Fundur 43

  • Skipulagsnefnd
  • 24. ágúst 2018

43. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, fimmtudaginn 23. ágúst 2018 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Guðmundur L. Pálsson formaður, Ólafur Már Guðmundsson aðalmaður, Anton Kristinn Guðmundsson aðalmaður, Lilja Ósk Sigmarsdóttir aðalmaður, Gunnar Már Gunnarsson aðalmaður og Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. 

Fundargerð ritaði:  Ármann Halldórsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:

1.     Gerðavellir 17: umsókn um byggingarleyfi - 1808001
    Grindavíkurbær sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á Gerðavöllum 17. Erindinu fylgja teikningar unnar af Tækniþjónustu SÁ. 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.
        
2.     Umsókn um deiliskipulag: rannsóknaborholur í Svartsengi - 1808004
    Erindi frá HS Orku. Í erindinu er óskað eftir heimild til þess hefja vinnu á deiliskipulagi fyrir rannsóknaborholur í Svartsengi. Erindinu fylgir skipulags- og matslýsing. Lýsing verkefnis er unnin skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 6. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. 
Boranir á vinnsluholum og rannsóknarboranir vegna háhitavinnslu eru tilkynningaskyldar til ákvörðunar um matsskyldu, sbr. lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. 
Fyrirhugað deiliskipulag tekur til tveggja rannsóknarbolusvæða, sem staðsett eru hjá bílastæði við útivistarsvæðið á Svartsengi og hjá gígnum Arnarsetri, sbr. iðnaðarsvæði i11 og i12 í Aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030 

Málinu frestað, sviðsstjóra falið að afla frekari gagna. 
    
        
3.     Breyting á deiliskipulagi: rannsóknaborholur í Svartsengi - 1808005
    Málinu frestað. Sviðsstjóra falið að afla frekari gagna.
        
4.     Fiskeldi á iðnaðarsvæði i5: Matsáætlun. - 1802054
    Beiðni um umsögn. Erindi frá skipulagsstofnun. Í erindinu er óskað eftir umsögn Grindavíkurbæjar skv. 10. gr. laga nr. 106/200 á frummatskýrslu vegna ofangreindrar framkvæmdar. 

Matorka starfrækir fiskeldi í Húsatóftum í Grindavík, bæði í eldri stöð með 200 tonna leyfi og í nýrri stöð sem er með 3.000 tonna leyfi. Nú er verið að sækja um stækkun á fiskeldi fyrir stöð staðsettu á skipulagssvæði i5 úr 3.000 tonnum í 6.000 tonn. 

Skipulagsnefnd telur að vel sé gert grein fyrir framkvæmdinni í skýrslunni. 
Skipulagsnefnd telur valkost 3 er varðar fráveitu á bls. 70 og 71 sem er út fyrir stórstraumsfjöru vænlegasta kostinn. 
Að öðrum kosti gerir skipulagsnefnd ekki athugasemd við hvernig er gert ráð fyrir framkvæmdinni og umhverfi, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaaðila á þeim og telur að ekki þurfi að kanna aðra þætti mótvægisaðgerðir eða vöktun að svo stöddu. Umrædd framkvæmd er háð framkvæmdaleyfi og byggingarleyfi hjá Grindavíkurbæ. 
        
5.     Umsókn um framkvæmdaleyfi: Grindavíkurvegur - 1808017
    Erindi frá Vegagerðinni. Í erindinu er óskað eftir framkvæmdaleyfi fyrir breikkun Grindavíkurvegar á kafla. Erindinu fylgja teikningar unnar af Eflu Verkfræðistofu og Vegagerð dagsett í ágúst 2018. Gögnin lýsa framkvæmdinni á fullnægjandi hátt. 

Skipulagsnefnd fagnar framkvæmdinni og leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt með vísan í aðalskipulag Grindavíkur 2010-2030 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. 
            
6.     Lóðaúthlutanir: Reglur - 1709128
    Málinu frestað, formanni og sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.
        
7.     Ósk um breytta notkun: Víkurbraut 25 - 1808108
    Erindi frá Kjartani Sigurðssyni Í erindinu er óskað eftir breyttri notkun á matshluta 202 á Víkurbraut 62. Matshlutinn er nú skrifstofa og óskað er eftir því að matshlutinn verði breytt aftur í íbúðarhúsnæði. 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um þinglýsta breytingu á eignaskiptasamning. 
        
8.     Staðarhraun 14: umsókn um byggingarleyfi - 1808107
    Jón V. Guðmundsson sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á þaki bílskúrs. Erindinu fylgja teikningar frá Sigurbjarti Loftssyni og samþykki nágranna. 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt. 
    
        
9.     Umsókn um lóð: Hólmasund 6 - 1808109
    H.H. smíði sækir um lóðina Hólmasund 6. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórna að erindið veðri samþykkt
        
10.     Víkurhóp 39-41-43- breyting á deiliskipulagi - 1808154
    Almar Þ.Sveinsson sækir um fyrir hönd Hagafells ehf. breytingu á deiliskipulagi óskað er eftir að fjölga húsum úr 3 í 4. 

Skipulagsnefnd telur að breytingin hafi engin áhrif á útsýni, innsýn, skuggavarp né nýtingarmöguleika. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt. Lóðarhafi ber að greiða þann kostnað sem af breytingunni hlýst. 
        
11.     Víkurhóp 25-27-29- breyting á deiliskipulagi - 1808153
    Almar Þ.Sveinsson sækir um fyrir hönd Hagafells ehf. breytingu á deiliskipulagi, óskað er eftir að fjölga húsum úr 3 í 4. 

Skipulagsnefnd telur að breytingin hafi engin áhrif á útsýni, innsýn, skuggavarp né nýtingarmöguleika. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt. Lóðarhafi ber að greiða þann kostnað sem af breytingunni hlýst.
        
12.     Víkurhóp 45-47-49-51- umsókn um breytingu á deiliskipulagi - 1808156
    Fyrirspurn um breytingu á stærð lóðar við Víkurhóp 31-33-35-37. 
Trésmiðja Heimis ehf leggur fram fyrirspurn þess efnis hvort að heimilt sé að minnka lóðir við Víkurhóp 33 og 35 úr 10m breidd í 7,4m þannig að hægt verði að byggja samskonar hús á lóðinni og byggð hafa verið við Norðurhóð 1-5. Lóðir við Víkurhóp 31 og 37 myndu þá stækka sem minnkun miðju lóða nemur. 

Lóðarstærðir eftir breytingu: 

Nr. Fyrir breytingu Eftir breytingu 
31 420m2 493,8m2 
33 280m2 207,2m2 
35 280m2 207,2m2 
37 394m2 467,8m2 

Skipulagsnefnd telur að breytingin hafi engin áhrif á útsýni, innsýn, skuggavarp né nýtingarmöguleika. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt. Lóðarhafi ber að greiða þann kostnað sem af breytingunni hlýst. 
        
13.     Víkurhóp 31-33-35-37- Umsókn um breytingu á deiliskipulagi - 1808155
    Fyrirspurn um breytingu á stærðum lóða við Víkurhóp 45-47-49-51. 

Víkurhóp 45-47-49-51 
Trésmiðja Heimis ehf leggur fram fyrirspurn þess efnis hvort að heimilt sé að minnka lóðir við Víkurhóp 47 og 49 úr 10m breidd í 7,4m þannig að hægt verði að byggja samskonar hús á lóðinni og byggð hafa verið við Norðurhóð 1-5. Lóðir við Víkurhóp 45 og 51 myndu þá stækka sem minnkun miðju lóða nemur. 

Lóðarstærðir fyrir og eftir breytingu: 

Nr. Fyrir breytingu Eftir breytingu 
45 420m2 493,8m2 
47 280m2 207,2m2 
49 280m2 207,2m2 
51 420m2 493,8m2 

Skipulagsnefnd telur að breytingin hafi engin áhrif á útsýni, innsýn, skuggavarp né nýtingarmöguleika. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt. Lóðarhafi ber að greiða þann kostnað sem af breytingunni hlýst.
        
14.     Fyrirspurn: sólskáli við Arnahraun 14 - 1808175
    Fyrirspurn frá Gretari Val um byggingu sólskála. Framkvæmdin rúmast innan byggingarreits og nýtingarhlufalls. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um fullnægjandi hönnunargögn.
        
15.     Deiliskipulag Víkurhóp: Breyting. - 1708137
    Ólafur Már Guðmundsson vék af fundi við afgreiðslu málsins. 
Skipulagsnefnd samþykkti á 32. fundi að heimila Grindinni að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan tekur til Víkurhóps 30 og 32. Erindinu fylgja gögn unnin af JEES arkitektum. 
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt skv. 3.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um grenndarkynningu eigenda Víkurhóps 24, 26 og 28.
        
16.     Afgreiðslunefnd byggingarmála - 29 - 1808005F 
    lagt fram.
        
17.     Afgreiðslunefnd byggingarmála - 28 - 1807009F 
    Lagt fram.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 23. janúar 2020

Fundur 1537

Skipulagsnefnd / 20. janúar 2020

Fundur 67

Skipulagsnefnd / 11. desember 2019

Fundur 66

Bćjarráđ / 14. janúar 2020

Fundur 1536

Frístunda- og menningarnefnd / 8. janúar 2020

Fundur 90

Frćđslunefnd / 9. janúar 2020

Fundur 93

Bćjarráđ / 7. janúar 2020

Fundur 1535

Bćjarstjórn / 17. desember 2019

Fundur 501

Frístunda- og menningarnefnd / 5. desember 2019

Fundur 89

Bćjarráđ / 3. desember 2019

Fundur 1533

Bćjarstjórn / 26. nóvember 2019

Fundur 500

Afgreiđslunefnd byggingamála / 20. nóvember 2019

Fundur 42

Bćjarráđ / 19. nóvember 2019

Fundur 1532

Skipulagsnefnd / 18. nóvember 2019

Fundur 65

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. nóvember 2019

Fundur 41

Bćjarráđ / 12. nóvember 2019

Fundur 1531

Frístunda- og menningarnefnd / 6. nóvember 2019

Fundur 88

Bćjarráđ / 6. nóvember 2019

Fundur 1530

Afgreiđslunefnd byggingamála / 25. október 2019

Fundur 41

Bćjarstjórn / 29. október 2019

Fundur 499

Skipulagsnefnd / 21. október 2019

Fundur 64

Bćjarráđ / 22. október 2019

Fundur 1529

Bćjarráđ / 15. október 2019

Fundur 1528

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 9. október 2019

Fundur 40

Frćđslunefnd / 5. september 2019

Fundur 90

Frćđslunefnd / 5. september 2019

Fundur 90

Frćđslunefnd / 3. október 2019

Fundur 91

Frístunda- og menningarnefnd / 2. október 2019

Fundur 87

Bćjarráđ / 1. október 2019

Fundur 1527

Afgreiđslunefnd byggingamála / 25. september 2019

Fundur 40