Tónleikar, fyrirlestrar og margt fleira á Menningarviku í dag

  • Menningarfréttir
  • 14. mars 2018

Það er þétt dagskrá á Menningarviku í dag, og þá ekki síst í kvöld. Það er ljóst að einhverjir þurfa að velja og hafna þegar kemur að kvöldinu, en þá verður boðið uppá stjörnuskoðun með Stjörnu Sævari á bókasafninu, í Kvennó verður málþing um gamla bæinn og kl. 21:00 verða tónleikar á Bryggjunni.

Dagskráin í heild er hér að neðan:

10:00 Bryggjan Kaffihús, GRINDAVÍKURSÖGUR Á BRYGGJUNNI
13:00-16:00 Kvikan, SALTFISKSÝNING opin gestum
13:00-16:00 Kvikan, HJARTSLÁTTUR – FÓLKIÐ SEM BYGGIR JÖRÐINA. Heilsuleikskólinn Krókur og Leikskólinn Laut sýna verk nemenda sinna unnin í samstarfi við Önnu Sigríði Sigurjónsdóttur, myndhöggvara
13:00 – 17:00 Kvennó, SÖGUSLÓÐIR, saga Grindavíkur skoðuð útfrá persónusögu fjögurra einstaklinga sem bjuggu í Grindavík á fyrrihluta 20. aldar
13:00-17:00 Framsóknarhúsið, ÞORPIÐ – ÞÓRKÖTLUSTAÐARHVERFIÐ. Sýning á ljósmyndum Sólveigar M. Jónsdóttur, ljósmyndara
17:00 – 19:00 Kvennó, ÁTTU FORNGRIP? – Þór Magnússon, fyrrv. þjóðminjavörður og Ólafur Ingi Jónsson, forvörður 
20:00 Bókasafnið, STJÖRNUSKOÐUN MEÐ SÆVARI, Bókasafn Grindavíkur, aðgangur ókeypis
20:00 Kvennó, GAMLI BÆRINN – MÁLÞING, Þór Hjaltalín, minjavörður Suðurnesja, og Ármann Halldórsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, fjalla um gamla bæjarhlutann í Grindavík í fortíð og framtíð.
21:00 Bryggjan Kaffihús, TRÍÓ ÓMARS EINARSSONAR, félagarnir leika djass standarda, Bítlana og fleira í skemmtilegum útsetningum
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!