Fundur 1489

  • Bćjarráđ
  • 5. september 2018

1489. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 4. september 2018 og hófst hann kl. 17:00:

Fundinn sátu:
Sigurður Óli Þórleifsson varaformaður, Helga Dís Jakobsdóttir aðalmaður, Páll Valur Björnsson áheyrnarfulltrúi, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir áheyrnarfulltrúi og Birgitta H. Ramsay Káradóttir varamaður fyrir Hjálmar Hallgrímsson.
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.     Skólahúsnæði: Hönnun og framkvæmdir - 1802069
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lagt er til að stofnuð verði bygginganefnd um stækkun grunnskólahúsnæðis. 

Bæjaráð samþykkir að skipuð verði bygginganefnd og óskar eftir tilnefningum í nefndina frá fræðslunefnd fyrir næsta bæjarráðsfund. Nefndin mun hefja störf þegar búið er að ráða í starf sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs en hann mun verða starfsmaður nefndarinnar.
        
2.     Íbúðir aldraðra: Endurbætur - 1808191
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram beiðni íbúa í Víðihlíð um endurbætur í eldhúsi íbúðarinnar. 

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
        
3.     Sala á útistofum: Hraunbraut 3a og útikennslustofa við Laut - 1808203
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram greinargerð frá umsjónarmanni fasteigna og 2 tilboð í umsýslu við sölu eignanna. 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
        
4.     Gjaldskrá: Skólavist milli 16:00 og 17:00 - 1808181
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs um lágmarksfjölda barna milli 16:00 og 17:00. 

Bæjarráð óskar eftir frekari gögnum, inn á næsta bæjarráðsfund, um nýtingu á þessari þjónustu sl. 5 ár.
        
5.     Lengd viðvera Grunnskóla í Íþróttahúsinu - 1808190
    Sviðsstjóri Félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs er falið að fylgja málinu eftir og leggja mögulegar lausnir á málinu inn á næsta fund bæjarráð.
        
6.     Vinnuumhverfi á bæjarskrifstofunni - 1808023
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu málið. 

Lögð fram verklýsing frá Líf og sál og verð í verkefnið auk kostnaðaráætlunar fyrir verkefnið í heild. 

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að fjárhæð 2.410.000 kr. til að kosta verkefnið. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann að fjárhæð 2.410.000 kr. og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.
        
7.     Leikskólinn Laut: Beiðni um viðauka 2018 - 1809002
    Skólastjóri leikskólans Lautar óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2018, að fjárhæð 400.000 kr. vegna samvinnu við Heilsuvernd. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.
        
8.     Fiskeldi á iðnaðarsvæði i5: Matsáætlun. - 1802054
    Erindi frá skipulagsstofnun lagt fram ásamt frummatsskýrslu. Í erindinu er óskað eftir umsögn Grindavíkurbæjar skv. 10. gr. laga nr. 106/200 á frummatskýrslu fyrirhugaðrar stækkunar fiskeldis Matorku. 

Matorka starfrækir fiskeldi í Húsatóftum í Grindavík, bæði í eldri stöð með 200 tonna leyfi og í nýrri stöð sem er með 3.000 tonna leyfi. Nú er verið að sækja um stækkun á fiskeldi fyrir stöð staðsettri á skipulagssvæði i5 úr 3.000 tonnum í 6.000 tonn. 

Skipulagsnefnd telur að vel sé gert grein fyrir framkvæmdinni í skýrslunni. 
Skipulagsnefnd telur valkost 3 er varðar fráveitu á bls. 70 og 71 sem er út fyrir stórstraumsfjöru vænlegasta kostinn. 
Að öðrum kosti gerir skipulagsnefnd ekki athugasemd við hvernig er gert ráð fyrir framkvæmdinni og umhverfi, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaaðila á þeim og telur að ekki þurfi að kanna aðra þætti mótvægisaðgerðir eða vöktun að svo stöddu. Umrædd framkvæmd er háð framkvæmdaleyfi og byggingarleyfi hjá Grindavíkurbæ. 

Bæjarráð tekur undir bókun skipulagsnefndar.
        
9.     Uppsetning Hreystigarðs í Grindavík: Kostnaðaráætlun og staðsetning - 1808183
    Málið var tekið fyrir á 487. fundi bæjarstjórnar og þar samþykkt að vísa því til bæjarráðs til frekari vinnslu. 

Bæjarráð vísar málinu til sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs og leggur til að málið verði tekið upp í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2019.
        
10.     Umferðaröryggisáætlun: Aðkoma um Grindavíkurveg - 1503075
    Lögð fram gögn frá 2015 um undirgöng undir Grindavíkurveg við gatnamót Grindavíkurvegar og Suðurhóps. 

Bæjarráð telur brýnt að auka öryggi barna sem leið eiga yfir Grindavíkurveginn og felur bæjarstjóra að hafa samband við Vegagerðina vegna málsins.
        
11.     Húsnæðissamvinnufélag: Hugsanleg stofnun slíks félags í Grindavík - 1809001
    Óskað er eftir upplýsingum um hvað meirihluti bæjarstjórnar hefur í hyggju varðandi stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar. 

Meirihlutinn hefur í hyggju að leita leiða til að stofna húsnæðissamvinnufélag í samstarfi við hagsmunaaðila og verður settur kraftur í málið á næstu mánuðum. 

Bæjarráð felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að kanna hversu margir eru í þörf fyrir slíkt húsnæði og falli undir tekjuviðmiðin.
        
12.     Fjárhagsáætlun 2019-2022: Grindavíkurbær og stofnanir - 1808201
    Tímarammi og forsendur fyrir fjárhagsáætlun 2019-2020 lagður fram. 
Einnig er lagt fram yfirlit yfir staðgreiðslutekjur 2018 og frumáætlun staðgreiðslutekna fyrir árið 2019. 

Bæjarráð samþykkir tímaramma og forsendur fjárhagsáætlunar.
        
13.     Fasteignagjöld 2018 - 1708084
    Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusvið kynnti samanburð Byggðastofnunar á fasteignagjöldum árið 2018, á 26 þéttbýlisstöðum. 

Samanburðurinn leiðir í ljós að fasteignagjöld í Grindavík eru með þeim lægstu á landinu. Samanburður við þéttbýlisstaði sem eru með sambærilegt fasteignamat og Grindavík sýnir að fasteignagjöld eru lægst í Grindavík í þeim hópi.
        
14.     Umsókn um launalaust leyfi - 1808188
    Jóhann Árni Ólafsson óskar eftir launalausu ársleyfi til að stunda meistaranám í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði. 
Fyrir liggur jákvæð umsögn sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs. 

Bæjarráð samþykkir launalaust leyfi.
        
15.     Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja: Tilnefning fulltrúa í heilbrigðisnefnd - 1806094
    Bæjarráð samþykkir að Reykjanesbær fái 2 fulltrúa og að nefndin kjósi sér formann á fyrsta fundi.
        
16.     Sóknaráætlun SSS 2015: tilnefningar í samráðshóp - 1506002
    Uppbyggingarsjóður Suðurnesja óskar eftir því að Grindavíkurbær tilnefni fjóra aðila í úthlutunarnefnd sjóðsins. 

Bæjarráð tilnefnir eftirtalda: 
Guðmundur Grétar Karlsson 
Ómar Davíð Ólafsson 
Marta Sigurðardóttir 
Helga Dís Jakobsdóttir
        
17.     Heilsueflandi samfélag fyrir yngstu og elstu íbúa Grindavíkur - 1808206
    Lögð fram beiðni frá Jeanette Sicat um viðræður um verkefni innan Heilsueflandi samfélags sem snýr að heilsueflingu yngstu og elstu íbúa Grindavíkur. 

Bæjarráð vísar málinu til frístunda- og menningarnefndar.
        
18.     Húsnæðismál Lionsklúbbs Grindavíkur - 1808200
    Lionsklúbbur Grindavíkur óskar eftir að fá afnot af Gesthúsi fyrir starfsemi klúbbsins. 

Bæjaráð getur ekki orðið við erindinu.
        
19.     SÍM - Residency, gestavinnustofur í Gesthúsi - 1808199
    SÍM, samband ísl. myndlistarmanna óskar eftir samstarfi við rekstur gestavinnustofu fyrir erlenda listamenn í Gestshúsi. 

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
        
20.     Ný persónuverndarlög: Skjalavarsla og skjalastjórn afhendingarskyldra aðila - 1808207
    Lagt fram til kynningar bréf Þjóðskjalavarðar til sveitarfélaga sem eru afhendingarskyld til Þjóðskjalasafns Íslands. 

Vakin er sérstök athygli á að réttur til að gleymast á ekki við sveitarfélög enda vinna þau skjalavistun í þágu almannahagsmuna. Engu má eyða úr skjalasafni sveitarfélagsins nema með sérstakri heimild þjóðskjalavarðar.
        
21.     Upplýsinga- og skjalafulltrúi Grindavíkurbæjar - 1808189
    Upplýsinga- og skjalafulltrúi hefur sagt upp störfum frá og með 1. ágúst 2018. Starfslok verða því í síðasta lagi 1. nóvember nk. 

Sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að vinna málið áfram fyrir næsta bæjarráðsfund. 
        
22.     Ráðningarmál: Sviðsstjórar - 1808002
    Lögð fram greining á þeim starfsumsóknum sem bárust í störfin. 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
        
23.     Bæjarstjórn Grindavíkur: Gestir á bæjarstjórnarfundum - 1808202
    Lagt fram til kynningar viðmið um gesti á bæjarstjórnarfundum.
        
24.     Fundargerðir: Fjallskilanefnd - 1508159
    Fundargerð fjallskilanefndar dags. 29. ágúst 2018 er lögð fram til kynningar. Réttardagur er ákveðinn föstudaginn 14. september nk.
        


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:05.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGER?IR

Bćjarstjórn / 27. október 2020

Fundur 511

Bćjarráđ / 20. október 2020

Fundur 1561

Skipulagsnefnd / 19. október 2020

Fundur 78

Afgreiđslunefnd byggingamála / 15. október 2020

Fundur 48

Afgreiđslunefnd byggingamála / 7. júlí 2020

Fundur 46

Bćjarráđ / 13. október 2020

Fundur 1560

Frístunda- og menningarnefnd / 7. október 2020

Fundur 98

Bćjarráđ / 6. október 2020

Fundur 1559

Frćđslunefnd / 1. október 2020

Fundur 102

Bćjarstjórn / 29. september 2020

Fundur 510

Bćjarráđ / 22. september 2020

Fundur 1558

Skipulagsnefnd / 21. september 2020

Fundur 77

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 17. september 2020

Fundur 47

Bćjarráđ / 15. september 2020

Fundur 1557

Afgreiđslunefnd byggingamála / 9. september 2020

Fundur 47

Bćjarráđ / 8. september 2020

Fundur 1556

Frćđslunefnd / 17. september 2020

Fundur 101

Bćjarráđ / 1. september 2020

Fundur 1555

Bćjarráđ / 1. september 2020

Fundur 1555

Skipulagsnefnd / 31. ágúst 2020

Fundur 76

Frístunda- og menningarnefnd / 3. september 2020

Fundur 97

Frćđslunefnd / 20. ágúst 2020

Fundur 99

Bćjarstjórn / 25. ágúst 2020

Fundur 509

Skipulagsnefnd / 17. ágúst 2020

Skipulagsnefnd, fundur 75

Bćjarráđ / 11. ágúst 2020

Fundur 1554

Bćjarráđ / 15. júlí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1553

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 8. júlí 2020

Fundur 46

Bćjarstjórn / 30. júní 2020

Fundur 508

Öldungaráđ / 15. júní 2020

Fundur 7

Öldungaráđ / 23. janúar 2020

Fundur 6