Fornleifar í Ţórkötlustađahverfi - athugasemdir óskast

  • Fréttir
  • 20. júlí 2018
Fornleifar í Ţórkötlustađahverfi - athugasemdir óskast

Nú er rannsóknarvinnu arkitekta og fornleifafræðinga vegna verndarsvæðis Þórkötlustaðhverfi að ljúka og liggja nú fyrir drög að síðari skýrslunni um úttektir þeirra, um fornleifar í hverfinu.  

Skýrslan er unnin fyrir Grindavíkurbæ af Elínu Ósk Hreiðarsdóttur og fleiri fornleifafræðingum hjá Fornleifastofnun Íslands. Hún verður hluti af því efni sem lagt verður til grundvallar á greiningu á einkennum byggðar og verndargildi á svæðinu í lokaskýrslu um verndarsvæði í byggð á svæðinu sem sveitarfélagið áætlar að komi út nú í haust. 

Áhugasömum gefst nú kostur á að kynna sér fornleifaskráninguna og er hægt að hlaða henni niður á PDF formi hér að neðan. Frestur til að gera athugasemdir eða leggja til viðbætur við skýrsluna er til 17. ágúst næstkomandi. Athugasemdir skal senda til Elínar á netfangið elin@instarch.is

Fornleifar í Þórkötlustaðahverfi: Verndarsvæði í byggð - DRÖG

 

Meðfylgjandi mynd tók Jón Steinar Sæmundsson af heyskap í hverfinu á dögunum


Deildu ţessari frétt