Dagskrá Sjóarans síkáta í Grindavík 2018

 • Sjóarinn síkáti
 • 28. maí 2018
Dagskrá Sjóarans síkáta í Grindavík 2018

Dagskrá Sjóarans síkáta 2018 er nú aðgengileg hér á vefsíðunni en henni verður einnig dreift í hús á næstu dögum. Sjóarinn síkáti er bæjarhátíð okkar Grindvíkinga sem byggst hefur upp í kringum glæsilega hátíðardagskrá um sjómannahelgina. Hátíðin hefur vaxið í vinsældum frá ári til árs og er orðinn fastur punktur í tilveru margra Íslendinga sem sækja hátíðina heim ár hvert. Líkt og undanfarin ár er dagskráin glæsileg og hlaðin fjölmörgum skemmtilegum viðburðum fyrir alla fjölskylduna, og þá ekki síst fyrir yngstu kynslóðina.

Sjómannadagshelgin er 1. - 3. júní í ár en dagskráin á Sjóaranum teygir sig töluvert lengra og verður ýmislegt um að vera í bænum okkar í aðdraganda helgarinnar. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi á Sjóaranum í ár. Hátíðarsvæðið er við Kvikuna og hátíðarsviðið sjálft á sínum stað fyrir neðan Kvikuna. Sviðið verður sérstaklega veglegt í ár enda risatónleikar á dagskrá á laugardagskvöldinu þar sem margir af ástsælustu söngvurum þjóðarinnar koma fram; Friðrik Dór, Eyþór Ingi, Sigga Beinteins og Grétar Örvars úr Stjórninni, Pálmi Gunnarsson, Ágústa Eva, Þorvaldur Halldórsson og Grindvíkingarnir Íris og Tómas ásamt 9 manna hljómsveit. Glæsileg söngskemmtun með íslenskum lögum sem allir þekkja og geta sungið með. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 en frá kl 20:00 verður hópur rappara með með sviðið til umráða. 

Ýmsir viðburðir og uppákomur hafa fest sig í sessi og verða á sínum stað. Mikil áhersla er á dagskrá fyrir börnin á laugardag og sunnudag. Leiktækin verða á sínum stað á hátíðarsvæðinu, bæði frá Skemmtigarðinum og Sprell.is.

Glæsileg dagskrá verður líka hjá veitingahúsum og skemmtistöðum hér í bæ. Fish house hefur t.a.m. tjaldað öllu til og býður uppá þrjá flotta viðburði og þá verður hið árlega ball körfuknattleiksdeildarinnar að sjálfsögðu á sínum stað aðfararnótt sunnudags.

Dagskráin er auðvitað alltof löng til að telja hana alla upp hér. Hana má lesa í heild sinni hér að neðan og er sjón sögu ríkari. Við hlökkum til að sjá ykkur í Grindavík á Sjóaranum síkáta!

ATH! Meinleg villa um opnunartíma sundlaugarinnar slæddist inn í dagskrána. Réttur opnunartími laugardag og sunnudag er 09:00-18:00

Dagskrá Sjóarans síkáta 2018 - vefútgáfa

Sjóarinn síkáti er á Facebook í gegnum Grindavíkurbæ

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Grunnskólafréttir / 14. desember 2018

Óvćnt heimsókn í fyrsta bekk

Fréttir / 13. desember 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Grunnskólafréttir / 12. desember 2018

Sungiđ fyrir krakkana á Laut

Bókasafnsfréttir / 11. desember 2018

Fyrsti bekkur heimsćkir bókasafniđ

Fréttir / 10. desember 2018

Jólatónleikar tónlistarskóla Grindavíkur

Fréttir / 7. desember 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Tónlistaskólafréttir / 7. desember 2018

Jólatónleikar Tónlistarskólans

Grunnskólafréttir / 6. desember 2018

8. bekkur las fyrir 2. bekk

Fréttir / 5. desember 2018

Ađventustund í kirkjunni

Fréttir / 3. desember 2018

Búningaafhending yngri flokka í körfunni

Fréttir / 30. nóvember 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 30. nóvember 2018

Fyrsta helgi í ađventu í Grindavík

Grunnskólafréttir / 28. nóvember 2018

4. bekkur í Norrćna húsinu

Fréttir / 28. nóvember 2018

Krossljósastund á sunnudaginn

Nýjustu fréttir 11

Hátíđlegt í jólamat

 • Grunnskólafréttir
 • 14. desember 2018

Jólalegt í morgunsöng

 • Grunnskólafréttir
 • 13. desember 2018

Undanúrslitum spurningakeppninnar lokiđ

 • Grunnskólafréttir
 • 11. desember 2018

Auglýst eftir dagforeldri

 • Fréttir
 • 11. desember 2018

Nemendur tónlistarskólans komu fram viđ tendrun jólatrés

 • Tónlistaskólafréttir
 • 10. desember 2018

Snjókarlagerđ í núvitund

 • Grunnskólafréttir
 • 7. desember 2018

Vilhjálmur Árnason rćddi orkumál viđ nemendur

 • Grunnskólafréttir
 • 6. desember 2018

Jólatónleikar kórs Grindavíkurkirkju

 • Fréttir
 • 5. desember 2018