Sito í Grindavík

  • Knattspyrna
  • 15. maí 2018

Grindavík hefur borist liðsstyrkur í Pepsi-deild karla, en hinn spænski framherji José Enrique Seoane Vergara, sem er betur þekktur undir nafninu Sito Seoane, hefur samið við liðið út tímabilið. 

Fótbolti.net greindi frá:

Grindavík hefur samið við Spánverjann José Enrique Seoane Vergara, sem er betur þekktur undir nafninu Sito Seoane.

Sito er 29 ára sóknarmaður. Hann þekkir vel til hér á landi eftir að hafa áður spilað með ÍBV og Fylki.

Hann kom til ÍBV seinni part sumarsins 2015 og skoraði þá sex mörk í 11 leikjum. Eftir sumarið 2015 fór hann í Fylki og stoppaði hann í eitt tímabil þegar í Árbæinn var komið.

Í Fylki gekk honum verr að skora fótboltamörk, var aðeins með tvö þannig stykki í 20 deildarleikjum.

Hann sagði skilið við Fylki í nóvember 2016 og skrifaði þá undir samning við Ottawa Fury í Kanada.

Grindavík ætlar að treysta á að Sito komi með markaskóna.

„Okkur fannst mikilvægt að styrkja framlínuna fyrir komandi átök í Pepsi deildinni og teljum við okkur vera vel mannaða í dag og barátta um allar stöður á vellinum. Gæti orðið einhver höfuðverkurinn hjá þjálfurum okkar að velja hópinn í næsta leik," segir í tilkynningu frá Grindavík.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir