Framlengdur skilafrestur á efni í dagskrá Sjóarans síkáta

  • Sjóarinn síkáti
  • 9. maí 2018

Undirbúningur fyrir Sjóarann síkáta er á fullu skriði. Hátíðin er haldin hátíðleg dagana 1.-3. júní. Að venju hefjast einhverjir viðburðir fyrr en aðaldagskráin verður þessa helgi. Þeir sem standa fyrir viðburðum og vilja koma þeim inn í dagskrána þurfa að senda upplýsingar á siggeir@grindavik.is í seinasta lagi föstudaginn 11. maí. (Framlengdur skilafrestur).

Þjónustuaðilar sem vilja auglýsa viðburði eins og böll o.fl. í dagskrá Sjóarans síkáta, sem dreift verður í 30 þúsund eintökum á suðvestur horninu, þurfa að skila upplýsingum í síðasta lagi 9. maí n.k. Verð 30.000 kr. (lógó innifalið).

Þeir aðilar sem vilja kaupa stærri auglýsingar eða vekja sérstaka athygli á sínum viðburðum geta samið um það sérstaklega. 

Tilkynningar, dagskrá, lógó og annað efni sendist á siggeir@grindavik.is 

Allar nánari upplýsingar á www.sjoarinnsikati.is og www.grindavik.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir