Ísbađ, körfuboltamót og margt fleira á Sjóaranum síkáta í dag

 • Sjóarinn síkáti
 • 31. maí 2018
Ísbađ, körfuboltamót og margt fleira á Sjóaranum síkáta í dag

Dagskrá Sjóarans síkáta er að sækja í sig veðrið þessa dagana og er hún raunar nokkuð þétt skipuð í dag og nóg um að vera. Klukkan 17:00 eru þrír stórir viðburður og í kvöld eru bæði tónleikar og uppistand á dagskrá. Það er ljóst að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í dag og sumir þurfa jafnvel að velja og hafna!

Dagskrá Sjóarans síkáta fimmtudaginn 31. maí:

06:00-21:00 Opnunartími Sundlaugar Grindavíkur.

Fornbíla- og traktorasafn til sýnis: Hermann Th. Ólafsson í Stakkavík á og geymir mikið safn fornbíla og traktora og í aðdraganda Sjóarans síkáta og fram yfir sjómannahelgina verður safnið til sýnis í sal við Seljabót 7, 2. hæð (gengið inn að ofan). Aðgangseyrir er 1.000 kr. frítt fyrir börn 12 ára og yngri.

10:00-17:00 Kvikan Saltfisksetrið og Guðbergsstofa opin.

10:00-17:00 Kvikan: UNDRAVERÖLD VIÐ HAFIÐ – Sjómennskan séð með augum grindvískra barna.

17:00 Sundlaug Grindavíkur: Íslandsmeistaramótið í ísbaði 2018. Mæting kl. 17:00 og keppnin hefst kl. 17:30. Skráning hjá Benedikt í síma 659 3313 eða á Facebook-síðu Íslandsmeistaramótsins í ísbaði.

17:15 Körfuboltamót hverfanna á körfuboltavellinum við Hópsskóla. 5 í liði, alltaf 2 konur eða 2 karlar inn á vellinum í einu. Umsjón: Jóhann Árni Ólafsson.
Senda þarf liðsuppstillingu í síðasta lagi 30. maí á sjoarinnsikati@grindavik.is

17:00 Kvikan: Sýningaropnun BORGIR – Pálmar Örn Guðmundsson. Hér fer listamaðurinn með gesti í leiðangur um þekkt og óþekkt kennileiti borga sem hann hefur heimsótt.

20:00 Grindavíkurkirkja: KLASSÍK FYRIR SJÓARA  Berta Dröfn Ómarsdóttir sópran og Sigurður Helgi Oddsson píanóleikari flytja nokkrar klassískar aríur og söngljóð í bland við íslensk sönglög og sjóaraslagara. Ókeypis aðgangur.

21:30 Sóli Hólm með uppistand á Fish house

Páll Hreinn Pálsson mun væntanlega reyna að tryggja sér Íslandsmetið formlega í dag


Sóli Hólm treður upp á Fish house kl. 21:30

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 22. júní 2018

Líf í lundi í Selskógi á morgun

Íţróttafréttir / 21. júní 2018

Jafnt hjá Grindavík og HK/Víkingi

Íţróttafréttir / 18. júní 2018

Skrifađ undir samninga viđ tíu leikmenn

Fréttir / 16. júní 2018

Söngkeppnin 2018 - kynning á keppendum

Fréttir / 15. júní 2018

Messađ í Grindavíkurkirkju 17. júní

Íţróttafréttir / 14. júní 2018

Rútuferđ Stinningskalda í Grafarvoginn í kvöld

Lautafréttir / 13. júní 2018

Atvinna - Matráđur á leikskólanum Laut

Nýjustu fréttir 11

Dagskrá leikjanámskeiđs númer tvö

 • Fréttir
 • 22. júní 2018

Kveđja og ţakkir frá Sjóaranum síkáta

 • Sjóarinn síkáti
 • 22. júní 2018

Skrifađ undir fjóra leikmannasamninga í gćr

 • Íţróttafréttir
 • 22. júní 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 20. júní 2018

Gleđilegt sumar

 • Grunnskólafréttir
 • 18. júní 2018

Grindin býđur á völlinn annađ kvöld

 • Íţróttafréttir
 • 18. júní 2018

Atvinna - Húsvörđur viđ Grunnskóla Grindavíkur

 • Grunnskólafréttir
 • 18. júní 2018