Fundur 1488

 • Bćjarráđ
 • 22. ágúst 2018


1488. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 21. ágúst 2018 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson formaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir varamaður fyrir Sigurð Óla Þórleifsson, Helga Dís Jakobsdóttir aðalmaður, Páll Valur Björnsson áheyrnarfulltrúi og Hallfríður G Hólmgrímsdóttir áheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði:  Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Dagskrá:

1.     Leikskólinn Laut: Beiðni um viðauka vegna breytinga á aðstöðu - 1808160
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs óskar eftir 4.600.000 kr. viðauka við fjárhagsáætlun Leikskólans Lautar vegna ársins 2018 til að mæta þeim kostnaði sem hlýst af því að færa starfsemi sem verið hefur í útistofu við Laut inn í leikskólann. 

Bæjarráð samþykkir viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.
        
2.     Tónlistarskólinn: Umfang náms - 1808150
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs kynnti áform um aukið samstarf tónlistarskóla og grunnskóla og áhrif þess á launaröðun skólastjóra og aðstoðarskólastjóra tónlistarskóla. 

Bæjarráð samþykkir þá auknu þjónustu sem grunnskólanemendum verður veitt með samstarfinu sem og 250.000 kr. viðauka við fjárhagsáætlun 2018 og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. 
        
3.     Miðgarður: Þekja, lagnir og raforkuvirki - 1808151
    Vegagerðin bauð út tilboðsverk í þekju, lagnir og raforkuvirki við Miðgarð. Þrjú tilboð bárust og Vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Hagtak hf. Hlutur hafnarsjóðs er áætlaður 50 m.kr. Gert var ráð fyrir þessari framkvæmd í fjárhagsáætlun 2018. 

Bæjarráð samþykkir tillögu Vegagerðarinnar um að gengið verði til samninga við Hagtak hf. 
        
4.     Ný persónuverndarlöggjöf 2018: Undirbúningur og innleiðing - 1703066
    Fyrir liggur tillaga að samningi við Reykjanesbæ um starf persónuverndarfulltrúa fyrir Grindavíkurbæ. 

Bæjarráð samþykkir samninginn.
        
5.     Sóknaráætlun SSS 2015: tilnefningar í samráðshóp - 1506002
    Uppbyggingarsjóður Suðurnesja óskar eftir því að Grindavíkurbær tilnefni fjóra aðila í úthlutunarnefnd sjóðsins. 

Bæjarráð samþykkir að fresta málinu til næsta bæjarráðsfundar. 
        
6.     Fjallskilanefnd: Erindi frá nefndarmanni - 1808158
    Bæjarráði hefur borist bréf þar sem þess er m.a. óskað að kosið verði aftur í fjallskilanefnd. 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita eftir frekari sjónarmiðum vegna málsins. 
        
7.     Vinnuumhverfi á bæjarskrifstofunni - 1808023
    Afgreiðsla málsins færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs og bæjarstjórnar.
        
8.     Rekstraryfirlit janúar-júní 2018: Grindavíkurbær og stofnanir - 1808152
    Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir helstu frávik rekstrar frá fjárhagsáætlun 2018 fyrir tímabilið janúar - júní 2018.
        
9.     Innri leiga Eignasjóðs: Viðauki við fjárhagsáætlun 2018 - 1808148
    Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 vegna endurreiknings á innri leigu. Viðaukinn felur í sér lækkun gjalda hjá aðalsjóði að fjárhæð 55.863.153 kr. og lækkun gjalda hjá þjónustumiðstöð að fjárhæð 2.004.033 kr. Á móti lækka tekjur Eignasjóðs um 57.867.186 kr. 

Bæjarráð samþykkir viðaukann.
        
10.     Fundargerðir: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2018 - 1801031

    Fundargerð 733. fundar, dags. 8. ágúst 2018, lögð fram til kynningar.
        


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 11. september 2019

Fundur 39

Bćjarráđ / 10. september 2019

Fundur 1525

Frístunda- og menningarnefnd / 8. maí 2019

Fundur 83

Frístunda- og menningarnefnd / 9. september 2019

Fundur 86

Afgreiđslunefnd byggingamála / 9. september 2019

Fundur 39

Skipulagsnefnd / 2. september 2019

Fundur 62

Bćjarráđ / 3. september 2019

Fundur 1524

Bćjarstjórn / 27. ágúst 2019

Fundur 497

Skipulagsnefnd / 22. ágúst 2019

Fundur 61

Frćđslunefnd / 22. ágúst 2019

Fundur 89

Bćjarráđ / 20. ágúst 2019

fundur 1523

Frístunda- og menningarnefnd / 14. ágúst 2019

Fundur 85

Bćjarráđ / 30. júlí 2019

Bćjarráđ, fundur nr. 1522

Bćjarráđ / 16. júlí 2019

Fundur 1521

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. júlí 2019

Fundur 38

Bćjarráđ / 2. júlí 2019

Fundur 1520

Bćjarráđ / 25. júní 2019

Fundur 1519

Afgreiđslunefnd byggingamála / 20. júní 2019

Fundur 38

Skipulagsnefnd / 19. júní 2019

Fundur 59

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 12. júní 2019

Fundur 37

Frístunda- og menningarnefnd / 12. júní 2019

Fundur 84

Bćjarráđ / 11. júní 2019

Fundur 1518

Frćđslunefnd / 6. júní 2019

Fundur 88

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 28. maí 2019

Fundur 36

Bćjarstjórn / 28. maí 2019

Fundur 496

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. maí 2019

Fundur 37

Bćjarráđ / 21. maí 2019

Fundur 1515

Skipulagsnefnd / 13. maí 2019

Fundur 56

Bćjarráđ / 15. maí 2019

Fundur 1515

Bćjarráđ / 7. maí 2019

Fundur 1514

Nýjustu fréttir 10

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 13. september 2019

Laus störf viđ leikskólann Laut

 • Fréttir
 • 12. september 2019

Rúnar Sigurjónsson sćmdur gullmerki KSÍ

 • Fréttir
 • 11. september 2019

Heilsu- og forvarnavika á Suđurnesjum 2019

 • Fréttir
 • 11. september 2019

A star is born á Bryggjunni

 • Fréttir
 • 10. september 2019

Laus íbúđ í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 10. september 2019