Rödd unga fólksins nýtt frambođ í Grindavík

 • Kosningar
 • 27. apríl 2018
Rödd unga fólksins nýtt frambođ í Grindavík

Rödd unga fólksins er nýr listi í Grindavík sem býður fram fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, þar verður vettvangur fyrir ungt fólk til þess að taka sín fyrstu skref í bæjarmálum, óháð stjórnmálaskoðunum og einnig tækifæri til þess að læra inn á bæjarmálin án þess að svara fyrir sögu rótgróinna flokka segir í tilkynningu frá framboðinu. Helga Dís Jakobsdóttir skipar efsta sæti listans, Helga Dís er 27 ára og hefur lokið viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, hún er mastersnemi í HÍ í þjónustustjórnun og starfar hjá höllu. Sævar Þór Birgisson, hagfræðinemi skipar annað sæti listans. Hann er 26 ára nemi við hagfræðideild Háskóla Íslands og starfar sem umsjónarkennari í Háaleitisskóla á Ásbrú.

Listinn í heild sinni:

1. Helga Dís Jakobsdóttir, viðskiptafræðingur og mastersnemi í þjónustustjórnun.
2. Sævar Þór Birgisson, hagfræðinemi.
3. Sigríður Etna Marinósdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur.
4. Bjarni Þórarinn Hallfreðsson, sagnfræðingur.
5. Lilja Ósk Sigmarsdóttir, tækniteiknari.
6. Ingi Steinn Ingvarsson, framhaldsskólanemi.
7. Inga Fanney Rúnarsdóttir, stuðningsfulltrúi.
8. Viktor Bergmann Brynjarsson, námsmaður.
9. Alexandra Marý Hauksdóttir, leiðbeinandi við leikskólann Laut og nemi í leikskólakennarafræði.
10. Kolbrún Dögg Ólafsdóttir, framhaldsskólanemi.
11. Dagbjört Arnþórsdóttir, framhaldsskólanemi.
12. Rósey Kristjánsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur og umsjónarkennari.
13. Milos Jugovic, knattspyrnuþjálfari.
14. Kári Hartmannsson, eldri borgari.

Inga Fanney Rúnarsdóttir er formaður flokksins. Í samtali við Víkurfréttir sagði frá tildrögum þess að hópurinn ákvað að bjóða fram undir eigin merkjum:

„Fyrir jól hittumst við nokkur úr sama árgangnum og ræddum bæjarmál. Eftir miklar samræður komumst við að því að við höfðum sterkar skoðanir á ákvarðanartöku og málefnum sem snéru að okkar bæjarfélagi. Vorum öll sammála um að það væri gott að geta haft áhrif og tekið þátt en enginn af okkur var tilbúinn til þess að setjast á lista hjá núverandi stjórnmálaflokkum. Svo við ákváðum að stofna flokk til sveitastjórnarkosninga 2018 og fengum fullt af flottu fólki með okkur sem gerðu flokkinn að veruleika.“

Víkurfréttir ræddu einnig við Helgu Dís, oddvita flokksins:

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á pólitík, við ákváðum að stofna flokk fyrir ungt fólk til þess að taka sín fyrstu skref í pólitík, óháð rótgrónum flokkum“, segir Helga Dís. Helga segir einnig að málefni ungs fólks og raddir þeirra skipti miklu máli þar sem það sé oft að gera upp við sig hvort það vilji setjast að í Grindavík eða ekki. „Ég legg mikla áherslu á að Grindavík verði þjónustumiðað bæjarfélag og að öll starfsemi og umgjörð bæjarins verði þjónustumiðuð.“

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Grunnskólafréttir / 12. október 2018

Starfsmenn Akurskóla komu í heimsókn á bleikum degi

Fréttir / 11. október 2018

Sviđamessa  Lions föstudaginn 19. október

Lautafréttir / 10. október 2018

Bleikur dagur í Lautinni - föstudaginn 12. október

Grunnskólafréttir / 10. október 2018

Vanda Sigurgeirsdóttir kemur í heimsókn

Íţróttafréttir / 9. október 2018

Búningamátun hjá körfunni í dag kl. 17:30

Fréttir frá Ţrumunni / 8. október 2018

Vel heppnađ opnunarpartý Ţrumunnar

Grunnskólafréttir / 5. október 2018

Brunaćfing í Grunnskóla Grindavíkur

Íţróttafréttir / 5. október 2018

Grindvíkingar mörđu sigur á nýliđunum

Fréttir frá Ţrumunni / 4. október 2018

Bakarí í skólanum annan hvern föstudag

Bókasafnsfréttir / 4. október 2018

"Geđveikar húsfreyjur" - umfjöllun um Dalalíf og Ljósu

Íţróttafréttir / 3. október 2018

Forvarnarvikan og UMFÍ leikur

Íţróttafréttir / 3. október 2018

Óli Stefán tekur viđ KA

Íţróttafréttir / 3. október 2018

Grindavík spáđ 6. sćti og 2. sćti

Tónlistaskólafréttir / 3. október 2018

Foreldravika í Tónlistarskólanum 8. - 12. október

Tónlistaskólafréttir / 3. október 2018

Starfsdagur í tónlistarskólanum fimmtudaginn 4. október

Íţróttafréttir / 2. október 2018

Sam og Rio valin best á lokahófi knattspyrnudeildarinnar

Fréttir / 2. október 2018

Grindavík lagđi meistarana í Útsvarinu

Nýjustu fréttir 11

Vetrarfrí byrjar á föstudaginn

 • Grunnskólafréttir
 • 15. október 2018

Atvinna - Byggingarfulltrúi

 • Fréttir
 • 11. október 2018

Björn Berg Bryde til Stjörnunnar

 • Íţróttafréttir
 • 11. október 2018

Börnin í fyrsta bekk fengu gefins körfubolta

 • Grunnskólafréttir
 • 10. október 2018

Leikskólakörfuboltaćfingar hefjast í dag

 • Íţróttafréttir
 • 9. október 2018

Stelpurnar unnu fyrsta nágrannaslag tímabilsins

 • Íţróttafréttir
 • 8. október 2018

Haustmót yngri iđkenda í júdó 2018 - breytt dagskrá

 • Íţróttafréttir
 • 5. október 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 5. október 2018

Forseti Íslands heimsótti Grunnskóla Grindavíkur

 • Grunnskólafréttir
 • 3. október 2018