Fjórir flokkar í meirihlutaviđrćđur

  • Kosningar
  • 28. maí 2018

Eftir sveitarstjórnarkosningarnar um helgina var ljóst að töluverðar breytingar yrðu á bæjarstjórn Grindavíkur. G-listi Grindvíkinga fékk engan mann kjörinn að þessu sinni og meirihlutinn því fallinn. Alls fengu fimm flokkar kjörna fulltrúa að þessu sinni. Sjálfstæðisflokkurinn 3, en Framsókn, Miðflokkurinn, Samfylkingin og Rödd unga fólksins einn fulltrúa hver. 

Í gærkvöldi gaf svo Rödd unga fólksins út fréttatilkynningu þess efnis að flokkurinn hefði rætt við alla flokkana sem fengu kjörna fulltrúa í bæjarstjórn og niðurstaðan úr þeim samræðum hefði verið að láta reyna á myndun meirihluta fjögurra flokka, með Framsóknarflokki, Miðflokki og Samfylkingu.

Helga Dís Jakobsdóttir, oddviti flokksins, ræddi við Vísi.is um þessa stöðu sem komin er upp:

„Við erum mjög ánægð með þessa niðurstöðu,“ segir Helga Dís um árangur flokksins í kosningunum.

Hún segir ekki ljóst hvenær viðræðurnar hefjast en ákvörðunin var tekin seint í gærkvöldi.

„Við munum leggja áherslu á að rödd okkar heyrist í þessum viðræðum og við munum leggja áherslu á það sem við höfum talað fyrir í kosningabaráttunni. Um opna og þjónustumiðaða stjórnsýslu og opið bókhald. Það þarf líka að leysa daggæslu mál sem fyrst. En það eru líka mörg önnur mál,“ segir Helga Dís.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun