3. bekkur í heimsókn á Ásabrautinni

  • Grunnskólafréttir
  • 25. apríl 2018

3.bekkur í Hópsskóla kom í heimsókn á Ásabrautina í gær og heilsaði upp á nemendur í 4.bekk. Þessir nemendur færa sig um set næsta haust og verða þá á Ásabrautinni á hverjum degi.

Það var augljóslega spenningur í gangi hjá nemendum og voru 4. bekkingar búnir að skipuleggja spilastund og fleira skemmtilegt fyrir vini sína úr Hópsskóla. Gaman var að sjá hversu vel var tekið á móti þeim og greinilegt að allir ætla að hjálpast að við að láta verðandi 4.bekkinum líða vel þegar þau mæta á Ásabrautina í haust.

Hér fyrir neðan má svo sjá nokkrar myndir frá heimsókninni.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir