Minningarkvöld til minningar um Viđar Oddgeirsson fréttaritara í Kvennó í kvöld

  • Menningarfréttir
  • 13. mars 2018
Minningarkvöld til minningar um Viđar Oddgeirsson fréttaritara í Kvennó í kvöld

Minningarkvöld til minningar um Viðar Oddgeirsson verður haldið  í Kvennó í kvöld, þriðjudagskvöldið 13. mars og hefst klukkan 20:00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Keflvíkingurinn Viðar Oddgeirsson (1956-2017) starfaði um árabil hjá RÚV bæði sem fréttaritari og yfirmaður tæknisviðs fréttstofu. Viðar hóf störf hjá RÚV árið 1986 og myndaði á Suðurnesjum fyrir fréttastofu RÚV, myndaði íþróttakappleiki auk þess sem hann safnaði myndbandsefni sem tengist Suðurnesjum.

Í aðdraganda Menningarviku 2017 undirbjó Viðar sýningu á völdu myndefni þar sem Grindavíkurbær og íbúar bæjarins voru í forgrunni. Viðar ætlaði að afhenda Grindavíkurbæ og Minja- og sögufélaginu myndböndin til afnota og vildi tryggja að Grindavíkurbær hefði leyfi til að sýna myndböndin. Viðar varð bráðkvaddur áður en hægt var að njóta með honum afraksturs margra ára söfnunar en Þórir sonur hans hefur haldið verki föður síns áfram og tekið saman það efni sem faðir hans vildi afhenda Grindavíkurbæ. 

Á Menningarviku 2018 verður haldið minningarkvöld þar sem við minnumst Viðars og tökum formlega á móti því efni sem hann vildi afhenda Grindvíkingum. Sýnd verða valin myndbrot úr safni hans og kennir þar ýmissa grasa. Milli þess sem horft verður til fortíðar í boði Viðars verða ljúfir tónar leiknir og veitinga notið. 

Hér er smá sýnishorn af því sem koma skal, en þetta eru brot úr sögufrægum leik Grindavíkur og Vals þann 18. september 1999, þar sem Grindvíkingar felldu Valsmenn úr efstu deild í fyrsta sinn í sögunni:

 

Nánar um leikinn af vef KSÍ:

18. september 1999, fyrsta ár Milans Stefáns Jankovic sem þjálfara Grindavíkur og á 43. afmælisdegi núverandi formanns Grindavíkur, Jónasar Þórhallssonar var sögulegasti leikur þessara liða leikinn til þessa.  

Bæði þessi lið höfðu aldrei fallið um deild og þarna voru þau bæði í fallslag og það lið sem tapaði þessum leik féll í fyrsta skipti í sögu félagsins.  Valsmenn voru yfir í hálfleik 0-1 með marki Kristins Lárussonar og farið að fara um leikmenn Grindavíkur og stuðningsmenn þeirra þar sem það eina sem dugði til að falla ekki var 3 stig!  

Fyrstu 10 mín. seinni hálfleiks líða og ekkert gerist.....Janko bregður á það ráð að taka Vigni Helgason útaf á 55. mín og setur Scott Ramsay inná.  Meira líf færist í leik Grindvíkinga við það.  
Það var svo ekki fyrr en á 73. mínútu að Guðjón Ásmundsson af öllum mönnum jafnar fyrir Grindavík og hleypti þar með gríðarlegri spennu í leikinn.  Valsmenn þá ennþá uppi en Grindavík í fallsætinu.  Stuttu síðar fær Hjálmar Hallgrímsson, fyrirliði Grindvíkinga, gult spjald.  Hjálmar, með sínum drifkrafti gat oftast skipt uppí 6. gír ef þess þurfti með til að drífa sína menn áfram og að sjálfsögðu bar það árangur!  Á 83. mínútu komast Grindvíkingar í sókn og Stevo Vorkapic fékk boltann hægra megin í markteig Valsmanna og skaut honum uppí þaknetið úr þröngu færi og Grindavík komnir í 2-1 og allt ætlaði um koll að keyra á vellinum!  850 manns fylgdust með þessum leik þar sem annað liðið varð að sætta sig við fall og í þessari stöðu voru það Valsarar.  Valsmenn gerðu hvað þeir gátu á næstu mínútum til að jafna en við það opnaðist vörn þeirra meira og Ólafur Ingólfsson innsiglaði sigur Grindvíkinga á 88. mínútu, 3-1 fyrir heimamenn!  Valsmenn fallnir í fyrsta skiptið í sögu félagsins en það er eitthvað sem Grindavík kannast ekki ennþá við þó oft hafi staðið tæpt! 
 


 


Deildu ţessari frétt

A?RAR FR?TTIR

Fréttir / 29. júlí 2020

Verslunarmannahelgin á Bryggjunni

Fréttir / 20. júlí 2020

Jarđskjálftarnir viđ Fagradalsfjall

Fréttir / 20. júlí 2020

Öflug skjálftahrina viđ Grindavík

Fréttir / 17. júlí 2020

Gúrmé í Grindavík - Salthúsiđ

Fréttir / 17. júlí 2020

Jón Axel til Ţýskalands

Fréttir / 13. júlí 2020

Stór dagur hjá Fisktćkniskóla íslands

Fréttir / 11. júlí 2020

Tónlistarveisla í kvöld

Fréttir / 9. júlí 2020

Allir á völlinn í kvöld

Fréttir / 9. júlí 2020

Gúrmé í Grindavík - Papas

Fréttir / 8. júlí 2020

Nágrannaviđureign í kvöld

Fréttir / 8. júlí 2020

Hagkvćmar leiguíbúđir vćntanlegar

Fréttir / 8. júlí 2020

Skráningar fram úr björtustu vonum