverkefni um uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni til að leita leiða til þess að bregðast við þeim mikla húsnæðisvanda sem ríkir víðsvegar á landsbyggðinni. Sveitarfélög eru hvött til þess að taka þátt í verkefninu. 

Bæjarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að taka ekki þátt í verkefninu. Helga Dís og Páll Valur sitja hjá.
        
6.     Stofnun öldungaráðs: Erindi frá Félagi eldri borgara í Grindavík - 1705058
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hallfríður, Hjálmar, Helga Dís og Páll Valur. 

Ný og breytt lög um félagsþjónustu sveitarfélaga taka gildi þann 1. október nk. Meðal nýmæla er að öldungaráð taka við því hlutverki sem þjónustuhópum aldraðra hefur fram til þessa verið falið að sinna. Er ráð fyrir því gert að öldungaráð starfi í hverju sveitarfélagi eða á grundvelli samvinnu milli sveitarfélaga. 

Forseti leggur til að vísa erindinu til bæjarráðs til úrlausnar. 
Samþykkt samhljóða
        
7.     Vinnuumhverfi á bæjarskrifstofunni - 1808023
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Helga Dís, Páll Valur og Hjálmar. 

Lögð fram verklýsing frá Líf og sál og verð í verkefnið auk kostnaðaráætlunar fyrir verkefnið í heild. 

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að fjárhæð 2.410.000 kr. til að kosta verkefnið. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann að fjárhæð 2.410.000 kr. og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs með 6 atkvæðum. Hallfríður situr hjá.
        
8.     KPMG: Fræðslufundir fyrir sveitarstjórnarfólk - 1809087
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur og Páll Valur. 

Í boði er sérstakur fræðslufundur fyrir Grindavíkurbæ þar sem áhersla verður lögð á stjórnsýslu í tengslum við fjármál sveitarfélaga, fjárhagsáætlanir og ársreikninga. 

Bæjarstjórn þakkar boðið og felur bæjarstjóra að finna hentuga tímasetningu í samráði við KPMG.
        
9.     Náttúruhamfaratrygging Íslands: breyting á lögum og hlutverki - 1809089
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Erindi frá Náttúruhamfaratryggingum Íslands lagt fram til kynningar. Í erindinu er vakin athygli á breytingalögum nr. 46/2018. Einnig eru sveitarfélög minnt á nýskráningar mannvirkja sem ekki eru tryggð hjá stofnuninni.
        
10.     Fundargerðir: Samband íslenskra sveitarfélaga 2018 - 1803070
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Fundargerð nr. 862, dags. 31. ágúst 2018, er lögð fram til kynningar.
        
11.     Fundargerðir: Sorpeyðingarstöð Suðurnesja 2018 - 1801048
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Fundargerð nr. 494, dags. 16. ágúst 2018, er lögð fram til kynningar.
        
12.     Fundargerðir: Sorpeyðingarstöð Suðurnesja 2018 - 1801048
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Helga Dís, Birgitta, Guðmundur, bæjarstjóri og Páll Valur. 

Fundargerð nr. 495, dags. 6. september 2018, er lögð fram til kynningar.
        
13.     Fundargerðir: Sorpeyðingarstöð Suðurnesja 2018 - 1801048
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur Birgitta og Hallfríður. 

Fundargerð aðalfundar Kölku 2018, nr. 40, dags. 27. ágúst 2018, er lögð fram til kynningar.
        
14.     Fundargerðir: Svæðisskipulag Suðurnesja 2018 - 1809082
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Páll Valur, Birgitta, Helga Dís, Hallfríður, Hjálmar og bæjarstjóri. 

Fundargerð nr. 15, dags. 13. september 2018, er lögð fram til kynningar.
        
15.     Bæjarráð Grindavíkur - 1489 - 1809001F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hjálmar, bæjarstjóri og Hallfríður. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
16.     Bæjarráð Grindavíkur - 1490 - 1809004F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, bæjarstjóri, Hjálmar, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Guðmundur. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar. 

Bókun 
Fyrirspurn til meirihlutans vegna fundargerða bæjarráðs nr. 1490 og 1491 Ofangreindar fundargerðir innihalda hvor um sig eitt mál, viðtöl við mögulega sviðstjóra sem sóttu um starf hjá okkur og ákvörðun um ráðningu í framhaldi af því. Þarna erum við að tala um aukafund nr. 1490 á fimmtudegi, svo annar aukafundur nr. 1491 mánudaginn eftir og í kjölfarið er haldinn fundur nr. 1492 þar sem ráðningarmál er 6. mál á dagskrá og samþykktir ráðningarsamningar við sviðsstjóra. Einnig vekur athygli að þessar fundargerðir nr. 1490 og 1491 eru ekki birtar á vef Grindavíkur einhverra hluta vegna. Við viljum vita af hverju það voru auka bæjarráðsfundir um þessi mál í stað þess að bæjarfulltrúar eða bæjarráð hefðu verið boðaðir í viðtöl við umsækjendur svipað og var gert í ráðningu bæjarstjórans? Bæjarfulltrúar eru á mánaðarlaunum og þurfa ekki í hvert skipti að fá greitt fyrir hvert viðvik sem er gert. Þarna voru 2 aukafundir sem við teljum að ekki hafi þurft að boða til sem er aukakostnaður uppá rúmlega 400þús kr.- Ef þið ætlið að vísa í lög eða reglugerðir þá vinsamlegast nefnið hvaða lög eða reglugerð á við. 
Hallfríður Hólmgrímsdóttir, Miðflokknum. 

Bókun 
Bæjarráð mun svara bókuninni á næsta bæjarráðsfundi.
        
17.     Bæjarráð Grindavíkur - 1491 - 1809006F 
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
18.     Bæjarráð Grindavíkur - 1492 - 1809010F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Birgitta, Hallfríður, Páll Valur, Hjálmar, Helga Dís og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
19.     Bæjarráð Grindavíkur - 1493 - 1809014F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hjálmar, Guðmundur, Hallfríður, Helga Dís, Birgitta og bæjarstjóri. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
20.     Skipulagsnefnd - 44 - 1809013F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Páll Valur, Hallfríður, bæjarstjóri, Birgitta og Helga Dís. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
21.     Fræðslunefnd - 78 - 1809003F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Birgitta, Guðmundur, Hjálmar, Hallfríður og Helga Dís. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
22.     Fræðslunefnd - 79 - 1809016F 
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
23.     Frístunda- og menningarnefnd - 75 - 1809002F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hallfríður, Helga Dís, Hjálmar, bæjarstjóri, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Birgitta og Páll Valur. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
24.     Hafnarstjórn Grindavíkur - 460 - 1809009F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, bæjarstjóri, Birgitta, Hallfríður og Hjálmar. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
25.     Umhverfis- og ferðamálanefnd - 30 - 1808012F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hjálmar, Guðmundur, Páll Valur, Hallfríður, Birgitta og Helga Dís, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og bæjarstjóri. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30.
 


Deildu ţessari frétt

A?RAR FUNDARGER?IR

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 8. júlí 2020

Fundur 46

Bćjarstjórn / 30. júní 2020

Fundur 508

Öldungaráđ / 15. júní 2020

Fundur 7

Öldungaráđ / 23. janúar 2020

Fundur 6

Bćjarráđ / 23. júní 2020

Fundur 1552

Skipulagsnefnd / 22. júní 2020

Fundur 74

Bćjarráđ / 16. júní 2020

Fundur 1551

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. júní 2020

Fundur 45

Frístunda- og menningarnefnd / 10. júní 2020

Fundur 96

Afgreiđslunefnd byggingamála / 11. júní 2020

Fundur 45

Bćjarráđ / 9. júní 2020

Fundur 1550

Frćđslunefnd / 4. júní 2020

Fundur 98

Skipulagsnefnd / 3. júní 2020

Fundur 73

Bćjarráđ / 2. júní 2020

Fundur 1549

Bćjarstjórn / 26. maí 2020

Fundur 507

Skipulagsnefnd / 18. maí 2020

Fundur 72

Frćđslunefnd / 20. maí 2020

Fundur 97

Bćjarráđ / 19. maí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1548

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. maí 2020

Fundur 44

Bćjarráđ / 12. maí 2020

Fundur 1547

Frćđslunefnd / 7. maí 2020

Fundur 96

Frístunda- og menningarnefnd / 6. maí 2020

Fundur 95

Frístunda- og menningarnefnd / 24. apríl 2020

Fundur 94

Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2020

Fundur 93

Frístunda- og menningarnefnd / 4. mars 2020

Fundur 92

Frístunda- og menningarnefnd / 5. febrúar 2020

Fundur 91

Bćjarráđ / 5. maí 2020

Fundur 1546

Bćjarstjórn / 28. apríl 2020

Fundur 506

Bćjarráđ / 7. apríl 2020

Fundur 1544

Bćjarráđ / 21. apríl 2020

Fundur 1545

Nýjustu fréttir

Tónlistarveisla í kvöld

 • Fréttir
 • 11. júlí 2020

Allir á völlinn í kvöld

 • Fréttir
 • 9. júlí 2020

Gúrmé í Grindavík - Papas

 • Fréttir
 • 9. júlí 2020

Nágrannaviđureign í kvöld

 • Fréttir
 • 8. júlí 2020

Hagkvćmar leiguíbúđir vćntanlegar

 • Fréttir
 • 8. júlí 2020