17. júní

  • Skemmtun
  • 15. júní 2018

Í Grindavík hefur þjóðhátíðardagurinn að vanda verið haldinn hátíðlegan og í ár fara hátíðarhöldin fram á torginu við Íþróttahúsið. Flutt eru ávörp, Fjallkonan, þessi glæsilegi persónugervingur Íslands og þjóðarinnar flytur okkur kveðju auk þess sem fleiri ræður eru haldnar. Leiktæki verða við Íþróttahúsið og börn fá að fara á hestbak. Slysavarnarfélagskonur selja blöðrur og fána auk ýmiss góðgætis en dagskráin hefst á hátíðarguðþjónustu í Grindavíkurkirkju. Eftir hádegi rignir svo karamellum á túnið við Landsbankann og þegar karamelluregninu lýkur er farin skrúðganga undir fánareið hestamannafélagsins Brimfaxa að Íþróttahúsinu. Dagskránni lýkur svo með Tónlistarkeppni þar sem ungir Grindvíkingar stíga á stokk og „trylla lýðinn“. Kynnir er Jóhann Árni Ólafsson

Kl. 08:00 Fánar dregnir að húni
Kl: 10:00 Hátíðarguðþjónusta í Grindavíkurkirkju. 17. júní - Hátíðarmessa

Ræðumaður er Vilhjálmur Árnason alþingismaður
Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur 
Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar fyrir altari.
Boðið er upp á kaffiveitingar eftir messu. 

Kl.13:30 Karamelluregn á Landsbankatúninu (ef veður leyfir) 
Kl.13:45 Fánareið hestamannafélagsins Brimfaxa. Skrúðganga frá Landsbankatúninu að íþróttahúsinu.

Kl.14:00-16:00 Hátíðardagskrá við íþróttahúsið
Ræða Fjallkonunnar
Hátíðarræða
Kl. 14:30 Húlladúlla býður uppá húllasmiðju 
Kl. 15:00  Tónlistarkeppni 15 ára og yngri

Hoppukastalar við Íþróttahúsið og Lasgertag í Íþróttahúsinu
Arctic Horses leyfa börnum að fara á hestbak við Íþróttahúsið frá kl. 14:30-16:30
Slysavarnarsveitin Þórkatla verður með sölu á ýmsu góðgæti, blöðrum og fánum


Deildu ţessari frétt

AĐRIR VIĐBURĐIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!