1484

  • Bćjarráđ
  • 18. júlí 2018

1484. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 17. júlí 2018 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson formaður, Sigurður Óli Þórleifsson varaformaður, Helga Dís Jakobsdóttir aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir áheyrnarfulltrúi, Marta Sigurðardóttir varam. áheyrnarfulltrúa, 
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir því að taka inn mál með afbrigðum sem yrði þriðji dagskrárliður: 
 
1712004 - Leikskólinn Laut: Eftirlitsskýrsla frá HES 
 
Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.     HS Orka: Veðsetning samningsbundinna réttinda - 1710096
    Lárus Blöndal hrl. mætti á fundinn og fór hann yfir málið. 

Lögð fram drög að nýrri yfirlýsingu varðandi heimildir til veðsetninga auðlindarinnar skv. hagnýtingarsamningi. 

Bæjarráð samþykkir yfirlýsinguna með smávegis orðalagsbreytingum í samræmi við umræður á fundinum. 
Bæjarráð felur Lárusi Blöndal að koma yfirlýsingunni á framfæri við Arionbanka.
        
2.     Mennta-og menningarmálaráð: Beiðni um rökstuðning vegna synjunar - 1802076
    Reglur Grindavíkurbæjar um námsvist utan lögheimilis í grunnskóla lagðar fram til staðfestingar. 

Bæjarráð samþykkir reglurnar.
        
3.     Leikskólinn Laut: Eftirlitsskýrsla frá HES - 1712004
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, leikskólastjóri Lautar og umsjónarmaður eigna Grindavíkurbæjar sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lagt fram minnisblað frá verkfræðistofunni Eflu vegna ástands á Garðhúsi á lóð leikskólans Lautar. 

Bæjarráð samþykkir að efna til fundar með starfsmönnum Lautar og foreldraráði um stöðu húsnæðismála leikskólans.
        
4.     Fasteignagjöld 2019 - 1806068
    Áætlun fasteignagjalda fyrir árið 2019, miðað við óbreyttar álagningarforsendur, lögð fram. 
        
5.     Rekstrarleyfi veitingastaðar í flokki II: Pepp ehf. - 1806003
    Óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi. 
Fyrir liggja yfirlýsingar frá Slökkviliði Grindavíkur, byggingarfulltrúa Grindavíkur og Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. 

Bæjarráð samþykkir leyfisveitinguna.
        
6.     Rekstrarleyfi veitingastaðar í flokki II: Bryggjan Gastro ehf. - 1806036
    Óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi. Fyrir liggja yfirlýsingar frá Slökkviliði Grindavíkur, byggingarfulltrúa Grindavíkur og Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. 

Bæjarráð samþykkir leyfisveitinguna.
        
7.     Byggingarfulltrúi: starfshlutfall - 1807005
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs óskar eftir heimild til að auglýsa eftir byggingafulltrúa í 100% starf. 

Bæjarráð frestar málinu.
        
8.     Slökkvilið Grindavíkur: Samningur við HS Orku - 1807027
    Lögð fram tillaga að samstarfssamningi um brunavarnir á rekstrarsvæði HS Orku í Svartsengi. 

Bæjarráð samþykkir samninginn.
        
9.     Slökkvilið Grindavíkur: Bifreið - 1712035
    Slökkviliðsstjóri óskar eftir samþykki bæjarráðs fyrir því að selja gamlan og aflagðan tankbíl. 

Bæjarráð samþykkir erindið.
        
10.     Grindavík: Verslunarhúsnæði í bæjarfélaginu - 1807028
    Lagt fram minnnisblað um byggingarframkvæmdir og lóðaframboð fyrir verslunarhúsnæði í Grindavík.
        
11.     Umsókn um launalaust leyfi - 1806066
    Sigurbjörg Eyfeld Skúladóttir óskar eftir launalausu leyfi næsta skólaár. Skólastjóri grunnskólans gerir ekki athugasemdir við leyfisbeiðnina. 

Bæjarráð samþykkir beiðnina.
        
12.     Þóknanir til kjörinna fulltrúa - 1807029
    Málinu er frestað til næsta fundar.
        
13.     Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar: Ráðning - 1806039
    Bæjarstjóri vék af fundi við umræður og afgreiðslu málsins. 

Listi yfir 20 umsækjendur lagður fram. Hagvangur hefur mælt með 5 aðilum af listanum. 

Meirihluti bæjarráðs, ásamt fulltrúa U-lista, munu vinna úr þeim 20 umsóknum sem liggja fyrir. 

Fundarhlé tekið kl. 19:45 - 20:10 

Bókun 
Í málefnasamningi B- og D- lista kemur eftirfarandi fram: 
„Bæjarfulltrúar B og D lista ætla að starfa saman þvert á alla flokka í vinnu sinni fyrir Grindavíkurbæ. Áhersla verður lögð á að allir fulltrúar í bæjarstjórn séu vel upplýstir um þau mál sem koma til afgreiðslu og að sjónarmið allra komi að borðinu áður en ákvörðun er tekin.“ 
Nú kemur skyndilega í ljós að útiloka eigi fulltrúa M og S lista frá ráðningarferli bæjarstjóra. Síðastliðin 8 ár hefur það verið hluti af faglegu og þverpólitísku ráðningarferli bæjarstjóra og sviðsstjóra að fulltrúar allra flokka hafa tekið þátt í ferlinu. Þessi ákvörðun meirihlutans eru því gríðarleg vonbrigði og er bæði á skjön við málefnasamning meirihlutans sem og vinnubrögð fyrri bæjarstjórna. 
Fulltrúar U, M og S lista. 
        
14.     Fundargerðir: Öldungaráð Grindavík 2018 - 1804033
    Fundargerð 4. fundar dags. 11.07.2018 lögð fram til kynningar.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:30.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135