Daggæsla í leiguhúsnæði á vegum Grindavíkurbæjar

  • Fréttir
  • 15. maí 2018

Grindavíkurbær auglýsir eftir tveimur dagforeldrum til að starfa saman að daggæslu barna í húsnæði á vegum sveitarfélagsins. Gerður verður samningur við viðkomandi dagforeldra um leiguhúsnæðið en að öðru leyti verður starfsemin á ábyrgð viðkomandi dagforeldra, sbr. reglugerð nr. 907/2005 um daggæslu barna í heimahúsi.  Tveir dagforeldrar þurfa að standa saman að umsókn.  

Hér má finna reglur Grindavíkurbæjar um daggæslu barna í sveitarfélaginu.

Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið námskeiði, skv. 20. gr. eða hafi lokið menntun á sviði uppeldismála sem veitir rétt til undanþágu frá því að sækja námskeið að mati félagsmálanefndar.

Ef fleiri en ein umsókn berst skal horft til þess hvort umsækjendur hafi lokið námskeiði eða hafi lokið menntun á sviði uppeldismála. Ef ekki er unnt að styðjast við framangreind sjónarmið skal hlutkesti ráða vali á umsækjendum.

Umsóknum skal skilað til Nökkva Más Jónssonar, sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs á netfangið nmj@grindavik.is - Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 23. apríl næstkomandi.
 


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum