Litaskrúđganga, brekkusöngur og fleira á dagskrá Sjóarans í dag

  • Sjóarinn síkáti
  • 1. júní 2018

Dagskrá Sjóarans síkata hefst af fullum krafti í dag og eflaust margir sem bíða spenntir eftir litaskrúðgöngunni og dagskránni á hátíðarsvæðinu í kvöld. Það er nóg um að vera í bænum í allan dag og langt fram á kvöld. Eftir skrúðgönguna og atriði frá hverfunum mun Ingó veðurguð stjórna brekkusöng en eftir að dagskránni lýkur við sviðið tekur við glimrandi stemming frá nótt á skemmtistöðum bæjarins þar sem þeir allra hörðustu munu halda gleðinni áfram fram á nótt.

Dagskrá Sjóarans síkáta föstudaginn 1. júní

06:00-21:00 Opnunartími Sundlaugar Grindavíkur.

Fornbíla- og traktorasafn til sýnis: Hermann Th. Ólafsson í Stakkavík á og geymir mikið safn fornbíla og traktora og í aðdraganda Sjóarans síkáta og fram yfir sjómannahelgina verður safnið til sýnis í sal við Seljabót 7, 2. hæð (gengið inn að ofan). Aðgangseyrir er 1.000 kr. frítt fyrir börn 12 ára og yngri.

10:00-17:00 Kvikan Saltfisksetrið og Guðbergsstofa opin.

10:00-17:00 Kvikan: UNDRAVERÖLD VIÐ HAFIÐ – Sjómennskan séð með augum grindvískra barna.

10:00-17:00 Kvikan: BORGIR – Pálmar Örn Guðmundsson.

18:00 Götugrill um allan bæ. Grindavíkurbæ er skipt upp í fjögur hverfi þar sem hvert þeirra hefur sinn lit og sitt þema. Bæjarbúar eru hvattir til þess að skreyta göturnar sínar í sínum litum og slá saman í götugrill sem liðsstjórar hverfanna sjá um að skipa.

20:00-22:00 Kvikan: Vöfflukaffi í Kvikunni – fjáröflun meistaraflokks kvenna í knattspyrnu

20:00 Litaskrúðganga úr hverfunum fjórum að hátíðarsvæðinu við Hafnargötu. Mæting í gönguna ekki seinna er 19:45. Gangan leggur af stað kl. 20:00.
Kvölddagskrá: Á hátíðarsvæðinu við Kvikuna. Slysavarnarfélagið Þórkatla: Í sölugámum á hátíðarsvæði verður candy-flos, blöðrur og ýmislegt góðgæti til sölu. 
Dagskrá á hátíðarsviði á Bryggjuballi:
Trúbadorar úr hverju hverfi taka lagið.
Ingó Veðurguð með brekkusöng þar sem allir taka undir.

22:00 Opið svið á Fish house - opið svið í 35. sinn -  Hljómsveitin 3/4, þeir Halldór Lárusson trommuleikari, Ólafur Þór Ólafsson gítarleikari og Þorgils Björgvinsson alltmöguleikari að leika allt mögulegt og ómögulegt og er gestum velkomið að taka þátt, syngja, leika, dansa, spjalla eða leysa lífsins vanda.

22:00 Pálmar Guðmundsson trúbador heldur uppi stuðinu á Papa's Pizza. Eldhúsið opið og stuð fram á rauða nótt.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir