Samkeppniseftirlitiđ heimilar samstarf um kollagenverksmiđju

  • Fréttir
  • 13. júní 2018

Samkeppniseftirlitið hefur gefið grænt ljós á samstarf útgerðarfyritækjanna HB Granda, Samherja, Vísis og Þorbjarnar um rekstur og uppbyggingu kollagenverksmiðju, eða heilsuvöruhúss. Reiknað er með að verksmiðjan vinni úr fjögur þúsund tonnum af fiskroði á ári sem gefur um 400 tonn af kollageni. Upprunalegar áætlanir gerðu ráð fyrir að vöruhúsið myndi rísa á Reykjanesi, og segir Tómas Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri hjá Codland, að verið séð að finna hentugt húsnæði undir starfsemina og horfi þau sérstaklega til Grindavíkur og nágrennis.

Nánar er fjallað um verkefnið á vefsíðu Fiskifrétta, en þar sagði Tómas m.a:

„Við viljum vera í tengingu við Auðlindagarðinn hjá HS Orku. Það skiptir okkur miklu máli,“ segir Tómas Þór. „Við höfum verið að skoða hvort við eigum frekar að byggja húsnæði eða kaupa og höfum verið að skoða. Við erum núna með augastað á einu.“

Talsvert magn af tækjabúnaði þarf í verksmiðjuna og miklu skiptir að vandað sé til verka þegar tækin eru valin.

„Við þurfum að vera vissir um að það virki rétt og allt tali saman. Við erum líka að reyna að hafa búnaðinn eins sjálfvirkan og við getum.“


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!