Hjól, hlaupahjól, hjólabretti, og bifhjól

  • Grunnskólafréttir
  • 10. apríl 2018

Með hækkandi sól fara börn og unglingar að nota hjól, bifhjól og önnur leiktæki í umferðinni. Það er afar mikilvægt að við stöndum saman, foreldrar og skólinn og leiðbeinum unga fólkinu okkar. Við höfum tekið eftir því að nemendur okkar eru að koma hjálmlausir í skólann og þeir sem eru á léttum bifhjólum hafa verið með farþega, stundum tvo.  
Gott er að fara á vefsíðu Samgöngustofu (samgongustofa.is) og kynna sér öryggisreglur. Þar kemur m.a. fram að:

Barn yngra en 15 ára skal nota hlífðarhjálm við hjólreiðar og hjálmurinn þarf að vera í réttri stærð og rétt stilltur. Mælt er með að fullorðnir noti einnig hjálm enda mikilvægur öryggisbúnaður. Börn yngri en 7 ára mega alls ekki vera úti í almennri umferð á reiðhjóli nema þau séu undir leiðsögn og eftirliti 15 ára eða eldri. https://www.samgongustofa.is/umferd/fraedsla-og-oryggi/fraedsla/reidhjol/

Slys á hlaupahjóli, hjólabretti, línuskautum og öðrum leiktækjum í umferðinni eru nokkuð algeng og áverkarnir geta verið alvarlegir. Því er mikilvægt að nota réttan öryggis- og hlífðarbúnað. https://www.samgongustofa.is/umferd/oryggi/hlaupahjol-hjolabretti-linuskautar/

Skylt er að vera með bifhjólahjálm og nota skal viðurkenndan lágmarkshlífðarfatnað ætlaðan til aksturs á bifhjóli. https://eplica.samgongustofa.is/media/umferd/Lett-bifhjol-i-flokki-I.2017.3.pdf
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir