Blá peysa međ látúnshnöppum...

  • Bókasafnsfréttir
  • 23. apríl 2018

Í menningarvikunni kom Már Jónsson sagnfræðingur og kynnti bókina „Þessi sárafátæka sveit“ sem er gefin út í samvinnu við Grindavíkurbæ.

Bókin fjallar um stöðu þrjátíu og tveggja einstaklinga sem létust í Grindavík og Krísuvík á tímabilinu 1774– 1824, helmingurinn konur og helmingurinn karlar.
Aðstæður fólks voru fábreyttar á þessum árum og tækifærin fá, en hópurinn engu að síður fjölbreyttur og aldursbilið frá þrítugu fram yfir sjötugt.

Það er okkur öllum hollt að þekkja fortíð heimabyggðarinnar og þessari bók er ætlað að auk þekkingu okkar á lífsháttum og menningu íbúa í Grindavíkurhreppi áður en uppgangur atvinnulífs hófst fyrir alvöru undir lok 19. aldar og lauk með þeirri almennu velsæld sem nú blasir við í bænum.

Hægt er að kaupa bókina á bókasafninu og er verðið 3.200 krónur.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir