Foreldrafćrni

  • Grindavíkurbćr
  • 16. september 2020

Í Grindavík er stefnt að því að efla foreldrafærni íbúanna. Í því felst að bjóða upp á námskeið og fræðslu til að gera foreldra enn færari í að hjálpa börnum sínum með það sem þau telja æskilegt. Hugmyndafræðin er sú að foreldrar þekkja börnin sín best og eru bestu kennarar barna sinna.  Jafnframt er starfsmönnum skóla boðin þjálfun í að takast á við erfiða hegðun í skólaumhverfinu og um leið að efla getu þeirra til að aðstoða foreldra ef þörf er á. Á hverju skólaári býður skólaþjónustan upp á fjölbreytt námskeið sem eru haldin þegar lágmarksfjölda er náð.

 
PMTO grunnmenntun fyrir starfsfólk sem vinnur með börnum. Markmiðið er að styrkja kennara í starfi og til að taka á erfiðri hegðun og samskiptum innan hópa.


Klókir krakkar er meðferðarnámskeið fyrir foreldra og börn með kvíða. Þar er unnið með börn á aldrinum 10-12 ára og hefur verið kennt í Reykjanesbæ á haustönn. Þáttakendur eru frá báðum sveitarfélögum. Kennt er í 8 skipti á 10 vikum.

 

PMTO foreldranámskeið eru tvenns konar. Styttri námskeiðin eru 7-8 skipti og lengri í 12-14 skipti. Þar fá foreldrar nauðsynleg verkfæri til að takast á við fjölbreyttar aðstæður í uppeldinu, samstilla aðferðir og auka öryggi þeirra.

 

Færni til framtíðar er fyrirbyggjandi námskeið ætlað foreldrum ungra barna og er fjögur skipti. 


Klókir litlir krakkar er foreldranámskeið fyrir foreldra sem eiga varkár börn eða börn með einkenni kvíða á aldrinum 4-8ára. Þar læra foreldrar aðferðir til að takast á við aðstæður og koma í veg fyrir frekari þróun á kvíða hjá börnunum.

 
Uppeldi barna með ADHD er 6 skipti á 8 vikum og ætlað til að gera foreldra enn færari í að skilja og takast á við einkenni ADHD heima fyrir.

 
Snillingarnir eru námskeið fyrir börn með ADHD. Það er 10 skipti á 5 vikum þar sem þau eru þjálfuð í að vinna með veikleika sína, læra leiðir til að takast á við dagleg samskipti og ýmsar aðstæður. 


Næstu námskeið í boði 
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR