Fundur 1492

 • Bćjarráđ
 • 12. september 2018

1492. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 11. september 2018 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson formaður, Sigurður Óli Þórleifsson varaformaður, Páll Valur Björnsson áheyrnarfulltrúi, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir áheyrnarfulltrúi og Sævar Þór Birgisson varamaður fyrir Helgu Dís Jakobsdóttur.
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.     Gjaldskrá: Skólavist milli 16:00 og 17:00 - 1808181
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Yfirlit yfir fjölda barna í vistun milli 16:00-17:00 árin 2013-2018 lagt fram. 

Bæjarráð samþykkir samhljóða að hætta að bjóða upp á vistun til 17:00 á leikskólanum Laut og það taki gildi frá og með 1. nóvember 2018. 
Bæjarráð vekur athygli á því að áfram verða í boði viðbótar 15 mínútur þannig að vistun getur þá orðið til 16:15. 
        
2.     Lengd viðvera Grunnskóla í Íþróttahúsinu - 1808190
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Bæjarráð samþykkir að núverandi tímatafla í íþróttahúsi gildi til 9. nóvember 2018 en þá verður tímataflan endurskoðuð. 
        
3.     Leikskólahúsnæði; Aukning/stækkun - 1807010
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að stofnuð verði bygginganefnd leikskóla. Lagt til að nefndin verði skipuð þremur aðilum, einum með þekkingu á leikskólamálum, einum með þekkingu á byggingamálum og einum bæjarfulltrúa. Nefndinni til fulltingis verði sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og sviðsstjóri skipulagssviðs. Þá leggur nefndin áherslu á að aðgangur hagsmunaaðila að vinnunni verði skilgreindur strax í upphafi. Jafnframt er mikilvægt að störfum nefndarinnar verði markaður tímarammi. 

Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögu fræðslunefndar. Bæjarráð skipar í nefndina eftirtalda aðila: 
Birgitta Káradóttir 
Ingigerður Gísladóttir 
Ámundínus Ö Öfjörð 

Jafnframt samþykkir bæjarráð að greitt verði fyrir nefndarsetu. 

Nefndin skal skila tillögum til bæjarráðs ekki síðar en 1. febrúar 2019.
        
4.     Grunnskóli: Ráðningarmál - 1809030
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Skólastjóri grunnskóla óskar eftir heimild til að greiða starfsfólki með Bed. próf en án kennsluréttinda s.k. TV-einingar gegn því að það sé í meistaranámi til kennsluréttinda. 

Bæjarráð samþykkir erindið samhljóða.
        
5.     Upplýsinga- og skjalafulltrúi Grindavíkurbæjar - 1808189
    Bæjarráð samþykkir að Íris Gunnarsdóttir fari í 100% stöðu og taki að sér starf skjalafulltrúa Grindavíkurbæjar til viðbótar við störf í tæknideild. 

Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að skilgreina það sem eftir stendur í starfi fráfarandi upplýsinga- og skjalafulltrúa.
        
6.     Ráðningarmál: Sviðsstjórar - 1808002
    Lagðir fram til samþykktar ráðningarsamningar við 2 nýja sviðsstjóra: 
Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs 
Sigurður Ólafsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs 

Bæjarráð samþykkir samhljóða báða ráðningarsamningana og felur bæjarstjóra að undirrita þá.
        
7.     Blái herinn: Strandhreinsun - 1705108
    Þann 15. september nk. verður fjölþjóðlegt hreinsunarátak þar sem fólk er hvatt til að taka höndum saman um að þrífa jörðina sem teymi. Blái herinn og Landvernd standa saman að þessu verkefni fyrir hönd Íslands. Óskað er eftir að Grindvíkingar taki sig saman og gangi Hópsnesið og hreinsi. 

Bæjarráð felur upplýsinga- og skjalafulltrúa að vinna málið áfram í samráði við Bláa herinn.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45.
 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 7. nóvember 2018

Fundur nr. 1498

Bćjarstjórn / 30. október 2018

Fundur 489

Bćjarráđ / 23. október 2018

Fundur 1497

Skipulagsnefnd / 22. október 2018

Fundur 46

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. október 2018

Fundur 31

Skipulagsnefnd / 1. október 2018

Fundur 45

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. október 2018

Fundur 31

Hafnarstjórn / 8. október 2018

Fundur 461

Frístunda- og menningarnefnd / 3. október 2018

Fundur 76

Frístunda- og menningarnefnd / 5. september 2018

Fundur 75

Bćjarráđ / 16. október 2018

Fundur 1496

Bćjarráđ / 9. október 2018

Fundur 1495

Ungmennaráđ / 8. október 2018

Fundur 33

Ungmennaráđ / 11. september 2018

Fundur 32

Ungmennaráđ / 13. nóvember 2017

Fundur 31

Ungmennaráđ / 11. október 2017

Fundur 30

Ungmennaráđ / 18. september 2017

Fundur 29

Frćđslunefnd / 4. október 2018

Fundur 80

Bćjarráđ / 10. september 2018

Fundur 1491

Bćjarráđ / 6. september 2018

Fundur 1490

Bćjarráđ / 2. október 2018

Fundur 1494

Bćjarstjórn / 25. september 2018

Fundur 488

Frćđslunefnd / 20. september 2018

Fundur 79

Bćjarráđ / 18. september 2018

Fundur 1493

Skipulagsnefnd / 17. september 2018

Fundur 44

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 12. september 2018

Fundur 30

Bćjarráđ / 11. september 2018

Fundur 1492

Hafnarstjórn / 10. september 2018

Fundur 460

Frćđslunefnd / 6. september 2018

Fundur 78

Bćjarráđ / 4. september 2018

Fundur 1489

Nýjustu fréttir 10

Gestafundur kvenfélags Grindavíkur

 • Fréttir
 • 10. nóvember 2018

Popplegur lestrarsprettur

 • Grunnskólafréttir
 • 9. nóvember 2018

Jólabakstur og jólaforeldrakaffi í Lautinni

 • Lautafréttir
 • 9. nóvember 2018

Lokun viđ Stamphólsveg 4

 • Fréttir
 • 9. nóvember 2018

Lestrarátaki Lautar lokiđ

 • Lautafréttir
 • 7. nóvember 2018

Sigurđur Ólafsson ráđinn sviđsstjóri

 • Fréttir
 • 7. nóvember 2018

Atvinna - Upplýsinga og markađsfulltrúi

 • Fréttir
 • 1. nóvember 2018