Fundur 485

 • Bćjarstjórn
 • 21. júní 2018

485. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 20. júní 2018 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Sigurður Óli Þórleifsson aðalmaður, Birgitta H. Ramsay Káradóttir aðalmaður, Guðmundur L. Pálsson aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir aðalmaður, Páll Valur Björnsson aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir aðalmaður, 
Einnig sátu fundinn: Fannar Jónasson bæjarstjóri og Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Guðmundur Pálsson D-lista hefur lengstan starfsaldur kjörinna bæjarfulltrúa og stýrir hann fundi fram að kjöri forseta bæjarstjórnar.

Í upphafi fundar óskar Guðmundur nýkjörnum bæjarfulltrúum til hamingju með kjörið og óskar eftir góðu samstarfi á kjörtímabilinu.

Dagskrá:

1.     1806006 - Sveitarstjórnarkosningar 26. maí 2018: Niðurstöður
    Til máls tók: Guðmundur

Fundargerðir kjörstjórnar vegna sveitarstjórnarkosninga þann 26. maí síðastliðinn lagðar fram. Á kjörskrá voru 2.194 einstaklingar, atkvæði greiddu 1.577, auðir seðlar voru 17 og engir seðlar voru ógildir. Kjörsókn var 71,88%.

Niðurstöður kosninganna voru eftirfarandi:

B-listi 215 atkvæði, eða 13,82% og 1 mann kjörinn
D-listi 522 atkvæði, eða 33,55% og 3 menn kjörna
G-listi 147 atkvæði, eða 9,45% og engan mann kjörinn 
M-listi 211 atkvæði, eða 13,56% og 1 mann kjörinn
S-listi 163 atkvæði, eða 10,48% og 1 mann kjörinn
U-listi 298 atkvæði, eða 19,15% og 1 mann kjörinn

Kjörbréf hafa verið gefin út til kjörinna bæjarfulltrúa og jafnmargra varabæjarfulltrúa.
         
2.     1806024 - Málefnasamningur D- og B-lista 2018-2022
    Til máls tóku: Guðmundur, Páll Valur, Hjálmar, Hallfríður og Helga Dís

Málefnasamningur D- og B-lista fyrir kjörtímabilið 2018-2022 lagður fram.

Málefnasamningur B og D lista í bæjarstjórn Grindavíkur 

Bæjarfulltrúar B og D lista ætla að starfa saman þvert á alla flokka í vinnu sinni fyrir Grindavíkurbæ. Áhersla verður lögð á að allir fulltrúar í bæjarstjórn séu vel upplýstir um þau mál sem koma til afgreiðslu og að sjónarmið allra komi að borðinu áður en ákvörðun er tekin. 

Staða bæjarstjóra Grindavíkur verður auglýst.

Skipting forseta og formanns bæjarráðs verður eins og hér segir:
Forseti bæjarstjórnar verður frá B lista.
Formaður bæjarráðs verður frá D lista.

Fulltrúi D lista verði aðalmaður í stjórn S.S.S.
Fulltrúi D lista verður aðalmaður í stjórn H.E.S.
Fulltrúi B lista verður aðalmaður í stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.

Fjármál og stjórnsýsla 
Bæjarfulltrúar B og D lista eru sammála um að:

* viðhafa ábyrga stjórnun fjármuna
* viðhalda jöfnuði í rekstri bæjarsjóðs
* ráða atvinnu- og ferðamálafulltrúa
* taka upp verkefni og skipulag fagnefnda ásamt endurskoðun á stjórnsýslu bæjarins 
* auka gagnsæi stjórnsýslunnar svo sem opið bókhald og fylgigögn með fundargerðum bæjarstjórnar 

Skipulags- og umhverfismál
Bæjarfulltrúar B og D lista eru sammála um að:

* tryggja nægt framboð lóða fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnustarfssemi
* halda áfram að byggja upp göngu- og hjólreiðarstíga í og við bæinn
* halda áfram þrýstingi á stjórnvöld að fullfjármagna aðskildar akstursstefnur á Grindavíkurvegi 
* Grindvíkingar eigi kost á góðum almenningssamgöngum til og frá Grindavíkurbæ

Hafnarmál
Bæjarfulltrúar B og D lista eru sammála um að:

* halda áfram uppbyggingu hafnarinnar með öryggi og þjónustu að leiðarljósi
* ljúka deiliskipulagi við Eyjabakka með það í huga að efla starfsemi hafnarinnar 

Málefni eldri borgara
Bæjarfulltrúar B og D lista eru sammála um að:

* byggja félagsaðstöðu og tryggja þannig aðstöðu fyrir fjölbreyttar tómstundir undir einu þaki
* byggja íbúðir við Víðihlíð í samstarfi við byggingaverktaka sem seldar verða á almennum markaði 
* veita áfram góða þjónustu við eldri borgara og gera þeim þannig kleift að búa sem lengst í eigin húsnæði

Frístunda- og menningarmál
Bæjarfulltrúar B og D lista eru sammála um að:

* lokið verði við byggingu Hópsins ásamt fullnaðarfrágangi á svæðinu í kring
* Kvikan verði efld í samráði við atvinnu- og ferðamálafulltrúa ásamt því að fela honum framtíðarstefnumótun í ferðamálum
* gera langtímaáætlun um uppbyggingu íþróttasvæðis, þar með talið sundlaugarsvæðis
* styðja áfram vel við menningastarfsemi í bæjarfélaginu
* unnin verði stefna um varðveislu minja í eigu Grindavíkurbæjar

Fræðslu- og skólamál
Bæjarfulltrúar B og D lista eru sammála um að:

* ljúka við endurskoðun á skólastefnu Grindavíkur
* stækka Hópsskóla og móta framtíðarsýn varðandi frekari uppbyggingu 
* bæta við leikskólahúsnæði þannig að unnt sé að að tryggja börnum leikskólavist frá 12 mánaða aldri
* finna leiðir til að fjölga fagmenntuðu starfsfólki í leik- og grunnskóla

Málefni fatlaðra
Bæjarfulltrúar B og D lista eru sammála um að:

* fara í heildarendurskoðun á málefnum fatlaðra og horfa til einstaklingsmiðaðra lausna
* styðja við NPA samninga

Félagsmál
Bæjarfulltrúar B og D lista eru sammála um að:

* stofna með samstarfsaðila húsnæðissjálfseignastofnun fyrir almennar leiguíbúðir 

Formennska í nefndum verður eftirfarandi:

D - listi 
Skipulagsnefnd 
Hafnarstjórn
Frístunda-og menningarnefnd

B- listi 
Fræðslunefnd
Félagsmálanefnd
Umhverfis- og ferðamálanefnd
         
3.     1806039 - Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar: Ráðning
    Til máls tók: Guðmundur

Tillaga
Bæjarstjórn felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að afla tilboða frá ráðningarskrifstofum í aðstoð við ráðningu á bæjarstjóra og leggja fyrir bæjarráð.
Samþykkt samhljóða
         
4.     1806032 - Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar: Viðaukasamningur
    Til máls tóku: Guðmundur, Páll Valur og Hjálmar

Viðaukasamningur við núverandi bæjarstjóra um tímabundna framlengingu hans í starfi lagður fram til staðfestingar.

Bókun
Fulltrúi S lista undrast að á sama tíma og rætt er um ábyrga fjármálastjórn þá sé samþykktur viðauki við samning bæjarstjóra sem kveður á um biðlaun sem ekki voru til staðar í fyrri samning og telur hann eingöngu hafa óþarfa auka kostnað fyrir bæjarsjóð í för með sér. Fulltrúi S lista minnir einnig á að þegar fyrrum meirihluti réttlætti kostnað við bæjarstjóraskipti síðasta kjörtímabils þá var eitt megin atriði rökstuðningsins það að ekki yrði ákvæði um biðlaun í nýjum samningi sem þýddi minni kostnaður en ella. Auglýsa ber stöðuna eins og samþykkt hefur verið eins fljótt og auðið er og gæti nýr bæjarstjóri tekið við embættinu strax á næsta bæjarstjórnarfundi í lok ágúst. Með öflugu starfi bæjarfulltrúa og samvinnu við sviðstjóra er vel hægt að brúa það bil sem myndast þar til að nýr bæjarstjóri tekur til starfa. 
Fulltrúi S-lista 

Bæjarstjórn samþykkir viðaukasamninginn með 4 atkvæðum. Páll Valur er á móti og Helga Dís og Hallfríður sitja hjá.

Bæjarstjóri tekur sæti við borð bæjarfulltrúa.
         
5.     1806033 - Heimild til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar
    Til máls tók: Guðmundur

Með vísan til 8. gr. samþykkta um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar leggur Guðmundur til að fundir bæjarstjórnar verði felldir niður í júní og júlí í sumarleyfi bæjarstjórnar. 

Samþykkt samhljóða
         
6.     1806025 - Kosning í bæjarráð, sbr. 27. gr. og A lið 47. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar
    Til máls tóku: Guðmundur, Hjálmar og Páll Valur

Guðmundur leggur til að eftirfarandi verði kjörnir í bæjarráð næsta árið:

Hjálmar Hallgrímsson (D)
Sigurður Óli Þórleifsson (B)
Helga Dís Jakobsdóttir (U)

Áheyrnarfulltrúar með málfrelsi og tillögurétt
Páll Valur Björnsson (S)
Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir (M)

Varamenn taka sæti í þeirri röð sem þeir eru kosnir þegar aðalmenn og áheyrnarfulltrúar forfallast.

Samþykkt samhljóða
         
7.     1806026 - Kosning í nefndir samkvæmt B-lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar
    Til máls tóku: Guðmundur og Sigurður 

Guðmundur ber upp tillögu um eftirfarandi skipan í nefndir til fjögurra ára:

Yfirkjörstjórn
Kjartan Adolfsson (D)
Friðrik Björnsson (B)
Sigurður Enoksson (S)

Varamenn
Baldur Pálsson (D)
Sigurveig Margrét Önundardóttir (B) 
Dagbjört Arnþórsdóttir (U)

Frístunda- og menningarnefnd
D-listi. Jóna Rut Jónsdóttir, formaður
D-listi. Garðar Alfreðsson
B-listi. Þórunn Erlingsdóttir
U-listi. Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
S-listi. Sigurður Enoksson

Varamenn
D-listi. Valgerður Söring Valmundsdóttir
D-listi. Kristín Gísladóttir
B-listi. Pétur Rúðrik Guðmundsson
U-listi. Alexandra Marý Hauksdóttir
S-listi. Alexander Veigar Þórarinsson

Fræðslunefnd 
B-listi. Guðmundur Grétar Karlsson, formaður
B-listi. Sigurður Óli Þórleifsson
D-listi. Jóhanna Sævarsdóttir 
S-listi. Siggeir F. Ævarsson
U-listi. Guðbjörg Gylfadóttir

Varamenn
B-listi. Eva Björg Sigurðardóttir
B-listi. Ægir Viktorsson
D-listi. Sigurpáll Jóhannsson
S-listi. Erna Rún Magnúsdóttir
U-listi. Sævar Þór Birgisson

Félagsmálanefnd
B-listi. Ásrún Helga Kristinsdóttir, formaður
B-listi. Valgerður Jennýjardóttir
D-listi. Irmý Rós Þorsteinsdóttir
M-listi. Gerða Kristín Hammer 
S-listi. Marta Sigurðardóttir

Varamenn
B-listi. Sigurður Óli Þórleifsson
B-listi. Herdís Gunnlaugsdóttir
D-listi. Ólöf Bolladóttir
M-listi. Unnar Magnússon
S-listi. Björn Olsen Daníelsson

Skipulagsnefnd
D-listi. Guðmundur Pálsson, formaður
D-listi. Ólafur Már Guðmundsson
B-listi. Anton Kristinn Guðmundsson
U-listi. Lilja Ósk Sigmarsdóttir
M-listi. Gunnar Már Gunnarsson

Varamenn
D-listi. Sigurður Guðjón Gíslason
D-listi. Sigurður Halldórsson
B-listi. Björgvin Björgvinsson
U-listi. Alma Dögg Einarsdóttir
M-listi. Unnar Magnússon

Umhverfis- og ferðamálanefnd
B-listi. Sigurveig Margrét Önundardóttir, formaður fyrsta árið og U-listi fær formann næstu 3 ár þar á eftir
B-listi. Klara Bjarnadóttir
D-listi. Teresa Birna Björnsdóttir
U-listi. Sigríður Etna Marínósdóttir
M-listi. Unnar Magnússon

Varamenn
B-listi. Ásrún Helga Kristinsdóttir 
B-listi. Anton Kristinn Guðmundsson
D-listi. Margrét Pétursdóttir
U-listi. Ingi Steinn Ingvarsson
M-listi. Auður Arna Guðfinnsdóttir

Hafnarstjórn
D-listi. Ómar Davíð Ólafsson, formaður
D-listi. Gunnar Harðarson
B-listi. Páll Jóhann Pálsson
M-listi. Páll Gíslason
S-listi. Bergþóra Gísladóttir

Varamenn
D-listi. Sævar Þórarinsson
D-listi. Hallfreður Bjarnason
B-listi. Pétur Pálsson
M-listi. Leifur Guðjónsson
S-listi. Ólöf Helga Pálsdóttir


Almannavarnanefnd
Sigurður Bergmann, fulltrúi lögreglustjóra
Ásmundur Jónsson, slökkviliðsstjóri
Jón Valgeir Guðmundsson, fulltrúi Björgunarsveitar
Ágústa Gísladóttir, fulltrúi Rauða krossins
Ármann Halldórsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar

Varamenn í Almannavarnarnefnd verða kjörnir í haust.

Fjallskilanefnd
Hermann Ólafsson, formaður (D)
Hörður Sigurðsson (B)
Ásta Agnes Jóhannesdóttir (M)

Varamenn
Ómar Davíð Ólafsson (D)
Friðrik Björnsson (B)
Auður Arna Guðfinnsdóttir (M) 

Samþykkt samhljóða
         
8.     1806030 - Kosning í nefndir samkvæmt C-lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar
    Til máls tók: Guðmundur

Guðmundur leggur til að eftirfarandi verði kjörnir í stjórnir og ráð á vegum Grindavíkurbæjar:

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum
Hjálmar Hallgrímsson (D)

Varamaður
Guðmundur Pálsson (D)

Samstarfsnefnd um Svæðisskipulag Suðurnesja 
Guðmundur Pálsson (D)
Marta Sigurðardóttir (S)

Varamenn
Jón Emil Halldórsson (D)
Lilja Sigmarsdóttir (U)

Stjórn Reykjanesfólkvangs
Guðmundur Grétar Karlsson (B)

Varamaður
Páll Jóhann Pálsson (B)

Stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja - Kölku
Ásrún Helga Kristinsdóttir (B)

Varamaður
Sigurður Óli Þórleifsson (B)

Stjórn Atvinnuþróunarfélagsins Heklunnar
Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar

Varamaður
Staðgengill bæjarstjóra

Stjórn Reykjanes jarðvangs
Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar

Varamaður
Staðgengill bæjarstjóra

Stjórn Kvikunnar 
Margrét Pétursdóttir (D)
Jónas Þórhallsson (D)
Þórunn Erlingsdóttir (B)
Inga Fanney Rúnarsdóttir (U)
Auður Arna Guðfinnsdóttir (M)

Varamenn
Jón Emil Halldórsson (D)
Hjálmar Hallgrímsson (D)
Valgerður Jennýjardóttir (B)
Björn Olsen Daníelsson (S)
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson (U)

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja
Birgitta Káradóttir (D)

Varamaður
Jóna Rut Jónsdóttir (D)

Samþykkt samhljóða
         
9.     1806031 - Kosning í nefndir samkvæmt D-lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar
    Til máls tók: Guðmundur

Guðmundur leggur til eftirfarandi:

Fulltrúar á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Hjálmar Hallgrímsson (D)
Sigurður Óli Þórleifsson (B)
Fulltrúi minnihluta í bæjarráði hverju sinni

Varamenn
Birgitta Káradóttir (D)
Ásrún Helga Kristinsdóttir (B)
Varamaður aðalmanns minnihluta í bæjarráði hverju sinni


Fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands
Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar

Varamaður
Staðgengill bæjarstjóra

Öldungaráð Grindavíkurbæjar
Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir (M)

Varamaður
Gunnar Már Gunnarsson (M)

Samþykkt samhljóða
         
10.     1802068 - Rekstrarleyfi gististaðar í flokki IV: Bláa lónið hf, Silica Hótel
    Til máls tók: Guðmundur

Óskað er eftir umsögn bæjarstjórnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir félagið. Jákvæðar umsagnir hafa borist frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, byggingarfulltrúa Grindavíkurbæjar og Slökkviliði Grindavíkur.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að leyfið verði veitt.
         
11.     1806041 - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: Ráðning persónuverndarfulltrúa
    Til máls tók: Guðmundur 

Stjórn S.S.S. leggur til að sveitarfélögin á Suðurnesjum ráði sameiginlegan persónuverndarfulltrúa fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum og stofnanir þeirra.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu stjórnar S.S.S.
         
12.     1805053 - Fisktækniskóli Íslands: Styrktarsamningur
    Til máls tóku: Guðmundur, Páll Valur og Hjálmar 

Lagður fram samningur um styrk upp í húsaleigu Fisktækniskóla Íslands. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða samninginn.
         
13.     1708151 - Starf frístundaheimila: Markmið og viðmið
    Til máls tók: Guðmundur 

Reglur um starfsemi frístundaheimila í Grindavík lagðar fram til staðfestingar. Frestað á síðasta fund þar sem inn vantaði eina grein um mat á starfsemi frístundaheimilis.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða reglurnar.
         
14.     1611031 - VMST: Húsnæðisbætur
    Til máls tóku: Guðmundur, Hallfríður og Hjálmar

Lagt er til að tekjutafla reglna um sértækan húsnæðisstuðning verði hækkuð. Verður hún þá samræmd þeirri töflu er sett var fram í leiðbeinandi reglum ráðuneytis er gefnar voru út í árslok 2016.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða nýja tekjutöflu.
         
15.     1806011 - Jafnréttisstofa: Skyldur sveitarfélaga skv. jafnréttislögum
    Til máls tók: Guðmundur

Bréf frá Jafnréttisstofu, dags. 29. maí 2018 varðandi skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum er lagt fram.
         
16.     1806023 - Kjör forseta bæjarstjórnar og 1. og 2. varaforseta
    Til máls tóku: Guðmundur og Sigurður 

Guðmundur leggur til að Sigurður Óli Þórleifsson verði kjörinn forseti út kjörtímabilið.

Samþykkt samhljóða.

Nýkjörinn forseti tekur við stjórn fundarins.

Forseti leggur til að eftirfarandi verði kjörnir 1. og 2. varaforseti bæjarstjórnar.

1. varaforseti: Hjálmar Hallgrímsson, til fjögurra ára.
Samþykkt samhljóða

2. varaforseti: Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir til eins árs.
Samþykkt samhljóða
         
17.     1801077 - Fundargerðir: Heilbrigðisnefnd Suðurnesja 2018
    Til máls tóku: Sigurður, Guðmundur og Páll Valur

Fundargerð 269. fundar, dags. 17. maí 2018, lögð fram til kynningar.
         
18.     1802019 - Fundargerðir: Heklan 2018
    Til máls tóku: Sigurður, bæjarstjóri, Guðmundur, Hallfríður, Hjálmar og Páll Valur

Fundargerð 65. fundar, dags. 23. maí 2018, lögð fram til kynningar.
         
19.     1803035 - Fundargerðir: Reykjanes Geopark 2018
    Til máls tók: Sigurður

Fundargerð 43. fundar, dags. 27. apríl 2018, lögð fram til kynningar.
         
20.     1803070 - Fundargerðir: Samband íslenskra sveitarfélaga 2018
    Til máls tók: Sigurður 

Fundargerð 860. fundar, dags. 18. maí 2018, lögð fram til kynningar.
         
21.     1801031 - Fundargerðir: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2018
    Til máls tóku: Sigurður, Guðmundur, Birgitta, Hallfríður, Páll Valur og Hjálmar 

Fundargerð 732. fundar, dags. 5. júní 2018, lögð fram til kynningar.
         
22.     1801048 - Fundargerðir: Sorpeyðingarstöð Suðurnesja 2018
    Til máls tóku: Sigurður, Guðmundur, Hallfríður, bæjarstjóri, Páll Valur og Birgitta

Fundargerð 492. fundar, dags. 17. maí 2018, lögð fram til kynningar.
         
23.     1805012F - Bæjarráð Grindavíkur - 1481
    Til máls tóku: Sigurður, Páll Valur, Guðmundur, bæjarstjóri, Birgitta, Hallfríður og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
24.     1806001F - Frístunda- og menningarnefnd - 74.
    Til máls tóku: Sigurður, Guðmundur, Hallfríður, Birgitta, Páll Valur, Helga Dís og Hjálmar

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
25.     1805010F - Fræðslunefnd - 76
    Til máls tóku: Sigurður, Hallfríður, Guðmundur, Birgitta, Páll Valur, Helga Dís og bæjarstjóri

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
26.     1805011F - Félagsmálanefnd - 91
    Til máls tók: Sigurður

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:55.


 


Deildu ţessari frétt

A?RAR FUNDARGER?IR

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 8. júlí 2020

Fundur 46

Bćjarstjórn / 30. júní 2020

Fundur 508

Öldungaráđ / 15. júní 2020

Fundur 7

Öldungaráđ / 23. janúar 2020

Fundur 6

Bćjarráđ / 23. júní 2020

Fundur 1552

Skipulagsnefnd / 22. júní 2020

Fundur 74

Bćjarráđ / 16. júní 2020

Fundur 1551

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. júní 2020

Fundur 45

Frístunda- og menningarnefnd / 10. júní 2020

Fundur 96

Afgreiđslunefnd byggingamála / 11. júní 2020

Fundur 45

Bćjarráđ / 9. júní 2020

Fundur 1550

Frćđslunefnd / 4. júní 2020

Fundur 98

Skipulagsnefnd / 3. júní 2020

Fundur 73

Bćjarráđ / 2. júní 2020

Fundur 1549

Bćjarstjórn / 26. maí 2020

Fundur 507

Skipulagsnefnd / 18. maí 2020

Fundur 72

Frćđslunefnd / 20. maí 2020

Fundur 97

Bćjarráđ / 19. maí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1548

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. maí 2020

Fundur 44

Bćjarráđ / 12. maí 2020

Fundur 1547

Frćđslunefnd / 7. maí 2020

Fundur 96

Frístunda- og menningarnefnd / 6. maí 2020

Fundur 95

Frístunda- og menningarnefnd / 24. apríl 2020

Fundur 94

Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2020

Fundur 93

Frístunda- og menningarnefnd / 4. mars 2020

Fundur 92

Frístunda- og menningarnefnd / 5. febrúar 2020

Fundur 91

Bćjarráđ / 5. maí 2020

Fundur 1546

Bćjarstjórn / 28. apríl 2020

Fundur 506

Bćjarráđ / 7. apríl 2020

Fundur 1544

Bćjarráđ / 21. apríl 2020

Fundur 1545

Nýjustu fréttir

Allir á völlinn í kvöld

 • Fréttir
 • 9. júlí 2020

Gúrmé í Grindavík - Papas

 • Fréttir
 • 9. júlí 2020

Nágrannaviđureign í kvöld

 • Fréttir
 • 8. júlí 2020

Hagkvćmar leiguíbúđir vćntanlegar

 • Fréttir
 • 8. júlí 2020

Göngur í sumar - Hópsneshringur

 • Fréttir
 • 6. júlí 2020