Átakiđ Hreinsum Ísland hófst í Grindavík í dag

  • Fréttir
  • 25. apríl 2018

Landvernd og Blái herinn hleyptu verkefninu Hreinsum Ísland af stokkunum í morgun hér í Grindavík. Um strandhreinsunarátak er að ræða en Grindavíkurbær mun ásamt öðrum sveitarfélögum á Reykjanesi taka þátt í Norrænni strandhreinsun þann 5. maí næstkomandi. 

Grindvískir nemendur voru í aðalhlutverki við athöfnina í morgun, en nemendur 6. bekkjar ásamt nemendum úr leikskólunum Krók og Laut, ýttu verkefninu úr vör. 

Dagana 25. apríl - 6. maí vekja Landvernd og Blái herinn athygli á þeim hættum sem fylgja plastmengun í hafi. Landsmenn eru hvattir til að skipuleggja sínar eigin strandhreinsanir og má skrá sig til leiks á hreinsumisland.is en þar má finna góðar leiðbeiningar um hvernig skipuleggja megi hreinsun á árangursríkan hátt, í sátt við menn og náttúru.

Landvernd vonast til þess að sem flestir leggi hönd á plóg og taki þátt í að minnka plastmengun. Hvetja þau fólk til að nota minna plast, kaupa minna og auka endurvinnslu.
Allir sem skrá sína hreinsun geta fengið hana birta á Íslandskort átaksins.

Myndin sem fylgir þessari frétt er frá Víkurfréttum, en þau voru á staðnum á morgun og tóku fleiri skemmtilegar myndir sem sjá má á vefsíðu Víkurfrétta. Nánar verður fjallað um verkefnið og athöfnina í dag í kvöldfréttum Rúv.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun