Atvinna - Félagsmiđstöđin Ţruman

  • Fréttir
  • 19. júlí 2018

Félagsmiðstöðin Þruman auglýsir eftir starfsfólki í tímavinnu í vetur, frá 3. september 2018 til 30. apríl 2018.
Um er að ræða vaktir seinni hluta dags og/eða á kvöldin einu sinni til tvisvar í viku og á einstaka viðburði Þrumunnar og Samsuð/Samfés yfir veturinn.

Umsækjendur þurfa að:

- vera orðnir tvítugir að aldri
- vera góðar fyrirmyndir
- hafa öflugt hugmyndflug varðandi tómstundastarf ungmenna
- vera brosmildir og jákvæðir með eindæmum
- hafa almenna skynsemi í lagi
- hafa ökuréttindi
- hafa hreint sakavottorð

Félagsmiðstöðin Þruman er vímulaus vinnustaður.

Umsókn ásamt ferilskrá skal berast eigi síðar en 24. ágúst 2018 á netfangið setna@grindavik.is. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttafélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 3. september 2018.

Nánari upplýsingar um störfin veitir frístundaleiðbeinendinn Sigríður Etna (setna@grindavik.is/866-2961).​
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!