Grindvíkingar völtuđu yfir Keflavík í grannaslagnum

  • Knattspyrna
  • 24. júlí 2018

Grindvíkingar tóku á móti botnliði Keflavíkur í Pepsi-deild karla í gær, í mikilvægum leik fyrir bæði lið. Grindvíkingar höfðu aðeins hikstað í síðustu leikjum og voru því í kjörstöðu til að rétta stefnuna af gegn lánlausum Keflvíkingum, en gestirnir voru að sama skapi á ákveðnum tímamótum með nýjan þjálfara í brúnni.

Það má segja að það hafi verið spurning um að duga eða drepast fyrir Keflvíkinga sem sást glöggt á upphafsmínútum leiksins þar sem þeir sóttu af nokkrum krafti, en eins og svo oft áður í sumar vildi boltinn ekki í markið. Keflvíkingar skoruðu síðast mark í deildinni 4. júní og varð engin breyting á því í gær.

Grindvíkingar héldu sínu striki þrátt fyrir hamagang gestanna og eftir laglegt þríhyrningsspil á 19. mínútu skoraði Will Daniels gott mark með neglu fyrir utan teiginn. Skömmu seinna, eða á 24. mínútu, braut markvörður Keflvíkinga klauflega á nýjasta leikmanni Grindavíkur, hinum öskufljóta Finna, Elias Alexander Tamburini, þegar hann var að sleppa einn í gegn. Sito fór á punktinn og skoraði örugglega í hægra hornið með föstu skoti og staðan 2-0 í hálfleik. 

Strax í upphafi seinni hálfleiks skoraði Alexander Veigar svo þriðja og síðasta mark heimamanna. Grindvíkingar stjórnuðu leiknum frá A-Ö í seinni hálfleik og Keflvíkingar náðu varla að koma við boltann á löngum stundum. Öruggur 3-0 sigur því staðreynd og liðið lyfti sér upp í 5. sætið með 20 stig eftir 13 leiki. 

Næsti leikur Grindavíkur er útileikur gegn KR mánudaginn 30. júlí.

Umfjöllun fótbolta.net um leikinn

Viðtal við Óla Stefán

Viðtal við Elias Alexander Tamburini


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál