Codland vinnuskólinn međ breyttu sniđi í ár - skráning til 20. júlí

  • Fréttir
  • 17. júlí 2018
Codland vinnuskólinn međ breyttu sniđi í ár - skráning til 20. júlí

Vinnuskólinn og Codland hafa undanfarin þrjú ár starfrækt vinnuskóla fyrir 8. og 9. bekk. Í ár verður hann starfræktur dagana 23.-27. júlí. Því miður þá þurfti Codland að biðjast undan því að sjá um skólann í þetta skiptið, þar sem að miklar annir eru við uppbyggingu nýrrar verksmiðju. Við munum þó halda uppteknum hætti og fáum við fólk úr fyrirtækjum í og við Grindavík til að kynna starfsemi þeirra og uppbyggingu.

Þátttakendur fá greitt í samræmi við launatöflu vinnuskólans og þarf að sækja sérstaklega um hann, takmarkaður fjöldi kemst að. Í Vinnuskólanum verður boðið upp á sjálfstyrkingar námskeið, hugmyndavinnu, hópeflisnámskeið og fleira.

Skráning er hjá Ingu Fanneyju og Írisi í vinnuskólanum en einnig er hægt að senda póst á kvikan@grindavik.is


Deildu ţessari frétt