Karín Óla og Ingi Steinn fulltrúar Grindavíkur á ungmennaráđstefnu UMFÍ

  • Fréttir
  • 13. apríl 2018

Ungmennaráðstefna UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði, var haldin á dögunum en yfirskrift hennar í ár var „Okkar skoðun skiptir máli". Fulltrúar Grindavíkur á ráðstefnunni voru þau Karín Óla Eiríksdóttir og Ingi Steinn Ingvarsson, en þau eru bæði fulltrúar í ungmennaráði Grindavíkur, sem sett var á laggirnar af bæjarstjórn Grindavíkur haustið 2015. 

Samgöngumál voru ráðstefnugestum ofarlega í huga, en í ályktun ráðstefnunnar var Grindavíkurvegur sérstaklega nefndur sem dæmi um veg þar sem úrbætur þola enga bið:

„Ungmennum á Íslandi finnst vegir landsins vera í niðurníðslu. Bæta þarf samgöngur um allt land og veita sveitarfélögum heimild til að laga vegi sem heyra undir Vegagerðina. Þar má nefna Grindavíkurveginn þar sem að mörg alvarleg slys og banaslys hafa orðið. Ungt fólk notar samgöngur daglega, hvort sem þau séu farþegar eða ökumenn og viljum við öll að þau komist heilu og höldnu til náms eða í vinnu. Samgöngubætur má fjármagna með komugjöldum á erlenda ferðamenn, þar sem þeir eru orðnir stór hluti þeirra sem nota vegakerfi landsins. Lítils háttar komugjald þarf til að fjármagna endurbætur á vegakerfinu.

Kvíði og þunglyndi hefur aukist mikið í röðum ungmenna á grunnskóla- og framhaldsskólaaldri.

Stytting framhaldsskóla úr fjórum árum í þrjú og minni tími nemenda til að sinna félagsstörfum er að stórum hluta orsakavaldur að mati ungmenna. Það þarf að festa það í lög að það séu starfandi sálfræðingar í öllum grunn- og framhaldssólum á landinu. Einnig vantar betri forvarnir í geðheilbrigðismálum og gætu starfandi skólasálfræðingar séð um þá fræðslu.

Þátttakendur ráðstefnunnar ræddu mikið um lækkun kosningaaldurs niður í 16 ár í sveitastjórnakosningum. Lýðræðisfræðsla og stjórnmálafræðsla þarf að vera aukin í grunn- og framhaldsskólum og nauðsynlegt er að gera heimasíðu Alþingis aðgengilegri og skiljanlegri.“

Nánar má lesa um ráðstefnuna og sjá myndir á vefsíðu UMFÍ.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir